Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Side 153
GRÁSTEINN í GRAFARHOLTI
157
mótin, Steindór Björnsson, kenndan við Gröf, og Helgu Björnsdóttur,
húsfreyju í Mosfellssveit. Þau voru sammála um að foreldrar þeirra hefðu
aldrei nefnt álfa í sambandi við þennan stein. [...] Við verkið vann ýtu-
maður sem var bölvaður glanni. Einu sinni kom ég að honum þar sem
ýtan var búin að endastingast ofan í gryfju og í annað skipti braut hann
rör fyrir Skúla í Laxalóni, þannig að verktakinn varð að borga háar fjár-
hæðir í skaðabætur, og í þriðja skipti braut hann niður mjög mikilvægt
fastmerki sem var notað til að mæla fyrir veginunr, auk ýmislegs annars.
Eitt hið seinasta sem hann gerði, áður en hann hætti hjá verktakanum,
var að flytja Grástein, sem þá var kominn í tvennt vegna frostskenmida,
löngu áður en byrjað var á veginum. Um það bil hálfum mánuði eða
mánuði síðar, var búið að snúa tímatalinu við og öll hans óhöpp sögð
hafa gerst eftir að hann flutti steininn. Þannig var álfasagan hreinn tilbún-
ingur og menn hafa skemmt sér við að laga hana til og gera hana skraut-
legri. Ef allar álfasögur verða til með þessum hætti, gef ég ekki mikið fýr-
ir álfasögur."23
Alfar og þjóðminjavarslan
Trúin á huldufólk og álfa er jafngömul þjóðinni og ekki útdauð enn.
Dæmi eru um að gerð séu kort af álfabyggðum og sjáendur kvaddir til
áður en ráðist er í bygginga- eða vegaframkvæmdir til þess annað hvort
að ganga úr skugga um hvort jarðbúar sitji í fleti fyrir eða hvort unnt sé
að ná samningum við þá um raskið, sem af framkvæmdunum hlýst.
Ekki er fátítt að álfasögur verði til, þegar stórvirkar vinnuvélar bila eða
virðast ekki vinna á steinum og klettum. Gott dæmi um það er álfhóllinn
við Alfhólsveg í Kópavogi.Var vegurinn fremur látinn sveigja fram hjá
hólnum en að hann yrði fjarlægður. Vegagerðin hefur enda ítrekað á
undanförnum áratugum verið vöruð við að raska ákveðnum blettum
vegna álagatrúar og reynt að taka tillit til þess.
Staðir tengdir þjóðtrú, þar á meðal ætluð híbýli álfa, voru ekki sérstak-
lega verndaðir með lögurn fyrr en árið 1990 að ný þjóðminjalög tóku
gildi.Tilgangur þeirra er að tryggja eins og best verður á kosið varðveislu
menningarsögulegra minja þjóðarinnar,24 þar á meðal fornleifa. I 16. grein
laganna eru fornleifar skilgreindar sem „hvers kyns leifar fornra mann-
virkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk
eru á“ og eru nefnd dæmi í mörgum liðum. Alfasteinar falla undir f lið,
þótt yfirleitt séu engin mannaverk á þeirn: „álagablettir og aðrir staðir og
kennileiti sem tengjast siðurn, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“ Segir
áfram að allajafna skuli telja minjar 100 ára og eldri til fornleifa, en heim-