Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 155
GRASTEINN I GRAFARHOLTI
159
Sjónvarpsfólk við tökur hjá Grásteini vegna þáttar, sem sýndur var á þrettánda degi jóla árið
1999. Hoift í NA. (LjósmyndtVegagerðin).
Heimildarmenn greinir raunar á um hvort Grásteinn hafi verið talinn
álfasteinn. Abúendur í Grafarholti og annað staðkunnugt fólk hafði aldrei
heyrt á það minnst, fyrr en framkvæmdir hófust við Vesturlandsveg, að
álfar ættu heima í steininum. Björn Bjarnarson, bóndi í Gröf (síðar Graf-
arholti), alþekktur fræðasjór, skráði 320 örnefni á jörð sinni snemma á
öldinni. Skrá hans er svo ítarleg að telja má líklegt ef ekki öruggt að
hann hefði látið fylgja athugasemd um Grástein, væri því trúað að í hon-
um byggju álfar.30 En því er ekki til að dreifa.
Nokkrir vegavinnumenn og sjáendur á þeirra vegum þóttust hins veg-
ar verða varir við álfana í steininum. Og aðrir, sem töldu sig vita að hann
væri álagasteinn, þ.e. Halldór Laxness, skáld, og Jóel Jóelsson, bóndi,
heyrðu söguna um hann í sambandi við vegagerðina árin 1970 og 1971,
enda var hún þá sögð í víðlesnu dagblaði.
Heimildakönnun bendir eindregið til þess að álfasögur hafi ekki verið
tengdar Grásteini fyrr en í lok árs 1970. Af því leiðir að Grásteinn getur
hvorki talist til fornleifa fyrr en í fyrsta lagi árið 2070, — þegar álagatrú á
steininn á sér að minnsta kosti aldarlanga sögu — , né heyrt undir þjóð-
minjavörsluna í landinu, nema hann verði friðlýstur skv. 16. og 18. gr.
þj óðminj alaganna.
Vert er að hafa í liuga að skrá Þjóðminjasafns Islands um friðlýstar
fornleifar er af nokkuð öðrum toga og þjónar að ýmsu leyti öðrum til-