Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Side 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gangi en fornleifaskráning sama safns og Fornleifaskrá Reykjavíkur, sem
Arbæjarsafn gaf út, þótt hún heiti fornleifaskrá, bæði í eldri gerðum
þjóðminjalaganna31 og við fyrstu, og fram á þennan dag einu, útgáfuna á
henni árið 1990.32Valda þessi líku heiti á skránum hæglega misskilningi.
Verður fornleifaskrá Þjóðminjasafnsins um friðlýstar minjar hér eftir
nefnd friðlýsingarskrá til aðgreiningar.
Skrár safnanna um fornleifar eru upplýsingabrunnur, sem nýtist bæði
við fornleifarannsóknir og skipulagsgerð, en minjar í þeim verða ekki
sjálfkrafa friðaðar við það að vera teknar upp í skrárnar, líkt og við á um
minjar á friðlýsingarskránni. Þær njóta sérstöðu. A t.a.m. að þinglýsa frið-
lýsingunni sem kvöð á landareign þá sem í hlut á.33
Minjar í Fornleifaskrá Reykjavíkur hafa fæstar verið friðlýstar, en séu
þær 100 ára eða eldri njóta þær almennrar verndar þjóðminjalaganna.34
Yngri minjar, sem ekki hafa verið sérstaklega friðlýstar, eiga sér ekki skjól
í þjóðminjalögum, og skiptir engu þótt þær hafi ratað inn í Fornleifaskrá
Reykjavíkur eða fornleifaskráningu Þjóðminjasafnsins.35
Dæmi eru um að minjar frá seinni heimsstyrjöld og iðnminjar frá fýrri
helmingi þessarar aldar hafi verið skráðar við fornleifaskráningu til þess
að auðvelda skipulagsyfirvöldum og landeigendum að taka ákvarðanir
um þær og jafnvel varðveita til seinni tíma, þótt þær séu of ungar til þess
að vera verndaðar í þjóðminjalögum. M.a. af þeim sökum er ávallt nauð-
synlegt að meta sjálfstætt minjarnar í þeim skrám, þegar kemur frarn krafa
um að hrófla við þeim.
Var þá rétt að skrá Grástein?
Sjálfsagt þykir orðið að skrá og varðveita upplýsingar um staði og
kennileiti sem tengjast menningu og atvinnuvegum ekki síður en minjar
gerðar af manna höndum. Með setningu þjóðminjalaganna nr. 88/1989
var beinlínis hnykkt á því að slíka staði skyldi fara með sem fornleifar
væru. Hér skarast svið fornleifafræðinnar við svið þjóðháttafræði, sagn-
fræði og örnefnafræði.
Eðlilegt er að láta huglægar minjar lúta sömu lögmálum og hlutstæðar
minjar. Að jafnaði er því ekki ráðlegt að færa í minjaskrár upplýsingar
um álagabletti o.þ.h. sem eru nýlega til orðnir og eru jafnvel reistar á
hughrifum atvinnusjáenda.
Niðurstöður
Grásteinn í Grafarholti hefur frá ómunatíð verið áberandi kennileiti í
landslaginu, en ekkert bendir til að hann hafi tengst trú á álfa fyrr en í
seinni tíð. Engar sagnir eru þekktar um hann eldri en 30 ára.