Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 157
GRÁSTEINN í GRAFARHOLTl
161
Steinninn stendur ekki á upphaflegum stað, en hefur verið færður,
a.m.k. tvisvar, við lagningu Vesturlandsvegar árin 1970 og 1971. Bjargið
er talið vera um 50 tonn að þyngd, en þegar því var bylt klofnaði það,
trúlega um frostsprungu, og er það nú í tveimur hlutum, sem hvíla hlið
við hlið á hlaðinni undirstöðu innan girðingar skannnt frá veginum. Ef
marka má frásögn Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis, hefur þeim verið
hvolft.
Alagatrú á Grástein er samkvæmt athugun höfundar yngri en 100 ára.
Verður því ekki séð að hann njóti verndar þjóðminjalaga né heyri undir
þjóðminjavörsluna, fremur en allar þær álfabyggðir sem sum bæjarfélög
hafa látið merkja inn á kort eftir tilsögn svonefndra sjáenda. Þegar af
þeirri ástæðu er miklum vafa bundið hvort borið hafi að skrá Grástein
við fornleifaskráningu Þjóðminjasafns Islands árið 1983. Tilurð álfa-
steina/álagabletta í samtíma er í raun rannsóknarefni fyrir aðrar fræði-
greinar en fornleifafræði.
Rækilegri könnun á sögu steinsins í upphafi eða þegar Fornleifaskrá
Reykjavíkur var gefin út árið 1995 hefði væntanlega strax sýnt hvers
kyns var. Hefði legið beinast við að leggja frásagnir ábúenda í Grafarholti
til grundvallar, sem rengdu söguna um álfa í steininum staðfastlega, frem-
ur en þeirra heimildarmanna, sem bjuggu söguna til eða heyrðu hana í
sambandi við vegavinnuna 1970.
Virðist sem þjóðminjavörsluna skorti bæði rök og lagastoð til að
standa í vegi fyrir því aðVegagerðin færi steininn á nýjan leik.
Er það álit höfundar að Grástein beri að taka af skrám um fornleifar
sem og aðra álagabletti/álfasteina sem orðið hafa til á þessari öld. Engin
hætta er á að Grásteinn falli í gleymsku fyrir því. Hans er getið í ör-
nefnaskrá, þar sem hann á heima. Þjóðfræðingar geta svo fylgst með því
hvaða sögur verða til, þegar steinninn verður fluttur næst, og hvernig þær
verða til.
Málið er athyglisvert og vekur til umhugsunar unr hvort skilgreining
þjóðminjalaganna á fornleifum geti verið of víðtæk og hvort ekki sé
brýnt að móta samræmda stefnu um skráningu á fornleifum og þá ekki
síst svonefndum „huglægum fornleifum“. Eins er vert að velta fyrir sér
hvaða sess yngri minjar eiga að hafa í slíkum skrám, t.d. hernaðarmann-
virki úr seinni heimsstyrjöld.
Brýnt er að eyða allri óvissu, sem ríkir um þessi efni, og átti þátt í að
Grásteinn var verndaður á vafasömum forsendum.