Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 162
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
framleidd á síðari hluta 16. aldar í Oberode.6 Það eru eingöngu ílát til að
skenkja úr drykki og til að drekka úr, sem skreytt eru með þessum hætti.
Þær gerðir íláta sem vitað er að voru gerðar í Oberode eru háar uppmjó-
ar könnur, svonefndar „Schnellen" sem einkurn var drukkinn úr bjór,
bjöllulaga bikarar á mjóum fæti og litlar krúsir með trektlaga háls.7
Ekki er að svo stöddu hægt að svara því hvernig umrædd leirker bár-
ust alla leið til Islands. Þau kunna að hafa borist með kaupmönnum, ef til
vill urn Bergen, þar sem einnig hafa fundist brot af þessari gerð. A Islandi
hafa einnig fundist aðrar gerðir leirkera sem framleidd voru í verkstæð-
um á svæðinu kringum fljótin Werra ogWeser, og eru frekari vísbending
um samband milli suðurliluta Neðra-Saxlands og Islands. Brot úr leirílát-
um og borðbúnaði af gerðum sem kenndar eru við Werra og Weser og
eru frá 17. öld hafa t.d. fundist í Arnarhólströðum í Reykjavík og í Skál-
holti.8 Diskar og skálar af þessum gerðum voru eftirsótt á 17. öld og voru
jafnvel flutt út til Norður-Ameríku.'’
Brotin nítján frá Stóruborg eru úr bæjarhúsum sem líklega hafa verið í
notkun á 17. og fram á 18. öld (húsin bera núnrerin 7, 9,14 og 15). Brot-
in tvö úr Reykjavík fundust í lagi sem ekki verður tímasett nákvæmlega,
en telja má að hafi myndast milli loka 16. aldar og enda 18. aldar.10 Brotin
frá Stóruborg eru að minnsta kosti úr tveimur ílátum. Líklegast er að
annað hafi verið uppmjó öl-
kanna (á þýsku Schnelle) og
hitt lítil kanna. Ef til vill hafa
ílátin borist til Stóruborgar sem
hlutar úr samstæðu. Könnur af
þessari gerð hafa ekki fundist
enn í Oberode, en það liggur
beint við að álykta að þær hafi
líka verið framleiddar þar. Ol-
kannan frá Stóruborg er úr
rauðbrenndum leir og á henni
er skærgrænn glerungur að
innan og utan. Leirinn í könn-
unni hefur gráan lit og yfir í
i.mynd. Framleiðslustaður leirkera
þeirra semjjallað er um í greininni og
Jundarstaðir þcirra á Islandi.