Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 167
171
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
RÍKISKONUR AF RÁÐNUM HUG
Hugleiðingar um bókina:
Jenny Jochens: Women in Old Norse Society. Cornell University Press, It-
haca and London 1995.
Jenny Jochens er prófessor í sögu við Towson háskóla í Baltimore. Frá því
um 1980 hefir hún skrifað fjölda greina um stöðu og ímynd kvenna í ljósi
norrænna miðaldarita. Árið 1995 kom út fyrsta bók hennar hjá Cornell
University Press, Women in Old Norse Society, og næsta ár lét hún aðra
fylgja eftir,Old Norse Images ofWomen, útgefin af PENN, University of
Pennsylvania Press í Philadelphia. Samanlagt eru bækurnar nær sex hund-
ruð blaðsíður að meðtöldum heimilda- og nafnaskrám.Til bókanna hefir
Jenny Jochens notað mikið af efni sem hún hafði áður dregið saman og
birt á víð og dreif í greinum. Allt snertir það náið íslenska menningar- og
félagssögu miðalda, en furðu lítið hefir farið fyrir bókunum í ritfregna-
dálkum íslenskra menningartímarita. Til stóð að eftirfarandi umsögn um
fyrri bók Jenny Jochens, Women in Old Norse Society, yrði birt í 4. hefti
tímaritsins Skáldskaparmál sem út kom 1997, en varð þá einhvernveginn af
lestinni. Þótt tímakorn sé liðið síðan bókin kom út og umsögnin var
skrifuð, er þó enn tilefni til að geta um þessa bók á vettvangi sem lætur
sig varða íslenska menningarsögu. Bókin er enn á markaði og viðbúið að
hún verði um hríð áhugasömum lesendum hins enskumælandi heims
dijúgur vegvísir um lendur íslenskrar miðaldamenningar.
I bókinni Women in Old Norse Society leitast höfundur við að láta ís-
lensk fornrit endurspegla veru kvenna í hinu germanskættaða norðri.
Konur eru lesnar úr íslenskum fornritum og elstu varðveittu norskum
lögunr, einangraðar frá öðrum fyrirbærum veraldarinnar og varpað í bók
sem verður einskonar kvenskuggsjá úr norrænu miðaldasamfélagi. Aðferð
höfundar er í samrænh við ríkjandi viðhorf í litlum heimi norrænna
fræða á nútíma þar sem skipst er á orðum í ræðu og riti á mörkum al-