Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 171
RIKISKONUR AF RAÐNUM HUG
175
Ekki fer hjá því að stundum verði vart við misskilning eða vanþekk-
ingu sem má skýra með ókunnugleika bókarhöfundar á íslenskri tungu,
sögu, landsháttum eða atvinnuvegum og ýmsu sem landsmenn hafa skrif-
að um efni skyld meginþráðum bókarinnar. Smávægilegar skekkjur má
nefna. A einum stað segir að Jón Arason Hólabiskup hafi átt fjögur þekkt
börn (bls. 31). Rétt er að sex börn þeirra Helgu Sigurðardóttur fýlgikonu
hans voru löglega leidd í arf og urðu flest kynsæl eftir því sem segir í rit-
uðum ættartölum frá 17. öld og eru því enn þjóðkunn. A öðrum stað
hefir víxlast tign þeirra Arna Þorlákssonar Skálholtsbiskups ogjóns rauða
erkibiskups (bls. 46) og annarstaðar situr Bolli á tali við Ingibjörgu kon-
ungssystur þar sem vera ætti Kjartan (bls. 69). Um læknislist Hrafns
Sveinbjarnarsonar (bls. 66) hefði höfundur mátt vísa í bestu rannsókn
sem gerð hefir verið á því viðfangsefni sem er í inngangi Guðrúnar P.
Helgadóttur fýrir útgáfu hennar á Hrafns sögu Svewbjamarsonar (Oxford
1987). Guðrún rekur þar ítarlega hliðstæð dæmi í erlendum lækninga-
bókum frá miðöldum um líkt tilfelli og læknislist Hrafns á Eyri beindist
að (bls. civ-cvii). Finna má og að því að höfundur kemur sér upp eigin
skammstafanakerfi fornrita í stað þess sem beinast lægi við að nota hið
ágæta skammstafanakerfi í markaskrá ONP, Ordbog over det norrone prosa-
sprog. Registre (Kobenhavn 1989).
Bókarhöfundur greinir svo frá að fram á öndverða 20. öld hafi landbú-
skapur verið talinn háleitasti atvinnuvegur á Islandi en sjósókn umborin í
þögn og fýrirlitin þótt verið hafi jafn nauðsynleg efnahag landsmanna og
kvenmannsverk. Um þetta atriði vísar höfundur nákvæmast til haldlítilla
skoðana danska mannfræðingsins Kirsten Hastrup (bls. 128 með athuga-
grein 77, bls. 220). Lífsviðurværi Islendinga á liðum öldum byggðist jöfn-
um höndum á landbúnaði og sjósókn, en helsta útflutningsvara Islend-
inga frá því um 1300 var skreið sem þá tók við af vaðmáli einsog
höfundur tekur réttilega fram (bls. 150). Utróðrarmenn tilheyrðu hins-
vegar ekki þeirri höfðingjastétt sem hæst ber í fornsögum, þó kemur
mikilvægi sjósóknar gjörla fram í sögum þótt hér verði ekki talið, enn-
fremur í þúsundum annálagreina og sæg af skjölum, ótal orðum og orð-
tökum íslenskrar tungu og örnefnum og hrófum á sjávarbökkum um-
hverfis landið. Lúðvík Kristjánsson safnaði vitnisburðum um sjósókn
Islendinga í funm binda stórvirki sem kom út á árunum 1980-1986
undir nafninu Islenzkir sjávarhœttir. Jenny Jochens vitnar hvorki til þessa
rits né telur það í heimildaskrá. Það villir líklega erlenda fræðimenn, að
þegar augu framsækinna Islendinga opnuðust fýrir þeim arði sem hægt
var að ná með mannafla við sjósókn á stórvirkum fiskiskipum og með