Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 178
182
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Safnið lánaði altarisbrík og hökul á sýninguna um Margréti I. drottn-
ingu, sem opnuð var í Kaupmannahöfn 16. janúar til að minnast stofnun-
ar Kalmarsambandsins 1497, þangað var einnig lánaður rúnasteinn úr
Gilsbakkakirkjugarði. Voru þjóðminjavörður og safnstjóri viðstödd opn-
unarathöfnina.
Endurnýjuð var sýning í kjallara Skálholtsdómkirkju og lánaði safnið
þangað brot úr miðaldagluggum kirkjunnar.
Gamall veghefill, frá um 1927-1930 sem safnið hafði gert upp, var lán-
aðurVegagerðinni á sýningu.
Skráning og umönnun safngripa
Frosti Jóhannsson var ráðinn í hálft starf til að tölvuskrá safngripi eftir
eldri skráningu og tók við þar sem fýrirtækið Skeggi lauk skráningu fýrir
nokkrum misserum. Vann hann í safninu framan af til 1. ágúst, fór þá til
Bretlands og vann síðan verkið þaðan í fjarvinnslu.Vann hann fýrir fram-
lag úr hjóðhátíðarsjóði.
Mannabeinasafnið var nú skráð nákvæmlega vegna sýnatöku á vegum
Islenzkrar erfðagreiningar og rannsóknarverkefnis dr. Margrétar Her-
manns-Auðardóttur um aldur byggðar við Norður-Atlantshaf. Voru
beinin flutt um stundarsakir úr safninu og þangað sem hentugra var að
rannsaka þau.
Lilja Arnadóttir fór í framhaldi af ferð til Oslóar í nóvember til Stokk-
liólms á fund í Nordiska Museet um samtímaminjar og til að kynnast
skráningarmálum safna.
Stofnað var til samvinnu um viðgerð fýrsta bíls forsetaembættisins,
Packard frá 1942, sem safnið fékk fýrir nokkrum árum úr dánarbúi Gísla
Hannessonar í Hafnarfirði. Standa safnið, Bílgreinasambandið og forseta-
embættið að viðgerðinni og áformað er að bíllinn verði tilbúinn árið
2000 og verði notuð sem forsetabifreið við einstöku hátíðleg tækifæri, en
einkum varðveizlugripur. Var þetta áform kynnt á aðalfundi Bílgreina-
sambandsins 19. apríl.
Margrét Gísladóttir forvarði að hluta rekkjurefil, Þjms. 615, tók af
gamlar bætur, hreinsaði og styrkti. Þá hreinsaði hún og gekk frá taubút-
um frá Stóru-Borg, hreinsaði söðuláklæði úr sýningum safnsins, gerði við
altarisklæði í Þingvallakirkju og altarisklæði og hökul í Mýrakirkju í
Dýrafirði. Einnig hreinsaði hún samfellubúning úr safninu á Reykjum.
Hún skráði textíla frá Elsu E. Guðjónsson og Þór Guðjónssyni og aðra
textíla, sem bárust til safnsins 1997, vann einnig að tæmingu sýningarsala
vegna viðgerðar og að sérsýningum safnsins, bæði uppsetningu og niður-