Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Side 180
184
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Safnauki
Færðar voru 44 færslur muna í aðfangabók safnsins. Meðal gripa sem
bárust má nefna þessa: Hurðarlykil frá timburhúsi í Stóra-Armóti, sem
reist var úr viðum Skálholtskirkju er rifin var 1802, gef. ÞórðurTómas-
son, Skógum, Jjöl með fornum skurði af „Möðrufellsgerð”, fundin á
Rauðhúsum í Eyjafirði eins og fjalirnar sem fundust þar 1995, gef. Jó-
hannes Sigtryggsson, Sandhólum, vindhanaspjald með fangamörkum Olafs
Guðmundssonar í Bár í Eyrarsveit og Guðrúnar Oddsdóttur konu hans
og ártali 1845, gef. Olafur Guðmundsson, Reykjavík, rúmjjöl frá 1819,
gef. Sverrir Sigurðsson, Seltjarnarnesi, sjónabók, gef. Júlíana Guðrún
Kristinsdóttir, Flateyri, áhöld, verkfœri og úrahlutir af úrsmíðaverkstæði Sig-
uijóns Egilssonar, gef. erfmgjar hans, silfurnælu eftir Ebenezer Guðmunds-
son gullsmið á Eyrarbakka (keypt), innsigli Skúla Magnússonar landfógeta
(keypt, að mestu fyrir samskotafé).
Stafsemi einstakra deilda
Bókasafn
Það var tölvutengt á árinu í Internet-kerfið og jukust fýrirspurnir mjög í
kjölfar þess. Bókavörður er í 75% starfi. Nýskráningar bóka voru 366, þar
af um fimmtungur úr gjöf Þorvaldar Þórarinssonar og Fríðu Rnudsen. I
bókasafninu eru nú um 12.000 bindi, en fyrirséð er að pakka þurfi niður
ýmsum ritum um fjarlæg efni sem eru nánast aldrei notuð. Tímarit eru
um 220, langflest skiptarit fýrir Arbók Fornleifafélagsins og önnur rit
safnsins. Skiptafélagar eru nú 165, en vafasamt er hvort halda eigi uppi
skiptum við ýrnsar stofnanir fjarlægra ríkja sem gefa út rit um alls óskyld
efni menningarsögu okkar og á málum sem fáir geta lesið, enda þarf nú
mjög að spara rúm í bókasafninu.
Elsa E. Guðjónsson og Þór Guðjónsson færðu safninu margar ferðabæk-
ur og bœkur um leikföng. Að auki gaf Inga Lára Baldvinsdóttir bækur um
fornleifafræði og að auki þá safnið bækur að gjöf frá mörgum einstakling-
um og stofnunum, mest erlendum.
Skráð útlán til starfsmanna voru 472, en dagleg notkun bóka er þar að
auki mikil. Fengin voru 24 og veitt 55 millisafnalán. Láta mun nærri að
um 90 manns auk starfsmanna noti bókasafnið á mánuði. Nokkuð var
skráð af eldri ritum í Gegni.
Bókfræðinemar höfðu fasta vinnuaðstöðu í safninu vegna verkefnis á
fræðasviði safnsins, og nemendur Háskólans höfðu þar oft tímabundna
viðveru.