Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 182
186
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ingaskrám um náttúruhamfarir (140 svör) og lokið við 635 svör efni
óháð spurningaskrám.
A árinu var send spurningaskrá nr. 92, um tóbakshœtti og einnig var
sent úrtak úr skrá um náttúruhamfarir, með styrk frá Ofanflóðasjóði, og
aukaspurning um kraftaverk. Þá var sent út spurningablað til veitinga-
manna og ferðaþjónustubænda um not þeirra af þjóðlegum matarhefðum,
og var hún send í samráði við aðra.
Alls voru skráð 285 ný heimildanúmer í aðfangabók á árinu.
Deildarstjóri vann að ritgerðum um matarhætti, sem birtast eiga á ár-
inu 1998. Þá sótti Hallgerður ársfund „The European Network of
Ethnography“ (NET) , en Menntamálaráðuneytið tilnefndi hana fulltrúa
Islands í þeim samtökum, flutti hún þar erindi: „Ethnology in Museums
in Iceland“ sem verður prentað. Þá sótti hún þing á Kirkjubæjarklaustri
vegna opnunar Kirkjubæjarstofu og flutti fyrirlestur um skaftfellska matar-
hœtti, einnig hélt hún erindi á Söguþingi. Þá átti hún viðtöl við heimild-
armenn í Suður-Múlasýslu og styrktiVísindasjóður þá ferð.
Forttleifadeild
Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur var nú í fullu starfi við deild-
ina allt árið og Ragnheiður Traustadóttir í hlutastarfi. Bjarni Einarsson
vann fram til miðs árs að undirbúningi fornleifaskráningar.
Sigurður, Ragnheiður og Garðar Guðmundsson rannsökuðu ætlað
kunfl á Rauðasandi. Ekki fannst þó kumlbúi né haugfé, hins vegar virtist
svo sem hér gæti verið heiðin gröf sem bein hefðu síðar verið fjarlægð
úr, Kklegast þá færð í kirkjugarð.
Þau Sigurður og Ragnheiður hófu forrannsókn í Neðra-Ási í Hjalta-
dal, þar sem kallað er „Bænhúsið“ og komið höfðu fyrr í ljós bein í
kirkjugarði. Hér er talið að staðið hafi kirkja Þorvaldar Spak-Böðvars-
sonar, sem reist var 15 vetrum eða 16 fýrir kristnitöku. Fundust þar
byggingarleifar og var ákveðið að stefna að fullnaðarrannsókn.
Guðrún Sveinbjarnardóttir kannaði nokkuð göngin í Reykholti vegna
fyrirhugaðrar heildarrannsóknar þeirra og bæjarstæðisins forna.
Bjarni Einarsson hélt námskeið í fornleifaskráningu í Skógum 18.-20.
apríl og sóttu það 11 manns úr héraðinu.
Talsvert var unnið að varanlegri varðveislu gamalla legsteina í kirkju-
görðum, bæði gamalla íslenzkra steina og hinna skrauthöggnu stóru er-
lendu steinhellna sem víða er að finna og rnargar eru nú að skemmast.
Fékkst nokkur styrkur frá UNESCO til verksins. Sums staðar er unnt að
koma merkum steinum inn í kirkjur eða safnaðarheimili, þar sem þeir