Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Side 185
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS
189
lögð af sem sóknarkirkja er sóknin var nánast eydd. Kirkjan var nú
tjörguð utan og snyrt nokkuð en bíður þó fullnaðarviðgerðar. Þá var sett
upp altaristafla í kirkjunni sem Sveinn hafði málað og óskað að fá að gefa
þangað.
Nefna má hér að ákveðið er að endurreisa eftirlíkingu fornaldarskála
og eftirlíkingu Þjóðhildarkirkju í Brattalilíð á Grænlandi. Voru Guð-
mundur Olafsson deildarstjóri og Hjörleifur Stefansson minjastjóri
fengirir til ráðuneytis um það mál.
Þá má og nefna, þótt ekki falli undir Þjóðminjasafnið, að 14. júní var
opnaður nýbyggður bær á Hrafhseyri, byggður þar sem bær sr. Sigurðar
Jónssonar stóð og Jón Sigurðsson fæddist í. Hafðar voru til hliðsjónar út-
tektir og gandar lýsingar bæjarins, en í ýmsu mun hann þó frábrugðinn.
Drög voru lögð að skipulagi áVíðimýri, Hólum í Hjaltadal og í Lauf-
ási, en ljóst er að mjög þarf að bæta um aðkomu, bílastæði og annað sem
að gestum snýr, enda verða kröfur æ meiri og ferðamönnum fjölgar
stöðugt á þessum stöðum.
Rannsóknarstaða Kristjáns Eldjárns
Garðar Guðmundsson vann í stöðunni sem og árið áður við rannsóknir á
jurtaleifum í fornum mannnavistum.
Sjóminjasafn
Þangað komu 5.285 gestir, jókst talsvert frá fyrra ári og fjölgaði erlendum
gestum mest svo og skólanemum. Bæklingi safnsins var dreift á söfn, hót-
el og upplýsingamiðstöðvar ferðamanna.
Sýndar voru heimildakvikmyndir í safninu um íslenzkan sjávarútveg
og myndirnar Islands þúsund ár og Verstöðin Island.
Engeyjarskipið var lánað á norræna bátasýningu í Svíþjóð, sem áætlað
er að verði farandsýning urn borð í skipi og fari víða um Norðurlönd.
Eimskipafélag Islands flutti bátinn ókeypis í gámi og Menntamálaráðu-
neytið veitti fjársty'rk til sýningarinnar.
Þriðja hæð safnhússins, Bryde-pakkhúss, var nú tekin á ný undir sýn-
ingar. Sérsýning var á sjávarháttamyndum Bjarna Jónssonar.
Deildarstjóri safnsins athugaði víða varðveizlu gamalla báta úti um
landið.
Fundur var haldinn með menningarmálanefnd Hafnarfjarðar 6. febrúar
um framtíðarmál Sjóminjasafnsins, en Hafnarfjarðarbær hefur vilja til að
fá Bryde-pakkhúsið handa byggðasafni sínu. Forndegur leigusamningur
unr húsið er útrunninn, en hins vegar átti Þjóðndnjasafnið drýgstan þátt í