Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 186
190
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að húsinu var bjargað á sínum tíma, kostaði viðgerð þess að verulegu
leyti og á þar því óumdeildan verurétt.
Gamall lóðsbátur Hafnarfjarðarhafnar, Þróttur sem í eina tíð var drátt-
arbátur Kol og salt, var fluttur á geymslusvæðið íVesturvör í Kópavogi 1.
marz. Báturinn er eign Hafnarfjarðarhafnar.
Smíðaðir voru lifrarkassar og plittar í hákarlaskipið Ofeig á Reykjum,
svo sem nánar segir í skýrslu um safnið þar, eri Þjóðminjasafnið á skipið.
Nesstofusafn
Aðsókn að safninu jókst nokkuð frá árinu áður.Talsvert var skráð af safn-
gripurn. Meðal þess senr barst var spjaldskrársafn Jóns próf. Steffensens frá
rannsóknarstofu hans og áhöld úr eigu læknanna Jóns Hjaltalíns, Gríms
Jónssonar og Arna Vilhjálmssonar. Settir voru upp sýningarkassar í húsi
Tryggingarstofunar ríkisins og Heilsugæzlustöðvarinnar á Seltjarnarnesi,
safnið lagði einnig til sýningar í anddyri Landspítalans vegna 100 ára af-
mælis Níels Dungals prófessors og 80 ára afinælis Rannsóknarstofu spít-
alans. Þá lánaði það gripi í ýmsa staði.
15. ágúst voru sýndar í forsal Þjóðminjasafnsins tillögur að nýju húsi
Lækningaminjasafns við Nesstofu og kynntar niðurstöður dómnefndar.
Fyrstu verðlaun hlutu Sólveig Berg Björnsdóttir og Asdís H. Agústsdóttir
arkitektar.
Tannlæknafélagið gaf 500 þús. kr. til byggingar safnhússins.
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns
Gestir í safninu voru 206 á árinu og hafði fækkað nokkuð frá því næstu
ár á undan. Kann það að stafa af því að hætt var að hafa sýninguna opna
sérstaklega á sunnudögum, en sýningarsalur er nú opinn alla daga á skrif-
stofutíma og utan þess tírna fyrir hópa ef urn er beðið.
Safnauki er um 250-300 færslur í aðfangabók, mest kemur í reglu-
bundnum skiptum nýrra peninga við seðlabanka í ýmsum viðskiptalönd-
um. Má þó geta hér að ágætt safn af gænlenzkum gjaldmiðli hefur aukizt
að mun á síðustu árum. Þá hefur bókakostur safnsins um myntfræði verið
aukinn nokkuð.
Safnið annast að jafnaði litla sýningu í afgreiðslusal Seðlabankans við
Arnarhól.
Gefið var út ritið Opinber gjaldmiðill í 220 ár eftir Anton Holt og Frey
Jóhannesson. Þar er greint frá útgáfu og auðkennum allra seðla og myntar
sem orðið hefur löggiltur gjaldmiðill á Islandi. Ritið er hið þriðja í röð-
inni Myntrit.