Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 187
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS
191
Húsafriðunarnefnd
Húsafriðunarnefnd úthlutaði á árinu alls 45.895 þús. kr. úr Húsafriðunar-
sjóði. Veittar voru 4.900 þús. til 13 friðaðra húsa, kr. 10.150 þús. til 32
friðaðra kirkna, kr. 1.350 þús. til 5 húsa á safnasvæðum, 475 þús. kr. til 3
rannsóknarverkefna og kr. 1.850 þús. kr. til 4 húsakannana. Til annarra
verkefna, þ.e. viðgerðar gamalla húsa yfirleitt, voru veittar kr. 27.170 þús
kr.
Hæstu styrki fengu Gudmans Minde (gamla sjúkrahúsið) á Akureyri,
Hlaðvarpinn,Vesturgötu 3, Reykjavík, Eyjólfspakkhús í Flatey, Edinborg-
arhúsið á Isafirði,Villa-Nova á Sauðárkróki, Engros, Hafnargata 37, Seyð-
isfirði, 1.100 þús. kr. hvert.
Fornleifanefnd
Fornleifanefnd hélt 10 fundi á árinu þar sem fjallað var um margvísleg
mál viðvíkjandi fornleifarannsóknum og fornleifavernd. Nefndin veitti
leyfi til rannsókna á Geirsstöðum í Hróarstungu, Eiríksstöðum í Hauka-
dal, Hofstöðum í Mývatnssveit, Reykholti og Breiðabólstað í Reykholts-
dal, Hálsi í Hálsasveit, Neðra-Asi í Hjaltadal og á Keldum, einnig leyfi til
sýnatöku.
Annað
Arlegur Farskóli safnmanna var haldinn að Reykjum í Hrútafirði í
tengslum við safnið þar 4.-7. september og þá farin kynnisferð um ná-
grennið og á Strandir. Sóttu flestir starfsmenn safnsins skólann.
Starfsmenn sóttu margvísleg námskeið, þing og ráðstefnur. Má sérstak-
lega nefna námskeið um forvörzlu, á vegum Félags norrænna forvarða
27.-29. október.
Safnið stóð ásamt öðrum fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir starf-
andi grunnskólakennara, Minjar og safnketmsla, 23.-27. júní og fór það að
mestu fram í safninu.
11.-12. ágúst var haldin ráðstefna á Laugarvatni og í Reykjavík um
Heimsminjaskrána sem svo er nefnd (World Heritage List, verndunarskrá
um menningar- og náttúruminjar heimsins). Komu þangað nokkrir er-
lendir gestir, þar á meðal Bendt von Droste yfirmaður skrifstofu World
Heritage Centre í París. Fluttar voru greinargerðir og síðan voru umræð-
ur um Heimsminjaskrána. Fundarmennn fóru að Gullfossi og Geysi og
til Þingvalla og síðan að Reykholti, en hingvellir og Snorralaug eru
meðal þeirra staða sem Island hugðist tilnefna á Heimsminjaskrána.
Þjóðminjavörður fór sérstaklega með dr. Henry Cleere frá ICOMOS