Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 189
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS
193
Frá byggðasöfnunum 1997
Árbæjarsafn. Gestir safnsins voru 34.000, auk 8.693 skólanema.
Húsið sem fyrr stóð að Lækjargötu 4 og tíðast er kennt við Þorlák O.John-
son kaupmann, var endursmíðað að fullu og lýst opið 1. júní. Þá var opnuð þar
sýningin Reykjavík, - Ijósmyndir og Ijóð. Að auki voru sýningar í öðrum húsum
safnsins, Klukkan tifar og Fyrr var oft l koti kátt. Safnið sá um prentsýningu í ráðhúsi
Reykjavíkur. Þá gaf safnið út geisladisk og bókina Gullkista þvottakvenna.
Lækjargata 4 var stórhýsi síns tíma og er nú endurreist sem næst í því formi
sem það hafði um 1890, en húsið hafði verið stækkað og miklu breytt í því á
löngum tíma.Við flutning þess til safnsins 1988 hrundi það af flutningavagni og
skemmdist mjög, þurfti því meira að endurnýja en ella.
Skrifstofur safnsins voru fluttar úr fjórum húsum í ganrla prófessorshúsið frá
Kleppi. Þangað var einnig flutt bókasafnið og er starfsaðstaða þar öll hin prýði-
legasta. Samin var handbók fyrir starfsfólk.
Safnið stóð fýrir rannsókn rústar hjá Korpúlfsstöðum og rannsókn í sambandi
við viðgerð Stjórnarráðshússins og hafði eftirlit með framkvæmdum þar. Það
annast einnig fornleifaeftirlit og skráningu fornleifa í borgarlandi Reykjavíkur,
voru skráðar fornleifar í landi Hvamms og Hvammsvíkur í Kjós, sem Hitaveita
Reykjavíkur á nú, svo og í Hengli og Grafningi í landi borgarinnar þar. Annaðist
Fornleifastofnun Islands hana.
Safnið kannaði byggðina í Teigahverfi vegna deiliskipulags, veitti ráðgjöf
vegna bygginga í eigu borgarinnar og haldið var áfram tölvuskráningu húsaskrár
Reykjavíkur. Safnið gefur einnig umsögn urn umsóknir í Húsverndarsjóð
Reykjavíkur.
Við könnun á viðhorfi gesta til safnsins kom í ljós að yfir 90% voru ánægðir
með komuna í safnið og vildu mæla með því við aðra.
Margvíslegir safnmunir bárust, má nefna hluti frá úrsmíðum er tengdust sýn-
ingu vegna 70 ára afmælis Ursmiðafélags Islands, leikföng og klæðnaðitr, einnig
Borgundarhólmsklukka.
I Byggðasafn Akraness og nærsveita komu 5.330 gestir, sem er nokkur
fækkun og stafar af færri erlendum ferðamannahópum, en erlendir gestir eru
ævinlega í meirihluta.
Safnið stóð fýrir sýningu í tilefni 50 ára afmælis Iþróttabandalags Akraness í
Iþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum er stóð frá 20. des. 1976 og fram í janúar
1997. Þá var markvisst safnað gömlum myndum og mununi er tengjast íþrótta-
iðkun.
Byggðasafn Borgarfjarðar. Þangað komu um 2.100 gestir á árinu.Talsvert
af munum barst, einkum ýmiss konar búsáhöld, húsmunir ogfatnaður. Mjög þröngt
er nú í sýningarstofu safnsins og er orðið brýnt um úrbætur á sýningarhúsnæði.