Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 191
ÁRSSKÝRSLA i’JÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS
195
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. í safnið komu tæplega 900 gestir. Öll
tíu ára skólabörn í héraðinu kornu í safnið og fengu þar fræðslu.
Smíðaður var sýningarskápur fyrir hannyrðir, sem talsvert hefur borizt af til
safnsins nú sem fyrr.
Safnið fékk á árinu þinglýst gjafaafsal fýrir húsi og lóð safnsins.
Gestir í Byggðasafhi Skagfirðinga urðu um 20.000 á árinu. Safnið stóð
fýrir þremur sýningum utan aðseturs þess í Glaumbæ, í gamla pakkhúsinu á
Hofsósi, Viðfugl ogfisk, sem um 2500 gestir sáu, og íVesturfarasetrinu þar, Annað
land, antiað líf. Vesturheimsferðir 1870-1914, sem sett var upp árið áður, hana sóttu
um 9.000 gestir. A Hólum í Hjaltadal var opnuð 22. júní sýningin Ríðum lieim til
Hóla, um reiðtygi og ferðir á hestum, hún er í umsjá Hólaskóla og Ferðaþjónust-
unnar á Hólum en sýningarmunir úr safninu. Ætlað er að hana hafi séð um
10.000 manns. Þá hafði safnið sem fýrr sýningu á hestaþinginu á Vindheimamel-
um, Reiðtygi fyrir 1950. Byggðasafnið er einnig aðili að sýningum Muna- og
minjanefndar Sauðárkróks í Minjahúsinu á Sauðárkróki, þar sá safnstjóri unr að
setja upp sýningu á saftii Andrésar Valbergs og verkstæði Jóns Nikodemussonar, þar
sýndi og Kristján Runólfsson safn sitt. Þá vann safnstjóri að sýningu í tilefni af-
mælisárs Sauðárkróks, Konur á Króknum.
27. júlí var sérstakur heyskapardagur í Glaumbæ og fengu gestir að spreyta sig á
heyskap með gamla laginu.
Gilsstofan var fullbúin á árinu og opnuð til sýningar 13. júlí og skrifstofur
voru fluttar þangað um haustið, einnig er þar upplýsingaþjónusta og fræðslustöð
safnsins, geymsla á lofti og sýningar eftir aðstæðum. I reynd er Gilsstofan nýsmiði
að viðum en farið svo nærri gömlu gerð húsins sem unnt var. - Þiljur í bæjar-
dyrum og í suðurstofu í Glaumbæ voru lagfærðar svo og gert að moldum.
Gert var hefti fýrir safnkennslu, einkum um matargerð og matarílát fýrrum.
Gefin voru út ný og endurskoðuð upplýsingarit um safnið, er sýningarbæklingur
nú á 7 tungumálum. Aherzla er lögð á fræðslu um safnið til skólanema.
Alls voru skráðir í safnið 1.034 gripir, þar innifaldir munir er safnstjóri skráði
skv. samningi við Muna- og minjanefnd Sauðárkróksbæjar, er nefndinni höfðu
verið faldir til umsjár, um 850 talsins.
Að auki hafði safnstjórinn, Sigríður Sigurðardóttir, margháttað eftirlit með
menningarminjum í héraðinu utan safna og sýninga, vann að mótun verkefnis
um fræðandi fcrðainennsku og hélt áfram söfnun heimilda um torfbyggingar í
Skagafirði og annað er snertir menningarsögu héraðsins.
Minjasafnið á Akureyri. Guðný GerðUr Gunnarsdóttir safnstjóri lét af
störfum 1. október er hún tók við stöðu sviðsstjóra við Þjóðminjasafn Islands.
Við starfi hennar um áramót tók Guðrún Kristinsdóttir, er verið hafði
minjavörður Austurlands. Hanna Rósa Sveinsdóttir annaðist forstöðu safnsins á
meðan.