Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 192
196
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Safngestir urðu 3.891 á árinu og að auki komu 1.329 á sérstaka viðburði
safnsins.
Vegna viðgerða á safnhúsinu var sýningum lokað 15. september.
Efnt var til ýmissa viðburða á vegum safnsins, farin Jónsmessugönguferð og
skoðaðir gamlir tijágarðar á Akureyri og farnar voru gönguferðir um Innbæinn
og Oddeyri á sunnudögunr í júlí og ágúst. Söngvökur voru tvisvar í viku í
gömlu kirkjunni. Starfsdagur var haldinn í Laufasi í júlí og komu þar 650
manns.
Safnauki var einkum prentminjar ýmsar frá Skjaldborg, skósmtðaálwld og gripir
frá smáiðnaði á Akureyri. Ymsir gripir voru lánaðir úr safninu á sýningar. Þá voru
endurskráðir gripir safnsins er sýningar voru teknar niður vegna viðgerðar húss-
ins.Voru skráðir safngripir 7.759 í árslok. Gefinn var út kynningarbæklingur á ís-
lenzku og ensku um safnið.
Teknar voru í notkun nýjar geymslur á Naustum og húsið þar endurbætt. Þá
var unnið að viðgerð hússins Gudmans Minde, sem safnið annast.
Safnið stóð fyrir fornleifaskráningu við Akureyri og eins í Grundarplássi og
undir Fjöllum.
Byggðasafn Suður-Þingeyinga starfar á tveimur stöðum, í Safnahúsinu á
Húsavík og í gamla bænum á Grenjaðarstað.
Gestir í Safnahúsinu urðu 6.058, þar af um 2.330 erlendir, en ekki eru sér-
taldir þeir sem koma í byggðasafnið. Unnið var áfram við lokaáfanga nýbygging-
ar undir sjóminjadeild safnsins, en helzti safnauki er nú sjóminjar.
Á Grenjaðarstað urðu gestir 2.814, erlendir gestir um 540. Unnið var enn að
endurbótum á bílastæði og um það samvinna þeirra sem stað, kirkju, safni og
gamla bænum ráða.
Byggðasafn Norður-Þingeyinga. í safnið komu 389 gestir, meðal þeirra
skólabörn úr Grunnskólanum á Kópaskeri. Síðasta opnunardag í lok ágúst var
opið hús og þá sýnd sérstaklega göntul heimilisiðja.
Af safnauka má nefna heiðurspening, sem brezka ríkisstjórnin sendi Jóni Árna-
syni á Kópaskeri fyrir frækilega framgöngu hans 26 ára gamals við björgun
skipshafnar brezks togara við Melrakkasléttu.
Minjasafn Austurlands. Þangað komu 3.737 gestir, þar af 507 skólabörn
sem nutu safnkennslu.
Steinunn Kristjánsdóttir safnstjóri fékk leyfi frá lokum septenrber til átta
mánaða, en þann tíma veitir Jóhanna Bergmann safninu forstöðu.
Sett var upp sýning á munum úr eigu Þorsteins Sigurðssonar héraðslæknis, til
að minnast frumkvöðla stofnunar Egilsstaðabæjar sem átti 50 ára afmæli á árinu.
Þá var sett upp sýning í kjallara safnhússins, Gömlu dagana gejðu mér.
Sóknarnefnd Hofteigskirkju afhenti safninu altaristöflu frá 18. öld, tvo hökla,