Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 193
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS
197
annan með ártali 1744 og fangamarki Guðmundar Ingimundarsonar prests,
einnig gamalt aharisklœði.
Safnið stóð fyrir fornleifarannsókn að Geirsstöðum í Hróarstungu, sem Stein-
unn Kristjánsdóttir forstöðumaður annaðist fyrir styrk úr Vísindasjóði. Þá stóð
safnið fyrir bókakvöldi, jólagleði, einnig skoðunarferðum, kynningu gamalla
vinnubragða og hestakerruferðum um helgar.
Sjóminjasafn Austurlands. Gestir urðu 1.432, þar af 374 erlendir og skóla-
nemar 202.
Safnið eignaðist likan af bv. Austfirðingi SU 3. Nokkuð var breytt sýningum
safnsins og settar skýringar við Randulfssjóhús og við bátinn Nakk. Lokið var
viðgerð Randulfssjóhúss og það málað og tjargað. Safnið annaðist einnig viðhald
Dalatangavitans gamla.
Keypt var geymsluhús fyrir safnið, sem bætir úr brýnni þörf.
I Byggðasafn Austur-Skaftfellinga á Höfn, þ.e. Gömlu-búð, komu 1.602
gestir, þar af 230 erlendir, en gestir í Pakkhúsinu við höfnina hafa ekki verið
skráðir.
Pakkhúsið opnaði forseti Islands 4. júlí við upphaf hátíðar vegna 100 ára af-
mælis byggðar á Höfn. Þar verður sjóminjadeild safnsins á neðri hæð en veit-
inga- og sýningaraðstaða á efri hæð. Hefur verið unnið að endurbótum hússins
allt frá því byggðasafnið eignaðist það 1990.Veitti ríkissjóður sérstakt fjárframlag
af þessu tilefni, eina milljón króna.
Starfsmenn safnsins unnu að fornleifaskráningu á Höfn og í Nesjunr og safnið
átti aðild að rannsóknunr dr. Bjarna Einarssonar í Hólmi í Nesjunr, en bygging-
arleifar þar virðast frá fyrstu tímum Islandsbyggðar.
Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga. Safngestir urðu alls
25.145 og er þetta fjölsóttasta minjasafn utan Reykjavíkur, enda er safnið opið
lengur ársins en önnur byggðasöfn vegna mikils ferðanrannastraums unr þær
slóðir.
Endurbætur voru gerðar á húsnæði, nr.a. á upphitun í ganrla safirhúsinu.
Hin nýja safnkirkja, senr þó er reist að hluta til úr gönrlunr kirkjuviðunr víða
af safnsvæðinu, var nánast fullsmíðuð á árinu. Er hún að nriklu leyti reist fyrir
samskota- og söfnunarfé og hlaut einnig ýnrsa nruni að gjöf, harmoníum og Við-
eyjarbibliu.
Þá ákvað safnstjórnin að taka við ganrla skólahúsinu frá Litla-Hvanrnri í
Mýrdal til flutnings í safnið, en ábúendur þar, Guðmundur Sigþórsson og Anna
Jack, buðu húsið að gjöf til flutnings. Húsið var reist 1901 að Vatnsskarðshólum,
en flutt 1903 að Litla-Hvanrnri og var rekinn þar skóli sveitarinnar allt til 1969.
Helgi Magnússon cand. mag. lýsti vilja sínunr til að gefa byggðasafninu nrikið
safn sitt af minjumjrá tcekniþróun í landbúnaði. Lýsti stjórn safnsins fullunr hug á að