Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 1

Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 1
61. árgangur Janúar-Desember 1980 1.-12. tölublað Avarpsorð ritstjárans „Úr norðrinu kemur gullinn ljómi.“ Þessi orð standa í Jobsbók, nálega síðast í 37. kaflan- um, rétt áður en Guð fer að svara ádeilum Jobs. Sem kunnugt mun vafalaust mörgum getur það alltaf hent okkur mennina, að við séum óánægðir með kjör okkar. Jafnvel fólkið, sem almennt er kallað trúað fólk, getur átt þær stundir, er því finnst, að Guð hafí ekki breytt gagnvart því eins og það hafði búist við. Þetta var reynsla Jobs. Hann hafði tamið sér réttláta breytni. Hann kom vel fram gagn- vart öðrum. Hann segir sjálfur þannig frá: „Ef eyra heyrði, taldi það mig sælan, og ef auga sá, bar það mér vitni, því að ég bjargaði bágstöddum, sem hrópuðu á hjálp, og munaðarleysingjum, sem enga aðstoð áttu. Blessunarósk aumingjans kom yfir mig og hjarta ekkjunnar fyllti ég fögnuði. Ég íklæddist réttlætinu, og það íklæddist mér, ráðvendni mín var mér sem skikkja og vefjarhöttur. Ég var auga hins blinda og fótur hins halta. Ég var faðir hinna snauðu, og málefni þess, er ég eigi þekkti, rannsakaði ég. Ég braut jaxlana í hinum rangláta, og reif bráðina úr tönnum hans. Þá hugsaði ég: í hreiðri mínu mun ég gefa upp andann, margfalda daga mína eins og sand.“ (Ný þýðing.) Vegna þess, hve réttlátlega hann breytti, taldi Job sig eiga betri meðferð skilið heldur en þá, sem Guð veitti honum, meðan hann reyndi þennan þjón sinn. Þetta skapaði gremju í hjarta Jobs. Aður en Drottinn svaraði Job, spurði hann fyrst: „Hver er sá, er myrkvar ráðsályktun Guðs með óskynsamlegum orðum?“ Og kjarninn í svari Guðs er sá: að sýna Job, hve smár hann er, snauður af visku og mætti í samanburði við Skapara sinn. Job sannfærðist, lagði hönd á munn sér og tók orð sín aftur. Það er þessi persónulega snerting við Guð, sem við mennirnir þörfnumst. Nlj. flytur nú mikið efni, sem getur hjálpað fólki til að ná þessu nauðsynlega sambandi við Guð. En það segir líka frá dásemdum hans í sköpvmarverkinu og freslun manns, sem lausn fékk ffá ánauð, verri sjálfri ofdrykkjunni. 9 íj Q ) 4 A NORÐURLJÓSIÐ, pósthólf 418, 602 Akureyri.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.