Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 1
61. árgangur Janúar-Desember 1980 1.-12. tölublað Avarpsorð ritstjárans „Úr norðrinu kemur gullinn ljómi.“ Þessi orð standa í Jobsbók, nálega síðast í 37. kaflan- um, rétt áður en Guð fer að svara ádeilum Jobs. Sem kunnugt mun vafalaust mörgum getur það alltaf hent okkur mennina, að við séum óánægðir með kjör okkar. Jafnvel fólkið, sem almennt er kallað trúað fólk, getur átt þær stundir, er því finnst, að Guð hafí ekki breytt gagnvart því eins og það hafði búist við. Þetta var reynsla Jobs. Hann hafði tamið sér réttláta breytni. Hann kom vel fram gagn- vart öðrum. Hann segir sjálfur þannig frá: „Ef eyra heyrði, taldi það mig sælan, og ef auga sá, bar það mér vitni, því að ég bjargaði bágstöddum, sem hrópuðu á hjálp, og munaðarleysingjum, sem enga aðstoð áttu. Blessunarósk aumingjans kom yfir mig og hjarta ekkjunnar fyllti ég fögnuði. Ég íklæddist réttlætinu, og það íklæddist mér, ráðvendni mín var mér sem skikkja og vefjarhöttur. Ég var auga hins blinda og fótur hins halta. Ég var faðir hinna snauðu, og málefni þess, er ég eigi þekkti, rannsakaði ég. Ég braut jaxlana í hinum rangláta, og reif bráðina úr tönnum hans. Þá hugsaði ég: í hreiðri mínu mun ég gefa upp andann, margfalda daga mína eins og sand.“ (Ný þýðing.) Vegna þess, hve réttlátlega hann breytti, taldi Job sig eiga betri meðferð skilið heldur en þá, sem Guð veitti honum, meðan hann reyndi þennan þjón sinn. Þetta skapaði gremju í hjarta Jobs. Aður en Drottinn svaraði Job, spurði hann fyrst: „Hver er sá, er myrkvar ráðsályktun Guðs með óskynsamlegum orðum?“ Og kjarninn í svari Guðs er sá: að sýna Job, hve smár hann er, snauður af visku og mætti í samanburði við Skapara sinn. Job sannfærðist, lagði hönd á munn sér og tók orð sín aftur. Það er þessi persónulega snerting við Guð, sem við mennirnir þörfnumst. Nlj. flytur nú mikið efni, sem getur hjálpað fólki til að ná þessu nauðsynlega sambandi við Guð. En það segir líka frá dásemdum hans í sköpvmarverkinu og freslun manns, sem lausn fékk ffá ánauð, verri sjálfri ofdrykkjunni. 9 íj Q ) 4 A NORÐURLJÓSIÐ, pósthólf 418, 602 Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.