Norðurljósið - 01.01.1980, Page 3

Norðurljósið - 01.01.1980, Page 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 samkomunni lauk, heilsuðum við mörgum, góðum vinum. 2. júní, laugardagur, er kominn. I dag byrja sam- komurnar, sem haldnar eru í íþróttahöllinni stóru, sem rúmar um tvö þúsund manns í sæti eða fleiri. Klukkan 4 hefst samkoma. Mér hefur verið tjáð, að ég fái tækifæri á þessari samkomu til að segja frá As- tjarnarstarfinu. Óneitanlega er það erfltt: að líta svo stóran skara áheyrenda þar. Maður er vanur fámenn- um samkomum hér heima. Túlkurinn heitirDavíð, og hann skilur mjög vel íslensku. Hann var fyrir nokkr- um árum að vinna hér á Islandi ásamt konu sinni. Bæði hjónin tala góða íslensku. Davíð hjálpar mér mikið og byrjar á að kynna mig. Varð ég þá nokkuð undrandi og óstyrkur, því að maðurinn virtist þekkja mig svo vel, að ég yar farinn að velta fyrir mér, hvað það væri, sem hann vissi ekki um mig. Það var talsvert merkur atburður á ævinni: að fá að tala á slíkri sam- komu. Það var auðfundið strax, hve góður skari var að hlusta á fréttir frá íslandi. Færeyingar hafa mjög mik- inn áhuga fyrir okkur, grönnum sínum. Söngurinn og hljóðfæraslátturinn eru góðir. Sam- koman þessi stóð í um það bil tvær klukkustundir. Næsta samkoma var klukkan 8. í kvöld er reynt að tala til unga fólksins. Strax kl. 7.30 byrjar fólkið að streyma inn. Nú er margt ungt fólk viðstatt. Fólkið streymir látlaust inn. Ósjálfrátt vaknar sú hugsun: „Hvernig fer smábær sem Klakksvík að því: að fylla slíkt hús?“ En fólk heldur áfram að koma. Loks er stóra íþróttahúsið fullskipað. Öll er samkoman góð. Alvöruþrunginn boðskapur kemur fram. Unga fólkið er afarkurteist. 3. júní er kominn, hvítasunnudagur. Kl. 10 hefst brauðsbrotning. Varð ég þá undrandi. Salurinn stóri er þétt setinn. Verður tvennt mér ógleymanlegt: Góð skipulagning og einnig frelsi þeirra manna, sem þarna taka þátt. Kl. 4 síðdegis er samkoma. Enn er húsfyllir, góður söngur og vitnisburðir. Nú fær Jógvan tækifæri til þátttöku. Enn hófst samkoma kl. 8. Fólkið er eins margt nú og kemst í húsið. Þarna koma einnig fram góðir vitnis- burðir. Söngur er sérstaklega góður. Allt fer vel fram og reglusamlega. A þessari samkomu var mjög mikið af ungu fólki. 4. júní er kominn. Kl. 10 f.h. er næst-síðasta sam- koman. Þama var hér um bil húsfyllir. Bæði fullorðið fólk og ungt bar fram vitnisburði. Þarna talaði fær- eyskur læknir. Hann er yfírlæknir í sjúkrahúsinu í Þórshöfn. Kl. 4 hófst loka-samkoma þessa móts. Enn streymir fólkið að. Aldrei virðist það vera þreytt að sitja. Þessi samkoma er meira í kveðjudúr. Óneitanlega er mikið þakklæti í huga mínum, þegar ég lít í honum yfir mótið. Eg sá svo margt, sem gerir þessar stundir ógleymanlegar, og sannfærði mig um þá andlegu blessun, er hvílir yfír færeysku trúarlífi. 5. júní er kominn, þriðjudagur. I kvöld munum við sýna myndir og segja frá Ástjörn í Fuglafírði. En um kl. 14 hafa nokkrir vinir boðið okkur að borða á stað, sem er skammt frá Klakksvík. Heitir hann Viðaroyri. Þetta er einhver fallegasti bletturinn, sem ég hef séð í Færeyjum. Til að komast þangað, er ekið gegnum mjög löng jarðgöng. A þessum fallega stað er mjög gott hótel. Urðum við ekki fyrir vonbrigðum með matinn. Hann var mjög góður. En fyrir okkur var hið besta það: að mega eiga þarna stund með vinum og velunnurum starfsins við Astjörn. Ó, hve ég er ríkur að hafa eignast slíka vini og samstarfsmenn við mál- efni Drottins. Eg mun aldrei verða svo gamall, að ég gleymi þessu. Um kvöldið fórum við svo til Fuglafjarðar. Þar fundum við gamla vini og nýja, sem var gaman að kynnast. Um kvöldið hélt ég til Lorvíkur. Gisti ég þar hjá vini mínum Jústiníusi tannlækni og konu hans. 6. júní er runninn upp. Hefst nú þraut mín að þiggja tannlæknis þjónustu og athugun á tönnum mínum. Jústiníus gerði hið besta, sem hann gat. Ekki veit ég, hvort hægt er að segja það um mig. Um hádegisbilið komu Jógvan og Þórarinn frá Klakksvík. I kvöld er ráðgert að tala á samkomu í Þórshöfn. Þar er samkomusalur, sem heitir Ebeneser, og er eitt hið stærsta samkomuhús í Færeyjum. Við ákváðum að fá gistingu í hótel Hafniu. Er það auðsótt. Kvöldverður bíður okkar hjá bróður okkar Oswald Kjærbo. Hann er mikill áhugamaður um útvarp á ís- lensku frá Monte Carlo. Fengum við þarna mjöggóð- ar viðtökur. Þá var ég einnig með 10 ræður í útvarps- þáttinn, sem heitir „Orð krossins.“ Sá ég, að þetta gladdi bróður minn Oswald, því að hörgull er á ís- lenskum ræðum. Samkoman, sem við Jógvan tókum þátt í, fór fram í sal, sem er á fyrstu hæð hússins. Rúmar hann um 300 manns. Þarna sáum við birtast marga gamla og góða vini. Var kvöldið hið ánægjulegasta. En hæsti tindur ánægjunnar fannst mér vera sá: að mega líta inn hjá Pétri Háberg og endurnýja gamla vináttu. Þetta kvöld komum við einnig við hjá vinum okkar Sólrúnu og Eyfínn. Þau bjuggu nokkur ár á íslandi, Þau sjá um að Senda „Orð krossins” til Monte Carlo og að búa það til flutnings. Samkomulag varð um, að ræðumar skyldu verða teknar upp síðdegis næsta dag. Seint er gengið til náða en við njótum góðrar hvíldar í hótel Hafniu. 7. júní er kominn. Fyrri hluta dagsins nota ég til að

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.