Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 4
4 NORÐURLJÓSIÐ hitta skókaupmenn að máli. Klukkan 12 borðum við hádegismat hjá Sólrúnu og Eyfinni. Strax að honum loknum fer ég til upptöku hjá Eyfinni. Fór hún fram í Ebeneser, en þar er mjög fullkomin aðstaða til slíkra hluta. Upptökunni er lokið um kl. 17. Fann ég þá, að ég var orðinn þreyttur eftir svo látlausa áreynslu. En áfram skal haldið, því að 20.30 er samkoma í Götu hjá bróður okkar Zacharías Zacharíassen. Samkomusalur- inn þar heitir Fíladelfía. Er hann nýbyggt, afarmynd- arlegt hús á allan hátt. Þarna kom margt fólk, og sumt, meðal annars, frá Þórshöfn. Þetta kvöld sýnum við myndir. Er sam- komunni var lokið, var komið snöggvast heim til Zacharíasar. En ég held, að þennan dag hafi ég sett persónulegt met í ræðuflutningi, 10 í Þórshöfn og 1 í Götu. Við dvöldum stutta stund heima hjá foreldrum Zacharíasar og nutum þar góðrar gestrisni. Er við stóðum upp, ekur Zacharías okkur til Lorvíkur. Þá var ferjan búin að fara síðustu ferð sína. Þá komu vinir okkar úr Klakksvík á hraðbáti og sækja okkur. Var sú ferð eitt gott ævintýri fyrir okkur: að fara í fyrsta sinn á ævinni í hraðbáti. 8. júní. Við förum nú að kveðja vini okkar í Klakks- vík, sem eru margir. Við Jógvan förum nú með tösk- urnar með sýnishornunum í skrifstofu tollstjóra í Klakksvík og látum skoða þær og innsigla. Þá er næst að fara og fá trygginguna greidda. Fórum við í opin- bera skrifstofu í Klakksvík. Nú kemur í ljós, að enda þótt afgreiðslufólkið sé allt af vilja gert, þá neita toll- yfirvöld í Þórshöfn, að þetta sé gert nema þar og þá um leið og við förum um borð í Smyril. Við kveðjum alla, sem unnt er að ná til, og um klukkan 6 leggjum við af stað með ferjunni. Kveðjum við Klakksvík með saknaðartárum, en í von um, að ekki líði allt of langt til næstu samfunda. Ferðin gengur vel til Þórshafnar. Er nú okkar fyrsta verk að fara í tollinn og freista þess að fá endurgreidda trygginguna. Eftir miklar símahringingar er okkur tjáð: að reyna aftur kl. 11 eða einni klukkustund áður en farið er. A meðan heimsækjum við systur Jógvans, sem býr skammt frá Þórshöfn og litum þar inn í fáein- ar mínútur. Þá fer nú að nálgast brottför. Enn einu sinni reyn- um við að fá trygginguna, og nú loksins tekst það. Finnst mér, að hér mætti úr bæta. Klukkan er rúmlega 12 á miðnætti, þegar við förum frá bryggjunni í Þórshöfn. Hafinner síðasti þátturinn, sem er heimferðin. Við fáum góða klefa. Nú, í fyrsta sinn á ævinni, fer ég siglandi yfir öldur úthafsins, sem taka mér með mikilli rósemi. Eg nýt góðrar hvíldar. 9. júní, laugardagur er kominn. Hugur okkar er heima á íslandi. En þar var mikill snjór, þegar við fór- um til Færeyja. Nú er spurningin, hvort fært sé yfir fjöllin til Norðurlandsins? Ferðin með Smyrli var mjög þægileg. Um kl. 17.30 leggjumst við að bryggju á Seyðisfirði. Með okkur er færeyskur piltur, Óli Jakup Hansen að nafni. Hann er með bílinn með sér. En hann er að koma til að hjálpa okkur við Ástjörn. I afgreiðslu tollsins fáum við miða. Á honum er sagt, að fjöllin séu algerlega ófær öllum bílum. Nú var ekki gott í efni. Við göngum að fjallabíl, sem flytur farþega til Egilsstaða. Eftir nokkrar samræður sér bílstjórinn, sem var á allan hátt mjög lipur maður, að stór hópur ferðafólks var strandaður þarna. Auk okkar voru margir útlendingar, þar á meðal nokkrir Japanar á norðurleið. Bílstjórinn sótti nú um leyfi til vegagerðarinnar, og fékkst það. Kl. um 9 að kveldi var lagt af stað. Við skröngluð- umst yfir ótrúlegustu torfærur. Klukkan um 6 að morgni vorum við komnir til Akureyrar. Þori ég að segja, að ferðin jdir fjöllin var bæði glæfraleg og ævin- týraleg. Mun okkur seint gleymast snilli þessa ágæta bílstjóra. Ferðinni var nú lokið. Öll vorum við sammála um, að ferðin væri ógleymanleg. Er gott að geyma í huga sér góðar minningar, sem vermi og lýsi á löngum og dimmum nóttum íslenskrar náttúru. Sérstaklega er ómetanlegt: að geta minnst þeirrar miklu hlýju, sem við urðum aðnjótandi hjá grönnum okkar í Færeyjum. Við biðjum Guð að blessa ykkur öll og launa ykkur kærleika ykkar. „Það gleður mig að sjá þig!“ “Það gleður mig að sjá þig!“ Oft segir fólk þetta, er ekki svo? Hví að vekja eftirtekt á orðum þessum? Þau sagði maður, er smám saman missti sjónina. Nýlega var hann heimsóttur. Náfrænka hans gerði það. Mörg ár voru liðin, síðan hann gat séð þessa náfrænku. Með líkamans augum gat hann ekki séð hana. En hvemig hann heilsaði henni, benti ekki til þess. Orðin þessi: „Það gleður mig að sjá þig,“ eru merk- ingarmikil. Maður, sem ekki hefði lagað sig eftir kringumstæðunum, mundi fremur hafa sagt: „Ég vildi óska, að ég gæti séð þig. En ég verð að bera þetta: að vera blindur.” Hér var ekkert af því tagi. Náfrænka hans sagði, að geislaði af honum, svo heilbrigð væri afstaða hans til lífsins. Hver voru áhrifin? Náfrænkan sagði: „Hvað ég skammast mín fyrir það: að hafa nokkru sinni kvartað yfir nokkrum hlut.“ (Þýtt úr „The Sword of the Lord.“ Sverði Drottins.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.