Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 5

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 5
NORÐURLJÓSIÐ 5 Maðurinn, sem hvarf Eftir C. H. Simeon (að mestu leyti). í fyrstu bók biblíunnar segir frá mannshvarfí. Frá- sagan er í 5. kafla I. bókar Móse. Vafalaust hefur þetta mannshvarf þótt tíðindum sæta. Menn hverfa nú á dögum með ýmsum hætti, en enginn eins og þessi maður, svo að menn viti þess dæmi. Guð tók þennan mann lifandi til sín. Þannig hvarf Enok sjöundi maður frá Adam. Hvers vegna lét Guð hann hverfa? Af því að hann var náinn vinur Guðs. „Enok gekk með Guði,“ segir heilög ritning. Þegar hann hvarf, hafði hann gengið með Guði í þrjú hundruð ár, eða síðan hann var 65 ára gamall. Hann hafði getið sonu og dætur og átti sjálf- sagt fjölda niðja. Umhverfís Enok var synd og spilling niðja Kains, er myrt hafði Abel bróður sinn. En Enok var niðji Abels. Oft er að sjá, að vantrú annars vegar og trúhneigð hins vegar gangi í ættir. Enok hafði erft syndugt eðli frá forföður sínum, Adam. Þetta synduga eðli er í óvináttu við Guð. En í ætt hans geymdist sagan af því fyrirheiti, sem Guð hafði gefíð, um þann, er mundi koma og sigra óvin mannanna. A þennan komandi sigurvegara setti Enok traust sitt. Þá hóf hann göngu sína með Guði. Tveir menn verða naumast samferða, nema báðir samþykki það. Er þeir ferðast saman, tekst með þeim kunningsskapur. Upp úr honum sprettur síðan vin- áttan, sem verður á milli þeirra. Innsti kjarni vinátt- unnar er kærleikur. An kærleiks í einhverjum mæli verður ekki vinátta til. Vinir taka þátt í sorgum og gleði hvors annars. Með djörfung og trausti getur hvor um sig gengið inn í bústað hins. Vin okkar meg- um við biðja um hvers konar greiða. Gagnkvæmt kemur líka vinurinn til okkar, nýtur sömu réttinda, hlýtur sömu viðtökur og við hjá honum. Astúð er innsta eðli vináttu. Kunningsskapur án hennar hefur lítið gildi. Enok elskaði Guð sinn, ef ég má orða það þannig: af öllu hjarta sínu og sálu, huga og mætti. Hann gekk til að mæta Guði, eins og Adam hafði gjört á tíma sakleysis síns. Enok hlakkaði til þeirra stunda, er hann á ný gæti notið samfélags Guðs. Hann forðaðist allt, sem á einhvem hátt gæti hryggt Guð. Markmiðið mikla hjá Enok var þetta: Að vera Guði þóknanlegur. Hvernig Guði geðjaðist þessi framkoma Enoks, getum við séð af laununum, sem hann gaf honum. Hver voru þau? Guð lét hann ekki deyja. I raun og veru má segja, að samfélagið, sem Enok hafði við Guð, hafí verið ríkulegt endurgjald, sem Guð veitti honum fyrir þá sjálfsafneitun, er hann sýndi til þess að þókn- ast Guði. En Guð gaf honum meiri laun en það. Guð tók Enok til sín, líkama hans og sál, þangað sem hann gat notið enn meiri gleði af nálægð hans. Sæla Enoks, í samfélagi við Guð hér á jörðu, var sjálf- sagt mikil, ákaflega mikil. En þegar hann var kominn í sjálfa dýrðina hjá Guði, hlýtur hún að hafa verið þeim mun meiri, sem hádegissólskin er dagrenningu bjart- ara. Guð elskar alla þá, sem samfélags leita við hann. Enok er heiminum minnismerki um það. Vér megum líta á laun Enoks eins og tryggingu þess, að vér hljót- um einnig laun, ef vér leitumst við að ganga með Guði. Hvort sem vorar núverandi kringumstæður eru ríkar af gleði eða ekki, förum vér ekki á mis við laun vor í veröld eilífðar. Hvað lærum vér af þessari frásögn? Við lærum þetta: Sannkristinn maður er heiðraður maður. Vér lítum þannig á, að þeir menn njóti heiðurs, sem eru í nánum félagsskap við stórmenni þessa heims. Sannkristinn maður nýtur þó meiri heiðurs en þeir. Hann gengur með Guði, og Guð blygðast sín ekki fyrir að kalla hann vin sinn. I vissum skilningi er sannkristinn maður kominn nú þegar í konungsríki Guðs, í félagsskap heilagra og englanna, eins og segir í bréfínu til Hebrea. Vér ættum því að hegða oss eins og sæmir hárri köllun vorri. Vér eigum að leitast við að ná því, að vér fáum notið þessara sérréttinda í æðstu fullkomnun þeirra. Sannkristinn maður er sæll maður. Þetta, að hann fylgir ekki fjöldanum, getur vakið óvild mikla og ofsókn. En hvað þarf sá maður, sem nýtur samfélags Guðs, að óttast grettur og hatur manna? Eitt bros frá almáttugum vini hans - það nægir til að vera eins þungt á metunum og öll sú óvir? ing, sem heimurinn getur með nokkru móti sýnt hon- um. Sú sæla, sem hann getur notið í þessum heimi, er aðeins lík þeim dropa, sem dettur á undan skúrinni. Þegar mælir hlýðni hans er fullur, tekur Guð hann heim til sín. Englaflokkur verður sendur til að flytja sál hans til þeirra sviða, þar sem dvelja andar réttlátra. Það má ekki segja um sannkristinn mann: „Hann deyr,“ heldur aðeins: „Guð hrífur hann heim,“ heim frá synd og eymd inn í heim sælu og dýrðar. Guð gefi, að þetta verði hlutdeild vor allra til eilífðar! Amen. Ef einhver spyr: „Hvernig verða menn sannkristn- ir?“ Þá má minna á orð Páls postula, er hann var spurður: „Hvað á ég að gera, til þess að ég verði hólp- inn?“ - það er: sannkristinn. Svarið var: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn.“ (S. G. J. þýddi.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.