Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
Tvískipt hugarfar
Eftir C. H. Simeon
Og engill Drottins kom til Gilgal frá Bókím og mælti:
„Ég leiddi yður út af Egiftalandi og færði yður í það
land, sem ég sór feðrum yðar, er ég sagði. „Ég mun
aldrei rjúfa sáttmála minn við yður. En þér megið ekki
gjöra sáttmála við íbúa þessa lands, heldur skuluð þér
rífa niður ölturu þeirra.“ En þér hafið ekki hlýtt
raustu minni. Hví hafíð þér gjört þetta? Fyrir því segi
ég og: „Ég mun ekki stökkva þeim burt undan yður,
og þeir munu verða broddar í síðum yðar og guðir
þeirra verða yður að tálsnöru.” Og er engill Drottins
hafði mælt þessum orðum til allra Israelsmanna, þá
hóf lýðurinn upp raust sína og grét. Og þeir nefndu
stað þennan Bókím. Og þeir færðu þar Drottni fóm.
(Dómarabókin 2. kafli, 1.-5. grein.)
Vér dáumst að því hvflíkt lítillæti Drottinn sýndi,
hvernig hann kom fram gagnvart fólkinu sínu útvaida.
Hann vakti þeim upp spámenn til að fræða þá. Ekki
var það heldur fátítt, að hann sendi engla til að veita
þeim þjónustu. En sá engill Drottins, sem hér er talað
um, virðist hafa verið engill sáttmálans, Drottinn
sjálfur. Oruggt er, að Drottinn tók stundum á sig
engils mynd, eins og t.d. þegar hann kom til Abra-
hams, er hann boðaði honum dóminn, sem dynja átti
yfír Sódómu og Gómorru.
Greinilegt er það, að þessi engill, sem kom þarna til
Israels, var ekki nein sköpuð vera. Heldur var þetta sá
Drottinn, sem leitt hafði Israel burt úr Efgiftalandi.
Það var ekki nein sköpuð vera, sem gert hafði sáttmála
við þá, heldur sjálfur Drottinn. Það var engin sköpuð
vera, sem þeir áttu að gera reikningsskil vegna
óhlýðni. Það var sjálfur Drottinn. Hann hafði áður
birst Jósúa hjá Jeríkó. Þá birtist hann sem vopnaður
hermaður. Á því var enginn vafí. Hann bauð Jósúa að
draga skó af fótum sér. Nærvera Drottins gerði stað-
inn heilagan. Þar nefndi hann sig fyrirliða fyrir her-
sveit Drottins.
Það var þess vegna mjög viðeigandi, að hann birtist
fólkinu nú og spyrði: hvers vegna þeir höfðu ekki
framkvæmt fyrirmæli hans. Hann birtist lflca til að
hóta þeim því, að hann mundi ekki framar berjast fyrir
þá. I Gilgal höfðu karlmennirnir verið umskornir. Þar
hafði fólkið haldið Drottni páska. Með þessu hvoru-
tveggju hafði fólkið helgað sig Drottni á ný.
Allt þetta leiðir okkur til að íhuga, hve hættulegt er
að vera tvískiptur, óákveðinn. Sömuleiðis, að þetta
gerir enn vart við sig hjá þeim, sem teljasig vera Guðs
börn. Við eigum óvini, sem aldrei má þyrmaeðahlífa,
svo að þeir nái ekki oss á vald sitt og drottni yfír oss.
Hinn fyrsti þeirra er heimurinn. Þeir, sem tilheyra
Jesú, heyra ekki heiminum til. Þeim er boðið að greina
sig frá honum, eins og Drottinn Jesús gerði. Hvaða
samfélag hafði hann við heiminn? Okkur er boðið að
líta á okkur sem krossfesta heiminum, ef við tilheyrum
Kristi.
Annar óvinur vor er holdið, okkar gamla, synduga
eðli. Við það má aldrei semja um vopnahlé. Vér verð-
um að „deyða limina, sem við jörðina eru bundnir,“
og „krossfesta holdið með ástríðum þess og gimd-
um.“ Vér megum ekki hlífa neinu, sem er á þessu
sviði. Það verður að deyðast. Enga miskunn má sýna
því. Hatri okkar á því má aldrei linna.
En í hvaða ástandi erum við? Finnum við til þessa
vandlætis hjá okkur? Erum við ekki ánægð með návist
þeirra, ef þeir drottna ekki yfir oss? Ef þeir láta ekki
sjá sig á almannafæri?
Varar ekki Guð oss við því, að hið illa, sem við hlíf-
umst við að útrýma, verði broddar í síðum okkar og
þyrnar í augum okkar, reynist sálum okkar tálsnörur?
Segi sá maður til, sem bundið hefur félagsskap
við heimsins menn, hvort honum fínnist ekki, að
þeir séu honum til hindrunar á andlegum vegi hans?
Hvort það komi ekki stundum fyrir, þegar hann vill
þóknast þeim, að það flæki hann í syndsamlegt athæfí?
Hefur ekki ótti hans við vanþóknun þeirra haldið
honum frá því: að vitna á móti vondri breytni þeirra?
Vill nokkur halda því fram, að hann hafí látið Ijósið
hafa samfélag við myrkrið? Eða hann hafi fundið
nokkra samhljóðan með Kristi og Belíal?
Sá maður þekkir lítið innsta eðli sitt, sem veit ekki,
að syndin er eldur, og sé hann ekki slökktur, kveikir
skjótt í hjóli tilveru hans. Segi sá til, er hlustar á freist-
ingar Satans, hvort nokkur leið sé til að reka hann á
flótta, nema með stöðugri mótspyrnu gegn honum?
Þetta er líka skylda vor gagnvart Guði. Ef Guð
skyldi segja um einhvern okkar: „Hann er orðinn
skurðgoðafélagi, látið hann eiga sig?“ Þetta yrði oss
þyngri dómur en bráður dauði, því að ævi okkar yrði
aðeins til þess, að við söfnuðum okkur reiði Guðs á
reiðidegi hans, baka okkur eilífa eymd.
Boðskapur engilsins kom tvennu til leiðar hjá ísra-
elsmönnum:
Hið fyrra var, að þeir auðmýktu sig fyrir Guði.
Lýðurinn hóf upp rödd sína og grét. Hefur nokkurt
okkar ekki líka ástæðu til að gráta? Þurfum við ekki
líka að auðmýkja okkur fyrir Guði?
En þeir gerðu l£ka meir en að gráta. Þeir færðu
Drottni fórn. Þeir vissu, að grátur gat ekki friðþægt
fyrir synd þeirra. Þess vegna færðu þeir Drottni fórn.
Við verðum að snúa okkur til Drottins Jesú Krists,
koma til Guðs fyrir milligöngu hans. Þaðer hann, sem
sættir okkur við Guð. Það er blóð hans, ekkert nema
blóð hans, sem hreinsar okkur. Synd Israels var ekki