Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 7
NORÐURLJÓSIÐ
7
framin af ásettu ráði. Hún var vanrækslusynd. Á hún
sér ekki oftsinnis stað hjá okkur, vanrækslusyndin?
Nefna verður hættuna á því, að vér gleymum þeim
áminningum, sem oss hafa verið veittar. Á meðan
Jósúa og öldungar þeir voru á lífi, sem séð höfðu
dásemdarverk Drottins, héldu ísraelsmenn að nokkru
leyti fast við skyldur sínar gagnvart Guði.
Síðar meir féllu þeir hræðilega frá Guði. Leiddu
þeir þá yfir sig ægilega refsidóma frá Guði. Það, sem
eftir er kaflans, leiðir þetta skýrt í ljós. Þeir hnigu
aftur í þá deyfð, er þeir höfðu snöggvast verið vaktir
af. Fyllilega voru þeir sannfærðir um, að þeir höfðu
breytt óskynsamlega, er engill Drottins spurði þá:
„Hví hafið þið gjört þetta?“ Þeir gátu ekki afsakað sig
á nokkurn hátt.
En á þetta sér ekki oft stað hjá okkur? Guð gefi, að
það verði ekki svo. Megi elska okkar til Guðs ekki
verða „eins og döggin, er snemma hverfur.“
Eigum við ekki að leita á fund Drottins Jesú nú og
segja við hann: „Drottinn, þú þekkir hjörtu allra. Er
kærleikur okkar til þín minni nú en áður fyrr? Ef svo
er, endurnýjaðu okkur, endurnýjaðu mig í kærleika
mínum til þín. Bænheyr það, Drottinn Jesús fyrir þíns
nafns sakir. Amen.“ (Þessi málsgrein viðbót) S.G.J.)
„Drekktu og vertu glaður“
Hvað á að segja um þetta?
„Vei hinum drembilega höfuðsveig drykkjurútanna í
Efraím, hinu bliknandi blómi, hinni dýrlegu prýði
þeirra, sem stendur á hæðinni í frjósama dalnum
hinna víndrukknu. Sjá, sterk og voldug hetja kemur
frá Drottni, eins og haglskúr, fárviðri, eins og dynj-
andi, streymandi regn í helliskúr, varpar hann honum
til jarðar með hendi sinni. Fótum troðinn skal hann
verða, hinn drembilegi höfuðsveigur drykkjurútanna
í Efraím. (Jesaja 28. 1.-3.)
„En einnig hérna reika menn af víni og skjögra af
áfengum drykkjum. Prestar og spámenn reika af
afengjum drykkjum; þá svimar í vitrunum sínum og
allt hringsnýst fyrir þeim í úrskurðum þeirra.“ (Jes.
28.7.)
Bindindi stuðlar að því, að skilningarvit vor varð-
veitist skýr og ósljógvuð. I andliti þínu verður meira
líf og tignarbragur að persónu þinni. Yfir höfði þínu
hefur þú vald, heilsan þín tryggari. Ástand þitt verður
þannig, að þú getur sinnt starfi þínu. (Þýtt úr „Sverði
Drottins.“)
Biblíulestur
Lúther sagði, að hann læsi biblíuna á svipaðan hátt og
hann safnaði eplum. Fyrst hristi hann allt tréð, til þess
að fullþroskaðir ávextir dyttu niður af því. Þar næst
klifraðist hann upp í tréð og hristi hverja stóra grein á
því. Er hann hafði hrist þær, þá skók hann allar smá-
greinar. Eftir það athugaði hann hvem kvist og að
lokum leit hann undir hvert lauf. Vér skulum rann-
saka ritninguna sem heild. Síðan skulum vér taka fyrir
sérhverja bók hennar. Þar áeftir hvern kapítula, máls-
greinar og hvert vers. (Þýtt).
Ritstj. Nlj. vill mælast til þess, hinir mörgu lesend-
urr Nlj., sem eru í lúterskri kirkju, fari að dæmi hans
og lesi meir en fyrr heilaga ritningu með nákvæmni og
íhugun. Vakni þá einhverjar spurningar, sem áleitnar
gerast og krefjast svars, má senda þær til Norðurljóss-
ins. Ritstj. á biblíulega Alfræðibók, sem hægt er að
leita til.
Samvinna við Guð
Wellington hertogi var í herferð. Einn af hans
undirforingjum átti að leysa hættulegt verk af hendi.
Hann tafði eins og hann væri hræddur. Síðan mælti
hann: „Látið yðar allt sigrandi hönd grípa um hönd
mér, og þá get ég gert það.“
Allt-sigrandi hershöfðingi vor, Jesús Kristur, gjörir
betur við oss en þetta: að grípa um hönd vora með
henni, sem sigrar allt. Ástúðlega fullvissar hann oss
um, að hann verði alltaf hjá oss til að varðveita oss frá
öllum hættum og til að styrkja oss til sérhverrar
baráttu. Ættu ekki hjörtu vor að fagna mikið, er þau
vita það, að hann verður alltaf með oss? Meiri blessun
geta þau ekki girnst. Þetta er blessunin mesta, sem oss
getur hlotnast.
„Guð með oss“ merkir, að góður árangur næst.
Mörgum sinnum hefur þetta reynst sannleikur. Strax
í fornöld varð þetta reynsla fólks. Vér sjáum það, ef vér
lesum biblíuna. Hvað eftir annað sjáum vér, að allt
heppnaðist vel, meðan Guð var með einhverjum. En
yfirgæfi hann Guð, þá dundi ógæfan yfir.
Þetta er óbreytt enn. Manni þeim, sem reynir að
gera eitthvað án Guðs, mæta þá ófarir. (Þýtt úr ensku.)