Norðurljósið - 01.01.1980, Page 19

Norðurljósið - 01.01.1980, Page 19
NORÐURLJÓSIÐ 19 líffæri smekksins, sem greinir á milli ólíkra tegunda fæðu. Bóndinn, sem ræktar korn, ætti að lúta höfði með þakkargjörð, að hann skuli ekki þurfa, er hann sáir, að láta kornin niður, svo að annar endinn snúi upp. Þetta gæti hann ekki né heldur fengið nógu margt fólk til að vinna hjá sér. Hvað hefur lifandi Drottinn lagt í hvert sáðkom? Það, sem við köllum „eðlishvöt“. Sáðkorn verður aldrei áttavillt, heldur „kemur upp“ alltaf. Sama er, hvernig þau snúa. Stráið ratar alltaf upp í ljósið. Léti Guð þetta bregðast einu sinni, hve hörmuleg óham- ingja yrði það fyrir heiminn! .... Vér erum vanþakklátt hyski. Vér hrifsum hverja góða gjöf, sem Guð hefur að bjóða oss, teljum þetta sjálfsagt og gleymum oftast að þakka honum fyrir. Mikilvægustu æðar líkamans og taugar eru settar innan í líkamann eða eru innan á örmum og ganglim- um. Vitur Guð óg skilningsgóður þekkti þær hættur, sem bíða vor á vegi lífsins. Hann gjörði því sérstakar ráðstafanir til að vemda þessa líkamshluta, sem nauð- synlegir mjög eru lífi voru. Veist þú, hvers vegna, hvernig eða hvenær hjarta mannsins slær í fyrsta sinn? Framan af ævi ófædds barns slær hjartað ekki. Blátt áfram er það að myndast. En dagurinn kemur, þegar það slær í fyrsta sinn. Hvers vegna gerir það þetta? Hvað kemur því til að gjöra það? Hvorki móðir né faðir eiga nokkurn þátt í því. Ekki er það fyrir viljakraft bamsins. Mikilmenni jarðarinnar láta það ekki gerast... Ekki hafa lög verið sett í nokkru landi, sem ráði þessu. Guð setur það af stað. Guð mun stöðva það. Sá Guð, er setti það af stað og sá Guð, er mun stöðva það - hann vill, að þú leyfír sér inngöngu í hjarta þitt. Vér ættum að vera þakklát fyrir gæsku Guðs, að hann sér fyrir þörfum líkama vors og sálar. Hann hef- ur gefíð oss ull, baðmull, lín, silki og leður til að skýla líkama vorum, vernda hann fyrir hita og kulda eftir því, sem þarfir lífsins krefja. Hann hefur gefíð oss kornmat, grænmeti, ávexti, kjöt og drykki til að halda líkamanum við, að við séum heilbrigð, sterk og heilsu- góð. Hann hefur gefíð oss hæfileika til að menntast, læra reikning og stærðfræði, tungumál, hljómlist, vísindi, listir og líkamlega þjálfun, að vér megum lifa skynsamlega, nytsamlega og leysa af hendi gagnlega þjónustu með dugnaði og góðum árangri. Hvert ætti allt þetta að leiða okkur? Til að vilja þiggja frá hendi hans, ríkri af náð og auðugri af kær- leika, þetta, sem hann hefur fyrirbúið sálum vorum: Orð Drottins til að gera vilja hans. Verk Guðs að opin- bera oss huga sinn, og Son sinn til að hreinsa oss af syndum vorum. Treystu honum. 13. KAFLI Hvers vegna sápa? Framleiðsluvara kristindómsins er sápan. Heiðingja skortir sápu. Sé gefin örlítil sápa, fæst heilt dagsverk fyrir tilvikið. Hvernig þætti þér að vera sápulaus? Erfítt yrði að halda hreinum líkamanum, þvo matar- ílát í eldhúsinu eða gera þvottinn hreinan án þessarar nauðsynjavöru menningar vorrar. Vér gleymum mjög gildi sápunnar, af því að hún er svo algeng. I þessum stutta kafla skal það nú athugað, sem vakið getur áhuga vorn, og líka hitt: Hvað vér get- um lært af sápunni. Sápan fæst í margs konar myndum. Kringlótt stykki eru til og önnur egglaga. Sápustangir eru til og lítil ferhyrnd stykki. Hún fæst líka fljótandi og stund- um í flyksum. Fá má hana sem duft og einnig sem hlaup. I mörgum litum fæst hún: bláum og grænum, hvítum og gulum, rauðum og brúnum. Stundum er ilmefnum blandað í hana, svo að sæt angan streymi frá henni. Tegundir eru til, sem nota má, ef vatnið er hart, kalk í því. En allar tegundir hafa sama markmið: hreinsun. Drottinn vor sagði í Jeremía bók 2. kafla, 22. grein: „Þótt þú þvægir þér með lút og brúkaðir mikla sápu á þig, þá verður samt misgjörð þín óhrein fyrir mér, - Drottinn Jahve segir það.“ Sápan er til margra nota. Skurðlækna-sápa er í hverri uppþvottastofu í sérhverju sjúkrahúsi. í henni er falið sýkla-eyðandi efni til að hreinsa með hendum- ar á undan uppskurði. Aðrar tegundir eru svo mildar, að þær eru auglýstar sem sápur til að þvo með korn- börnum. Séð hef ég líka sápur með grófum efnum í til að hreinsa burtu smurningarolíu og fastloðandi óhreinindi eins og oft eru í viðgerða-verkstæðum. Sérstök sáputegund er til að hreinsa burt slæma lykt af líkamanum. Þá kemur fyrir, að lækningin verður verri en sjúkdómurinn. Fljót-leysanleg sápa er líka til í upp- þvotta og á fíngerðan fatnað. Allar þessar tegundir eiga þó eitt markmið: að hreinsa á brott óhreinindi. Tilvera sápunnar sýnir þörfína og auglýsir tilvist óhreininda. Gagnsæjar sápur eru líka til á markaðin- um. Þær eru bjartar í sér og fagrar að útliti. Ógagn- sæjar eru þó flestar sápur. Sumar sápur geta flotið, en aðrar sökkva til botns. Er mjög erfítt að fínna þær, sé baðvatnið djúpt. Tegundirnar sumar eru dýrar, en aðrar em framúrskarandi ódýrar. Drottinn vor segir oss í ritningargreininni hér að ofan, að syndasektin varir og syndablettirnir kyrrir, þegar þú hefur gert allt, sem þú hefur getað, með bestu mannlegum aðferðum og einlægasta ásetningi. Hvort sem sápan er dýr eða ódýr, þá gagnar hún ekkert til að þvo í burtu syndir ævinnar eða til að

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.