Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 21
NORÐURLJÓSIÐ
21
og reglur í lögmáli Móse. Þeir máttu ekkert af vínviði
eta eða drekka áfengan drykk. Ekki heldur eta nokkuð
það, sem talin var óhrein fæða samkvæmt lögmálinu.
Hér var það móðir drengsins, sem varð að hlíta
þessum reglum.
Þegar kona Manóa sagði manni sínum frá vitjun
engilsins, efaðist hann ekki um, að boðskapur hans
væri sannur. En sá ótti greip hann, að svo gæti farið,
að sú miskunn, sem Guð ætlaði að sýna þjóðinni, mis-
færist vegna einhverra mistaka af sinni hálfu eða kon-
unnar. Þess vegna bað hann til Guðs um, að maðurinn
kæmi aftur. Og hann fékk bænheyrslu.
Manóa var gestrisinn og vildi veita gestinum beina.
En engill Drottins vildi ekki þiggja mat hans, en bauð
honum að leggja kjötið á klett og hella súpunni yfír
það. Síðan snart hann klettinn með staf sínum. Kom
þá eldur upp úr klettinum. Og er logann lagði upp frá
klettinum, fór engill Drottins upp í loganum. Eftir
þetta birtist hann aldrei framar Manóa eða konu hans.
Frásagan bendir til þess, að Manóa efaðist ekki um
fyrirheit Drottins, heldur hitt, að þeim hjónum tækist
að fara rétt að, svo að fyrirheitið gæti rætst.
Af þessu skulum vér læra þetta:
Vér verðum að vaka yfir því, að það, sem vér hugs-
um í sambandi við Guð sé ekki of lágt, að hugmyndir
vorar um hann, séu ekki svo lágar, að þær séu honum
ósamboðnar. Jafnvel hjá góðu fólki getur það átt sér
stað, að það hugsi á þá leið, að velgengni þess geti ekki
orðið varanleg. Það fer að efast um, að hún geti orðið
varanleg. En þetta vanheiðrar Guð. Hví ættum vér að
tortryggja hann? Hví skyldum vér tortryggja dýrlega
fullkomnun hans? Vér eigum að minnast þess, að
hann er þannig í sér að hann vill gefa oss langt fram
yfir það, sem vér getum skilið.
2. Vér ættum að meta með réttlæti allar þær
miskunnsemdir, sem hann hefur veitt oss.
Vér gjörum vel, ef vér miklum náð Guðs, er vér
hugsum um hann. Vér skulum innræta öðrum þetta
sama hugarfar. Er Davíð konungur leit um öxl á liðna
ævi, þá komst hann þannig að orði við Guð: „Þú hefur
frelsað sál mína frá dauða, og fætur mína frá hrösun,
svo að ég megi ganga frammi fyrir Guði í ljósi lífsins.“
. . . „Guði treysti ég, ég óttast eigi. Hvað geta menn
gert mér?“
Sálmaskáldið Asaf komst þannig að orði: „Eg íhuga
fyrri daga, ár þau, sem löngu eru liðin. Eg minnist
strengjaleiks míns um nætur, ég hugleiði í hjarta mínu
og andi minn rannsakar: Mun Drottinn þá útskúfa
um eilífð og aldrei framar vera náðugur? Er miskunn
hans lokið um eilífð, trúfesti hans þrotin um aldir
alda? Hefur Guð gleymt að sýna líkn, lokað fyrir
miskunn sína í reiði. Þá sagði ég: „Þetta er kvöl mín:
að hægri hönd hins Hæsta hefur breytt sér. Eg víð-
frægi stórvirki Drottins. Ég vil minnast furðuverka
þinna frá fyrri tíðum.“ (Sálm. 77.6.-12.)
Það er ekki eingöngu til að hugga einstakan mann,
að Guð gefur þessi dásamlegu orð vonar. Þau eru til
uppörvunar öðrum líka. Þetta var reynsla Páls post-
ula. Hann ritar í 2. Korintubréfí 1. kafla 3. og 4. grein:
„Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists,
faðir miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar, sem
huggar oss í sérhverri þrenging vorri, svo að vér get-
um huggað aðra, í hvaða þrenging, sem er, með þeirri
huggun, sem vér höfum sjálfir af Guði hlotið.“ En það
má ekki gleymast, hvað Guð hefur gert fyrir oss, er
hann lét son sinn verða bölvun fyrir oss, er hann leið á
krossinum á Golgata. Fyrst hann sýndi oss aðra eins
miskunnsemi, hvemig getum vér þá efast um, að hann
er fús til að veita oss allt annað líka? Getum vér þá
efast um, að hann veiti oss það, sem minna er?
Manóa fékk leiðbeining frá Drottni um, hvað móð-
ir drengsins ætti að forðast, til þess að sveinninn yrði
Guði helgaður.
Aheyrandi minn, hefur þú nokkum tíma átt þá
stund á ævi þinni, að þú hafir leitað Krist, t.d. á fjöl-
mennri samkomu, þegar margir komu fram til fyrir-
bænar eða til að veita Kristi viðtöku? Hefur þetta svo
allt eins og dofnað og runnið út í sandinn? Viltu þá
ekki nú koma á fund frelsarans á ný? Viltu ekki síðan
ganga með honum daglega með því að lesa orð hans og
tala við hann í bæn. - Þvottakona í Englandi, var mikið
verkfæri Guðs. A morgnana bað hún Drottin að gefa
sér texta, er hún las í ritningunni. Hún hugleiddi hann
og bað, meðan hún vann verk sitt. A kvöldin kom svo
fólk til hennar, sem vildi fá andlega hjálp eða upp-
byggingu. Og þetta fengu margir. Vilt þú ekki byrja
með því að biðja, núna meðan ég les: „Drottinn Jesús,
ég kem til þín. Taktu mig eins og ég er. Fyrirgefðu
mér allar yfirsjónir og syndir. Hjálpaðu mér til að
segja öðrum frá þér. Fyrir þíns nafns sakir. Amen.“
Leiðin til friðar
Hún er að gleðjast yfir lífinu, af því að það gefur þér
tækifæri til að elska, vinna, leika þér og að líta upp til
stjamanna.
Það gefur þér líka tækifæri til að vera ánægður með
eignir þínar, en ekki ánægður með sjálfan þig, þangað
til þú hefur varið þeim á sem allra bestan hátt.
Það gefur þér tækifæri til að fyrirlíta ekkert í heim-
inum nema lygafals og ódrenglyndi og óttast ekkert
nema bleyðiskap. - Henry Van Dyke.
(Þýtt úr Sverði Drottins.)