Norðurljósið - 01.01.1980, Side 25

Norðurljósið - 01.01.1980, Side 25
NORÐURLJÓSIÐ 25 Þórður M. Jóhannesson: r Frá Islands svölu sundum að Suður-Indlands grund. Það var 15. júní 1978, sem gamall draumur rættist. Hann var jafngamall því, að ég fór að hugsa um að styrkja fátæka trúboða-fjölskyldu á Indlandi. Ég hafði hlustað á útlendan mann, sem sagði frá því, hversu mjög Indland þarfnaðist þess, að fagnaðarerindið væri boðað þar. Það þarfnaðist líka efnalegrar hjálpar. Mörgum fannst, að ráðist væri í nokkuð mikið af gömlum manni sem mér, að ég færi þessa löngu ferð án þess að fara með ferðamanna hópi eða sérstökum leiðsögumanni. En það voru líka margir, sem sögðu: „Þetta mun lánast hjá þér. Þetta verður skemmtilegt. Við biðjum fyrir þér.“ Fyrir þetta þakka ég þeim og bið Guð að blessa f)á alla. Ég fann líka, að bænir þeirra greiddu veginn fyrir mér. En svo var það fyrst og fremst Guð, sem hjálpaði mér og hughreysti mig með orði sínu. Það voru margir ritningarstaðir, sem komu til mín, og tilgreini ég hér nokkra þeirra: „Hjarta yðar skelfíst ekki, trúið á Guð og trúið á mig.“ (Jóh. 14.1) „Óttast ekki, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð; ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlæt- is míns.“ (Jesaja 10.41.) „Hef ég ekki boðið þér: Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur.“ (Jósúabók 1.9.) Út á flugvöllinn fór ég 15. júní með dóttur minni, sem ók mér að Loftleiða-hótelinu. Þar beið langferða- bíll, sem átti að flytja farþegana á Keflavíkur-flugvöll- inn. Þar beið flugvél frá Loftleiðum, sem átti að flytja farþegana til London. Ég hafði áður látið prenta bókmerki á ensku. A það var prentuð greinin: Jóhannes 3.16. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafí eilíft líf.“ Ég byrjaði að gefa samferðafólkinu það og hélt því áfram alla leið til Madras á Indlandi, svona við og við. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim, sem prentaði bókmerkin fyrir mig fyrir lítið verð. Hann heitir Hilmar Guðlaugsson. Hann hefur prentsmiðju á Skemmuvegi. Ég vil líka geta þess, að flugþjónustufólkið var mjög alúðlegt, þegar það vissi, hvert ég var að fara. Reyndi það að greiða fyrir mér eins og hægt var. Þegar ég kom til London, fylgdi það mér til starfsfólksins hjá „British Airways.“ Það flugfélag hefur flugstöð á sama flugvelli (Terminal 3). En íslenska vélin lenti á Terminal 2, held ég. íslenskur herramaður var þama líka á stöðinni. Virtist hann verða glaður að sjá mig. Þar sem hann sá líka, að ég hafði íslenska fánann í barminum, rann honum blóðið til skyldunnar. Ók hann mér til næstu deildar hjá Breska flugfélaginu (British Airways.) ásamt stúlku frá Loftleiðum. Þau létu mig í hendur stúlku frá British Airways. Hún leiðbeindi mér að lokum út í stóra svonefnda Jumbó- þotu, að ég held. Hún tók 400 manns í sæti. Þar voru margs konar þægindi, meðal annars banki, þar sem hægt var að fá skipt peningum. Það var eins með starfsfólkið í þessari flugvél. Þegar það vissi, að ég var einn á ferð og Islendingur, tók það mig eins og að sér. Ég fékk sæti hjá Indverskum unglingi, sem var mjög kurteis og þægilegur. Hann var líka fróðleiksfús, og gátum við sagt hvor öðrum ýmislegt þar sem við töluðum báðir dálítið ensku. Ofurlítið var ég ruglaður í tímanum. Klukkan á Indlandi er 5-6 klt. á undan klukkunni hér og í Englandi. Þegar kom til Bombay, gekk allt svipað til. Fólk úr áhöfnum Jumbo þotunnar fylgdi mér á indversku flugstöðina og lét mig í hendur indverskrar stúlku, sem leiðbeindi mér. En dótið, sem ég var með, var óheyrilega lengi í tollstöðinni, svo að ég missti af flugvélinni, sem ég ætlaði með til Madras. Varð ég mjög áhyggjufullur útaf þessu. Stúlkan, sem átti að leiðbeina mér, var búin með vaktina sína. En hún kom þá með aðra stúlku til að hjálpa mér. Hún var mjög myndarleg í fasi og framkomu. Minnti hún á sjálfa Indiru Gandhi. Hún sá víst, að ég var áhyggjufullur út af þessu, svo að hún leit til mín og sagði hughreyst- andi: „Ég ætla að hjálpa þér.“ Það gerði hún mjög rösklega. I flugstöðinni var mikill fjöldi fólks. Fór ég þá að hugsa um, hvort ekki væri rétt að nota tímann til að dreifa út smáritum (bókmerkjunum). Þegar ég var nýbyrjaður, kom til mín unglingspiltur. Bauðst hann til að hjálpa mér. Þá komst ég að því að hann hafði verið í sunnudagaskóla og játaði trú sína á Drottin Jesúm. Gaf hann mér að lokum heimilisfang sitt, og skildum við svo með miklum kærleikum. Flugvélin, sem flutti okkur til Madras, var nú komin. Það tók, held ég, um tvo eða þrjá klukkutíma að fljúga frá Bombay til Madras. Bróðir Selvaray og fjölskylda hans beið mín í flugstöðinni í Madras. Varð ég þá mjög feginn og hresstist í huga. Móttökurnar voru líka frábærar. Blómsveigur var hengdur um háls mér og blómvöndur látinn í hönd mér. Slíkt hafði ég aldrei reynt áður. Ég var hjá þessari góðu, kristnu fjölskyldu í nærri því þrjár vikur. Fólkið reyndi eins og það gat að gera mér allt til hæfís.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.