Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 26

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 26
26 NORÐURLJÓSIÐ Ekki langt frá heimili hennar var Tómasar-hæðin. Sagt er, að þar hafí Tómas postuli liðið píslavættis- dauða - það er sagt, að Tómas hafí farið til Indlands og boðað kristna trú í Madras. - Þegar vestrænir menn fóru að koma til Madras, hittu þeir þar fyrir kristna menn, sem kallaðir voru „Tómasar-kristnir.“ Kaþólskir menn hafa byggt á hæðinni mynd af kross- festingunni og kapellu, held ég þar, sem sagt er, að hann hafí verið líflátinn. En niðri í miðri borginni er mjög vegleg kirkja. Er álitið, að postulinn hafí verið jarðaður þar. Margt var að sjá í Indlandi, sem kom mér til að hugsa um og þakka fyrir, hvað við eigum gott á Islandi í samanburði við fátæktina miklu, sem þarna má sjá víða. Eftir tæpar þrjár vikur fór ég að hugsa til heimferð- ar. Það var líka vegna hitans, sem um þetta leyti er mikill á Indlandi. Moskító-flugumar voru líka að bíta mig, og einnig það olli því, að ég var orðinn heimfús. Hitinn var stundum á milli 45 og 50 stig. Svo fylgdi fjölskyldan mér á flugstöðina og kvaddi mig þar með miklum kærleikum. Þannig hafði hún tekið á móti mér. Með flugvél frá indverska flugfélaginu flaug ég til Bombay og kom þar að kvöldi dags. Morguninn eftir átti hún að leggja af stað. Varð ég því að gista í Bombay um nóttina. Gisti ég í hóteli, sem flugfélagið réði yfír. Var það líkt Loftleiða-hótelinu hér. Var mjög gott og þægilegt að vera þar. Um kvöldið fór ég að gá í bækumar, sem voru á náttborðinu. Sá ég þá, að Gídeons-félagið hafði látið þar biblíu. Gladdi það mig mjög, þar sem ég er sjálfur í Gíedons-félaginu. Um morguninn var farið út í flugvélina frá breska flugfélaginu. Hún hóf sig til flugs eftir stuttan tíma. Ég var nú kominn meðal manna af ýmsum þjóðum og bráðum í annað loftslag. Matarlystin varð líka betri, þegar komið var úr mesta hitanum. Ég held við höfum verið 10 tíma á leiðinni frá Bombay til Lundúna. Ég átti enn eftir af bókmerkjunum með Jóhannes 3.16. Dreifði ég þeim út meðal fólksins í flugvélinni. En það var geysimargt, því að þetta var stór þota eins og áður. Þegar komið var til Lundúna, fór ég strax að leita uppi staðinn, sem íslenska flugvélin fór frá. Fannst mér það dálítið flókið. En alltaf varð einhver til að hjálpa. Nú var ég líka með lítinn farangur. Ég hafði lært, að best er að vera með eins lítið og unnt er í svona ferðalögum. Er ég hafði fundið deildina eða öllu heldur staðinn, sem íslenska vélin fór frá, fann ég von bráðar skrifstofuna eða öllu fremur staðinn þar, sem skrif- borðið var. Varð það með þeim hætti, að ég heyrði einhvem vera að tala íslensku. Fannst mér þaðeins og englamál. Farið var út í flugvélina. Gekk ferðin vel til Islands. Og mikið var gott að vera kominn heim. Frá íslands svölu sundum að Suður-Indlands grund ég sveif á vélavængjum og vini hitti um stund. Þá fýsti mig að finna; við flugstöðvar þar dyr þeir hengdu um háls mér blómsveig, ég hafði ei reynt slíkt fyrr. Þó spámannsævi heima ei hljóti frægðarglans, þá fjarri föðurlandi hún fær oft heiðurskrans. Ég ei mig ætla spámann, en óska þó og bið, að einnig Island megi til Indlands senda lið. Osamkynja ok Ung stúlka kom til predikarans C. H. Spurgeon og sagði honum, að hún ætlaði að giftast manni, sem hvorki elskaði Drottin Jesúm né sækti kirkju. Hann lét hana þá heyra aðvörun postulans: „Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum.“ Hún reyndi að sannfæra hann um, að áhrif hennar, þegar þau væru gift, mundu lyfta honum upp. Predik- arinn bað hana þá að stíga upp á stól og standa þar. „Nú,“ mælti hann, „skuluð þér reyna að lyfta mér upp til yðar.“ Hún tók fast á, en árangurslaust. „Rétt,“ hélt hann áfram, „nú ætla ég að toga yður niður, en þér gerið allt, sem þér getið, til að vera kyrr á stólnum.“ Hún lagði hart að sér, en varð að fara niður af honum þegar eftir fyrsta átakið. „Þama sjáið þér,“ mælti hinn vitri sálnahirðir, „hvað muni gerast, ef þér giftist þessum manni. Þér getið ekki lyft honum upp, en hann mun toga yður niður.“ (Þýtt úr „Sverði Drottins.“) Ungar stúlkur, sem eiga vínhneigða unnusta, ættu að hugsa eftir ráðleggingu, sem gefín er í eftirfarandi erindi: Þér, ungu stúlkur, hafíð holl þau ráð, að heimta það af förunauti yðar, að ástin verði ei ofdrykkjunni að bráð, því oft er vínið skjótur bani friðar. Erindi þetta er úr kvæði, sem ég las sem barn eða unglingur. (Ritstj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.