Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 36

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 36
36 NORÐURLJÓSIÐ Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags Anda sé með yður öllum.“ Hér er talað um þrjár persónur. Hver getur haft samfélag við ópersónulegan kraft, t.d. segulmagnið? Svari þeir því, sem geta það. Sæmundur G. Jóhannesson. Stekkjagerði 7, Akureyri. Svar við fyrirspum Kæra systir mín í trúnni á Krist Jesúm. Náð Guðs, miskunn og friður margfaldist með þér. Ég þakka þér fyrir bréfíð. Viðvíkjandi fyrirspum þinni, þá hefur enginn Aðventisti nokkm sinni beðið mig að útskýra Poct. 21. 26.-31. En ef hann gerði það, þá mundi ég svara því til, að þetta var rógur, álygar, sem Gyðingar beittu oft, þegar þeir vildu koma einhverjum fyrir kattarnef, það er: láta múgæsingu drepa hann. Sbr. Post. 6.8.-14. með Stefán og Mark. 14. 55.-59. með sjálfan Drottin vorn Jesúm Krist. Páli var fullkunnugt um, hvað Guð hafði sagt við Abraham, er hann gerði sáttmálann við hann, sem sagt er frá í 1. Mós. 17. 7.-14. Maður, sem ekki var umskorinn, taldist ekki með í þjóðinni. Páll elskaði þjóð sína of mikið til þess, að hann færi að kenna slíka villu, að við nú ekki nefnum kærleika hans til sannleikans. Það er hvíldardagshaldið, helgihald laugardagsins, sem mest hefur komið mér í árekstra við Aðventista. Þar virðast vera svo harðlokaðir mannshugir, að ómögulegt sé að koma þar inn nokkurri ljósglætu. Biblían segir afdráttarlaust, að heiðingjar hafa ekki lögmál, heldur ísraelsþjóðin ein. Það er skýr kenning heilagrar ritningar. Einn starfsmaður þeirra hélt því fram við mig, að hvíldardagurinn hefði alltaf verið haldinn frá því í Edensgarði og fram úr. Á móti þessu tefli ég því, sem segir í 2. Mós. 31. 12-17. Ef allir heiðingjar héldu hvíldardaginn, hvemig gat hann þá verið sambandsteikn milli Guðs og Israels? Ef allar þjóðir færu að nota þjóðfána okkar Islendinga, þá mundi hann hætta að vera þjóðfáni Islands, sem greindi hann frá fánum annarra þjóða. Sæmundur G. Jóhannesson. Svar við fyrirspum Viðvíkjandi fyrirspurn þinni verður að taka fram: að lögmálið, sem gefið var á Sínaí og þær skýringar á því, sem koma fram í bókum Móse, eiga eingöngu við ísraelsmenn og koma okkur sem erum ekki af kyni ísraels, ekki fremur við en lögin í Bretlandi. Eitt sinn, er Aðventisti spurði mig, hvað ég segði um blessaðan daginn (laugardaginn sem hvíldardag), fékk hann þetta svar: „Hvaða dag halda líkin í kirkjugarðinum heilagan?“ Biblían segir, að við, sem trúum á Drottin Jesúm, erum dáin lögmálinu með öllum þess boðum og skipunum, og deydd því fyrir líkama Krists eða dáin. Rómverjabr. 7. 1.-7. Þá er að svara hinni fyrirspurn þinni: „Hvaða leiðbeiningar gefur Nýja testamentið konum í sambandi við búnað sinn?“ Við lesum í 1 Tím. 2. 8-9.: „Ég vil, að karlmenn biðjist hvarvema fyrir..., sömuleiðis, að konur skrýði sig sæmilegum búningi, með blygð og hóglæti.“ Klæðnaðurinn átti að vera úr þannig efni, að blygðun þeirra eða sköp sæust ekki í gegnum hann. En þannig klæddu sig girndarfullar, heiðnar konur, t.d. í Róm. Senmlega hjá Grikkjum líka. Ég á alfræðilega biblíu-skýringabók. Hún sýnir mynd af herkonungi. Er leiddur til hans hópur fanga. Eru það bæði konur og karlar. Sést nálega enginn munur á búnaði kynjanna, en mér virðist þó, að kyrtlar kvenna séu vitund síðari. Þóra mín las bréf þitt og bjóst við, að í þessu væri fólgið bann við kynvillu. Kynvillingur, sem leikur hlutverk konunnar, mundi þá vera búinn sem kona. En við kynvillu lá líflátsdómur. 5. Mós. 22.5.3. Mós. 20.13. Bið að heilsa manninum þínum, og Guð blessi ykkur öll og stóra drenginn. Guð geri hann að andlegu stórmenni, ef það dregst svo lengi, að Drottinn Jesús komi. - S.G.J. Þakklæti sýnt í verki. Þvottamaður kínverskur, Tong Jack að nafni, átti heima í Cambridge, Maryland, í Bandaríkjunum. Hann hafði þvottahúsið í byggingu, sem var rétt hjá húsi, er McAllister átti. Hann var ekkert hrifinn af því, en hann virti réttindi nágranna síns. Er drengir voru að stríða Kínverjanum og skaprauna honum, rak McAllister þá í burtu. Tong Jack hagnaðist vel á atvinnu sinni. Er McAllister varð sjúkur, sendi Tong Jack honum stöðugt blóm og sælgæti. En er hann dó, varð vesalings maðurinn ákaflega hryggur. Hann leigði þrjátíu vagna, til þess að allir gætu ekið að jarðarförinni, en sjálfur gekk hann á eftir líkkistunni, klæddur í hvítan sorgarbúning. - Svo er til fólk, sem heldur, að Kínverjar séu ekki þakklátir. (Þýtt).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.