Norðurljósið - 01.01.1980, Page 38

Norðurljósið - 01.01.1980, Page 38
38 NORÐURLJÓSIÐ komin inn á hættulega braut. Hreyfíngin getur sýnst mikil, en andlegi krafturinn lítill, og þá verður raunverulegur árangur fyrir Guðs ríki mjög lítill. Því fyrr, sem við höfum hugrekki til að hætta við slíkt, því betra. Kristindómurinn hefur þegar gengið alltof langt á þessari braut. Fólk hefur vanrækt að biðja, þangað til það hefur misst löngunina til að biðja. Þetta gengur alltaf þannig. Tapaður áhugi á bæn er alltaf eðlileg afleiðing af vanræktu bænalífi. En því meir, sem einhver biður, því meiri verður löngunin til að biðja. Það eru dásamleg forréttindi fyrir okkur, veika og vesæla menn, að við megum nálgast Guð í bæn. Hugsaðu um það, að hinn hái og heilagi Guð, sem ríkir í dýrð og ljósi, og er hylltur af kerúbum og seröfum himinsins, hann vill hlusta á þínar og mínar bænir. Hann, sem hefur skapað himingeiminn með sínum óteljandi skara af sólum og reikistjömum, hann tekur eftir þessari ófullkomnu mannveru, sem krýpur í bæn á einmanalegum stigum, niðri á þessari litlu reikistjörnu, sem við köllum, Jörð. Hann hefur áhuga fyrir þessari aumu mannveru. Hann elskar hana, og hann beygir sig niður og hlustar eftir bænarandvörp- um frá þessari einmanna, hjálparlausu mannveru. Hann lætur meira að segja smámuni í lífi hennar ekki vera sér óviðkomandi. Svo mikið elskar Hann mennina, að hann heyrir hvert bænarandvarp. Hann elskaði þá svo, að hann sendi son sinn frá ljósanna heimkynnum hingað niður á þessa dimmu jörð til að kenna okkur að biðja. Þú mátt biðja, og þú mátt leggja allt fram fyrir Guð í bæn. Þekkir þú synd þína? Viltu fá fyrirgefning og frið? Talaðu um þetta við Guð. Hann á hjarta sem elskar Þ»g- Ert þú einmana og yfirgefinn, er hjarta þitt sundurkramið af biturri sorg, eða óbætanlegum skaða? Gráttu þá út við brjóst Jesú. Trúðu honum fyrir því. Hann skilur þig. Hefur þú tímanlegar sorgir að bera áhyggjur um óþekkta framtíð, efnahagslegar áhyggjur? Leggðu byrði þína við fætur Drottins. Hann fæðir fugla himinsins og klæðir liljur vallarins. Er einhver, sem er þér nákominn, ófrelsaður? Talaðu um hann við Guð. Hann þekkir leiðina að hjarta hans. Gengur þú með erfiðan sjúkdóm - ólæknandi þjáningar - eyðilagðar taugar eða útslitið hjarta? Hinn mikli læknir lifir ennþá. Hann tekur á móti heimsóknum bæði á nóttu og degi. Hann getur læknað Þig- Þýtt úr Livets Gang.- G.G. Sálarfriður á undan uppskurði Sumarið 1913 bar svo til, að frú E. varð að gangast undir uppskurð, sem var alvarlegur. Áður en hún fór að heiman, og aftur síðdegis í sjúkrahúsinu, báðum við saman og fólum hana ákveðið umsjá og varðveislu okkar himneska föður. Litlu fyrir kl. 3 um nóttina vaknaði hún og gat ekki sofnað aftur. Ótti mikill greip hjarta hennar, er hún fór að hugsa um væntanlega aðgerð. Hvernig færi nú, ef lífsþráður hennar slitnaði, meðan hún lægi á skurðarborðinu? Börnin hennar sjö yrðu þá móður- laus? Ótti hennar varð að örvæntingu. Þá seildist hún eftir biblíunni sinni, er lá á borðinu hjá henni. Hún lauk henni upp og bað um eitthvert sérstakt fyrirheit. Andi Guðs leiddi athygli hennar þegar í stað að 56. Sálmi, 4. grein: „Þegar éger hræddur, treysti ég þér.“ Hún minnti Drottin á, að traust hennar væri á honum og bað hann að ávíta anda hræðslunnar og fylla hjarta hennar með friði. Lausnin kom íljótt, og eftir áeinar mínútur var hún sofnuð fasta svefni. Skurðlæknirinn þreifaði á slagæð hennar og sagði: „Áreiðanlega er þetta slagæð sann- kristinnar manneskju, því að þér eruð eins róleg og búið væri að aka yður til morgunverðar.“ Bæta verður því við söguna af frú E., að um nóttina vöknuðu tveir vinir (eða vinkonur) frú E. kl. 3 um nóttina. Báðum fannst þeim, að þeir (þær) ættu að biðja fyrir frú E. Ekki var það vani þeirra að vakna á þessum tíma, en komu með hana í bæn að hásæti náðar Guðs. Þeim þótti vænt um að frétta síðar, að bænum þeirra hafði verið svarað dásamlega. Aðgerðin heppnaðist vel, og frú E. fékk að lifa áfram með eiginmanni og börnum. (Þýtt úr: I Cryed, He answered. Ég hrópaði, Hann svaraði.) Bœnasvar hjá Kína Upplanda kristnibðinu. Maður nokkur var mjög reiður, af því að dóttir hans ung og tengdadóttir sóttu í kristniboðssalinn, sem var í næsta húsi. Þar lásu þær biblíuna og trúðu á Jesúm. Þetta taldi hann smán. Dag nokkurn barði hann dóttur sína hræðilega, læsti þær báðar inni í stofu og gaf þeim ópíum til að drepa þær. Heldur sagðist hann vilja deyða þær en að þær færu í þessi Jesú-trúar- brögð. Alltaf var beðið mikið mikið fyrir þeim. En þessa nótt báðu kristniboðarnir fyrir þeim nálega alla nóttina. Um morguninn kom maðurinn inn í stofuna og fann þær báðar bráðlifandi og heilbrigðar. Hann hætti virkri mótstöðu. Nokkru seinna bauð hann kristniboðunum til kvöldverðar hjá sér og sýndi þeim þann heiður, að sjálfur eldaði hann matinn. „En stöðug bænagjörð var haldin.“ (Post. 12.5.)

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.