Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 46

Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 46
46 NORÐURLJÓSIÐ HIRÐIR HSI Inngangsorð. Hér verður birtur nokkur kafli úr ævisögu manns, sem var fæddur og alinn upp í Kína áður en reglulegt kristniboð næði til upplanda Kína. Kristni var framan af boðuð mest í hafnarborgum Kína og upp með tveimur stórfljótum þess. Breyting varð á þessu, er svonefnt Upplanda-kristniboð hófst. Á því svæði átti heima og starfaði maðurinn, er af samtíð sinni, er hann var orðinn kristinn - var nefndur Pastor Hsi - hirðir Hsi. . (Hsi er borið fram líkt og shí). Hefst nú sagan: 1. KAFLI Breytingin rnikla. Eitthvað hafði gerst, sem var óvanalegt og enginn hafði séð fyrr. Vestur-Chang þorpið, sem var við rætur fjallanna, hafði hrokkið við, ró þess var raskað. Þorpsbúar bæði vissu lítið og kærðu sig lítið um þau málefni, sem komu róti á þjóðimar. Þeir voru langt frá umheiminum, fólgnir í hjarta Kína. En sveitarfréttir og athafnir yfirvalda og misjafnt gengi vina og frænd- fólks - þetta voru djúpstæð áhugamál. Margt hafði breyst á lífstíð gamla fólksins í Shan-si. (Útlendi reykurinn var nafn gefíð ópíum. Kínverjar höfðu með styrjöld verið knúðir til að leyfa frjálsa sölu þess.) Styrjöldina mundu þeir í þorpinu sumir og daga auðs og velmegunar áður en ópíum kom til sögunnar. Þeir mundu líka hungursneyðina miklu, þegar milljónir manna dóu. En þetta hafði aldrei þekkst áður. Öldungar þorpsins sátu og ræddu það, meðan þeir reyktu pípur sínar. Því miður, það var of satt, að lærdómsmaðurinn Hsi var orðinn kristinn. Eða sagt blátt áfram: hafði orðið fyrir töfrum „útlendu djöflanna.“ Er þeir höfðu komið þangað tveimur árum áður, sem boðuðu þessa nýju trú, höfðu hugsandi menn séð það fyrir, að einhverjir meðal „heimska fólksins“ mundi án vafa verða töfrum þeirra að bráð. En hver hefði getað ímyndað sér, að hinn fyrsti, sem festist í snörunni, yrði fróðleiksmaðurinn Hsi. Hann var í hárri stöðu, menntaður Konfúsíusar-trúar maður og leiðtogi þeirra. I þessu var fólgin undrunin og beiskjan, og há voru harmakveinin. Engin vafí lék á því, að það var óblandin ógæfa: að verða kristinn. Villumar, sem fylgdu því, voru svo magnaðar og víðtækar. Hvað Hsi viðveik, þá hafði hann alltaf verið að einu kunnur: andúð hans á útlendingum og van- þóknun á öllu, sem þeim kom við. Hann hafði reyndar samþykkt: að verða kennari þeirra, búa hjá þeim í borginni um tíma, verða eitt með þeim og vafasömu athæfí þeirra. Goð hans, er tilbeðin höfðu verið um langan aldur, voru nú afrækt, þeim hafnað. Orðróm- urinn hvíslaði því, að þau hefðu verið tekin og brennd. Ættartöflumar helgu voru ekki lengur tilbeðnar. Reykelsis-ilmurinn var horfinn úr heimkynnum hans. Merkilegt var það samt, að löngun hans í ópíum var horfín líka. Þetta var þó sannarlega leyndardóms fullt. Allir vissu, að nálega var það ómögulegt að losna við hana. Skyndilega hafði þetta gerst, svo að furðu gegndi. Enga grein var unnt að gera fyrir þessu. Ópíum-pípan hans var lögð á hilluna, og löngunin í það virtist hafa yfirgefið hann. Tíminn, sem hann notaði áður til undirbúnings ópíums-reykingar, var nú helgaður sérstökum siðum hans nýju trúar. Dag og nótt sást hann sitja við bækur, sem kennararnir útlendu höfðu komið með. Stundum söng hann hátt á afarskrýtinn hátt, stundum las hann steinþegjandi tímunum saman. Stundum kraup hann niður á jörðina, lokaði augunum og talaði þá við Guð þessara útlendinga, sem hvorki var unnt að sjá, heyra til né hafði nokkurt helgiskrín, sem táknaði hann. En alveg stóð á sama, hvað Hsi var að gjöra, það merkilega var, að alltaf sýndist liggja vel á honum, eins og hann væri yfírfullur af lífshamingju. Ef hann hefði erft geysileg auðæfí, uppgötvað lífdrykk eilífrar æsku, hefði hann alls ekki getað verið í betra skapi. Ekki var samt að sjá, að hann hefði haft hagnað af því: „að eta útlendu trúarbrögðin.“ Efkristniboðarnir hefðu keypt hann til fylgis við sig, eins og allir héldu, þá tókst honum að minnsta kosti að fela þá staðreynd. I stað þess að lifa í meira óhófi eða iðjuleysi, eins og sómdi stöðu hans, hafði Hsi snögglega sýnt hneigðir í aðra átt. Hann gleymdi tignarbrag fræðimannsins og var oft önnum kafínn við líkamlegt erfíði. Ef rökrætt var um þetta við hann, svaraði hann blátt áfram: að hann væri að læra búskap, svo að hann gæti litið betur eftir landeign sinni og haft meiri hag af henni. En hver hafði nokkru sinni heyrt um það, að lærður maður væri að uppræta illgresi í ökrunum, reka saman búpening, hreinsa korn eða tína saman eldsneyti með höndunum? Enginn vafí lék á því, að heimili hans og búskapurinn tóku framförum við þetta. En hvemig

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.