Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 47

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 47
NORÐURLJÓSIÐ 47 gat það bætt álitshnekki hans í mannfélaginu og að vinir hans og jafningjar yfírgáfu hann reiðir? Ekki var vafí á því, að Hsi, þegar hann gerðist kristinn, hafði móðgað sveitungana. Tignarstaða hans áður jók á hneykslið. Heldra fólkið hætti að telja hann í sínum hópi, er þetta varð kunnugt. Þjóðfélagslega var hann „búinn að vera“. En hafí þess verið vænst, að þetta gæti komið vitinu fyrir hann, urðu það ekkert nema vonbrigði. Skömmu síðar kvisaðist það, að hann hafði jafnvel gengist undir „þvotta-helgisiðinn." (Kínverjar nefndu skímina þetta.). Þar með hafði hann alveg gengið í flokk „útlendu djöflanna.“ Orð- rómurinn um þennan leyndardómsfulla sið breytti engu á betri veg. Örvæntu nú þorpsbúar um endur- heimt hans. Eitt er þó alveg víst. Hvað, sem hann gerði til þess, gæti þessi fráfallni lærdómsmaður aldrei umflúið dóm himinsins. Hann gæti að vísu gert það, sem honum sýndist, en guðirnir mundu hefna sín á honum. Kæmi það niður á honum sjálfum, fjölskyldu hans eða eignum. Bráðlega mundi það koma í ljós, hve hræði- lega illa hann hafði breytt. Meðan allt þetta var spjallað, hélt Hsi hljóðlega braut sína, nýr maður í nýjum heimi. Honum var upp runnið mikið ljós, bjartara sólinni. Allt var það horfið, sem olli honum vandræðum á fyrri árum. Efasemdir hans og sársaukakenndar spumingar, byrði synda hans, ótti hans við dauðann og hið Ókunna handan við hann var allt horfíð. Ópíums-fjötramir voru fallnir af honum. í anda var hann orðinn sem lítið bam, hjarta hans var fullt af gleði og kærleika. Hann var farinn að ganga inn í dýrðarfrelsi barna Guðs. Einangraðar í bústað forfeðra sinna urðu konurnar fyrstar til að meta þessa breytingu. Alveg vom þær eins fullar af hleypidómum og kunningjar hans. En þær höfðu betra tækifæri til að sjá breytinguna, sem nýja trúin hans gerði, og að dæma um hana. „Hin fyrirlitlega í innri íbúðinni", hógværa, smávaxna konan hans, sá hana og fann hana mest af öllum. Lífið hafði fært henni hræðileg vonbrigði. Ekki er hægt að hugsa sér meiri ógæfu í Kína en þá: að eiga engan son. Fyrir þá sök hefur verið skilið við marga konuna eða hún seld í þrældóm. Einkabam hennar, sonur, hafði dáið í frumbernsku. Hvílt hafði lengi yfir lífi hennar þessi skuggi sorgar og smánar. En maður hennar var ólíkur öðrum mönnum. Hann seldi hana ekki né tók sér aðra konu. Auðvitað var honum frjálst að gera það, hvenær sem var. Skolfið hafði oft hjarta hennar við þá hugsun. Bráðlyndur og ráðríkur, jafnvel þegar best lá á honum, var hann maður, sem mátti óttast. Reiðiköst hans voru skelfileg. Nú var hann orðinn dásamlega breyttur, ný ljúfmennska í öllu, er hann sagði og gjörði, nýtt vald yfir sjálfum sér og umhyggja fyrir öðrum og ný ástúð og umönnun gagnvart henni, svo að hún skyldi taka þessa nýju trú. Er hún gaf þessu gaum dag eftir dag, gat ekki farið hjá því, að frú Hsi yrði að minnka dálítið háðið og þá fyrirlitningu, er hún sýndi fyrst. Þó að honum skjátlaðist, var þó maður hennar sjáanlega einlægur. Aðrir máttu gera gys, en hún fór að verða forvitin, hver væri þessi leyndardómur, sem engum hafði tekist að finna. Er hún vaknaði á nóttum, undraðist hún oft að sjá hann sokkinn niður í Bókina sína. Eða þá, að hann kraup niður og gaf engu gaum nema því: að tala við þennan ósýnilega Guð sinn, er virtist vera honum svo raunverulegur. Og hvemig var unnt að gera grein fyrir því, að hann krafðist þess: að heimilisfólkið kæmi allt og væri viðstatt daglega, er tilbeiðslan þessi nýja færi fram, nema hann vænti þess, að eitthvað gott leiddi af því? En er öllu var á botninn hvolft, þá var þetta það, sem var mest þreytandi. Ef hann gæti aðeins geymt þetta með sjálfum sér. Hví lét hann trúskipti sín verða svona augljós öllum? Ekki var furða, þótt grannar þeirra gerðu gys að þessu. Auk alls þessa hafði hann tekið sér nýtt nafn, alveg sérstakt nafn. í krafti þessa Guðs, er hann tilbað nú, var langt frá því, að hann væri hræddur við illa anda, eins og hann var áður. Hann hafði gefið sér nafnið: „Demóna (illra anda) sigrari." Hvað gat verið meira kæruleysi, betur tryggt, að hann leiddi ógæfu yfir sig? Ekki mundi nokkur maður, með öllum mjalla, voga sér að tala um slíkar verur, hvað þá að vekja reiði þeirra. Þetta væri nóg til, að þeir létu hefnd koma nið- ur á honum. Ekki var það af anda sýndarmennsku, að Konfúsíus-trúar maðurinn fyrrverandi tók sér svo einkennilegt nafn. Hann hafði verið þræll ávana, sem hann hataði, verið undir harðstjórn valds, sem sterkara var en bestu áform og ákveðnustu tilraunir hans að losna. Haim hafði sokkið ofan í djúp þjáninga og niðurlægingar, sem þeir einir þekkja, er gengið hafa þennan sama veg. Er hann loksins fann hjá lifandi Kristi frelsunar von, þá sneri hjarta Hsi sér að honum í fölskvalausri trú, sem færði honum kraft máttar Guðs til lausnar. Þar sem hann hafði öðlast svo mikla lausn, var hann með þessu að tjá traust sitt á Anda Guðs, er bjó í honum. Hann sýndi með þessu, að hann væri kominn í ævilangt stríð, sem ekki var „við hold og blóð,“ er hann nefndi sig „Demóna sigurvegari.“ Nú á dögum hneigjast margir að þeirri skoðun, að persónulegur djöfull sé ekki til, illgjarn andi illskunn- ar, sem hafi herskara illra vera í þjónustu sinni. Ef til vill þarf ekki að furða sig á þessu í kristilegum þjóð- félögum, þar sem kraftur Satans er takmarkaður, enda líka greinilega verra fyrir hann, að hann sýni á sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.