Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 48

Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 48
48 NORÐURLJÓSIÐ réttan lit. Til okkar kemur hann í ljósengils mynd (2. Kor. 11.14., 15.)ogdylurmeðfrábærrileikninærveru sína. Þessa harf hann ekki í heiðingja löndum. Þar deilir enginn við hann um yfírráð hans. Þar eru her- brögð hans opinber og markmið hans augljós. Það, að efast um tilveru illra anda, dytti engum Kínverja í hug. Til þess fær hann oftíðar sannanir, að þeir eru máttugir. Við getum litið á þetta sem hjátrú og hafnað því án þess að hugsa meir um það. En staðreyndin stendur óhögguð og staðreyndir eru þrákálfar. Þegar því Hsi kjöri sér nafnið „Demóna sigrari, þá lét hann í ljós afstöðu, sem auðkenna mundi allt hans líf sem kristins manns. Honum var Satan persónuleg- ur óvinur ávallt, árvakur, máttugur andstæðingur, skarpur að sjá sér tækifæri, alltaf að búa sig til árásar innra eða utan frá. En svo raunverulegur var honum kraftur Krists, að hann var látinn fá meira en sigur, ekki samt án tíðra bardaga og ósigurs einstöku sinnum. En fullvissa hans jókst því meir, sem hann gaf sig á vald heilags Anda. Þar eð sannfæring hans var slík, þarf engan að undra, þótt reynsla hans frá byrjim væri af erfiðara tagi. Bænin var honum nauðsyn. Hann uppgötvaði snemma gagn þess: að fasta öðru hvoru til að þjóna Guði betur. Að eðlisfari var hann mjög ákveðinn maður, og við aðstæðurnar nýju breytti hann af sömu ákveðni. Líkaminn skyldi vera látinn hlýða og hrósað skyldi sigri yfír sérhverri synd og erfiðleika, í krafti heilags Anda. Þetta varð nú ástríða lífs hans ásamt óslökkvandi löngun: að kunngera þetta dásamlega hjálpræði. Þess vegna var það ómögulegt, að Hsi gæti þagað um frelsara sinn. Það mætti eins vel halda sólinni frá að skína og hjarta, sem elskar og er elskað, frá því að fagna. Hsi gat ekki annað en talað um Jesúm. Hann talaði líka um Jesúm allt til síðasta andartaks. Hann var alveg sannfærður um, að Guð hafði kallað hann til að predika Krist fjær og nær. En hann gerði sér ljóst frá byrjun: að ávinna sálir verður að byrja heima. Vitnisburður lífemis hans varð að geðjast móður, konu og vinum. Þörf var á kærleika og þolinmæði til að ná þessu marki. Það var engin smáræðis undrun, sem það vakti hjá konunum í fjölskyldu hans, hvað hann var ákafur, að þær skyldu skilja þetta. A fyrri dögum hafði hann aldrei hugsað um að kenna þeim nokkuð. Þær gátu hvorki lesið né skrifað, hvað þá að þær gætu skilið nám hans í fræðum Konfúsíusar. En þessi nýja kenning - væri hún mesti auður í heimi, gæti hann ekki lagt meira kapp á, að þær eignuðust hann! Samt sem áður, þótt það virtist einkennilegt, þá var þetta, sem hann talaði um, stundum mjög fagurt. Það virtist óvænt uppfylla kröfur hjartans. Bókin, sem hann las, var ekkert lík öðrum bókum. í henni voru huggunarrík orð, sem eigi var unnt að gleyma. Þar voru sögur af fólki, sem var svo líkt því, sem við erum nú. Ókunn, hlý tilfinning virtist snerta hjartað, er bókin sagði frá, þegar Jesús blessaði bömin, tók þau í faðm sinn. Hann sagði við ekkjuna: „Grát þú eigi,“ og hann gaf henni soninn aftur. Hann sá líka um, að brúðkaupsveislan misheppnaðist ekki. Með við- kvæmri snertingu læknaði hann marga sjúka og sorgbitna. Ekki var annað hægt en að elska Jesúm. Ekki varð bundist tára, er dásamlega sagan hermdi frá krossinum. Hví skyldi svogóður maður deyjaþannig? Gætu ekki guðimir hafa bjargað honum? Hvað gat verið merking þess, að hann reis upp úr gröfinni eins og bókin sagði? Og þetta, að hann væri nú lifandi og nálægur okkur, hefði enn hinn sama kraft og kærleika? Einkennileg voru þau og aðlaðandi þó þessi útlendu trúarbrögð. Hver gat skilið þau? Þó var það svo: að því meir, sem einhver heyrði, því meir langaði hann til að heyra fleira. 2. KAFLI „Djöfla-Sigrari.” Nú kom eitthvað fyrir, sem fylgdi mikill sársauki. í nokkra mánuði hafði allt gengið vel á heimili hins fyrrveranda fylgismanns kenninga Konfúsíusar. Uppþotið, sem afturhvarf hans olli, hafði nokkuð hjaðnað. Það virtist sem hann gæti á ný aflað sér lýðhylli, að minnsta kosti að nokkm leyti. Þetta var mjög að þakka því, hvernig hann lét kenningar Krists ráða í daglegum málefnum. Hvað hugsaði hann fyrst um, er hann var orðinn kristinn? Það var að leita upp gamla stjúpu sína. Hún hafði verið rekin af heimili hans - og það fyrir mörgum ámm. Hún lifði enn, fátæk og vanrækt. „Komdu aftur til okkar, móðir,“ hvatti hann hana, „og sjáðu, hve hjarta mitt er orðið breytt. Allt, sem stendur í valdi mínu mun ég gera, til að bæta fyrir hið liðna. Þú skalt fá hið besta, sem heimili okkar getur látið í té, og fallegustu líkkistuna og útförina, sem ég get séð um.“ (Er foreldrar verða miðaldra í Kína, er það fyrsta skylda sonarins að gefa þeim fallegar líkkistur. Eru þær tákn um sonarlega elsku. Þær em mikils metnar og settar í gestastofuna. Gamla fólkið vekur oft athygli á þeim með mikilli ánægju.) Gamla konan var í fyrstunni hrædd og hélt, að hann væri orðinn brjálaður. En smám saman varð henni

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.