Norðurljósið - 01.01.1980, Page 49

Norðurljósið - 01.01.1980, Page 49
NORÐURLJÓSIÐ 49 ljóst, að honum var alvara. Glöð og undrandi fór hún með honum og var aftur tekin í gamla heimilið. „Sjáið þið,“ sögðu konumar í þorpinu, „það getur ekki verið svo slæmt að vera kristinn, þegar öllu er á botninn hvolft!“ Þannig vann trúin nýja smám saman á. Kínverjinn kann að meta góðan hlut, þegar hann sér hann. Venjulega tekur það samt nokkum tíma, að augu hans opnist. En allan þann tíma, sem það tók, var Hsi að boða fagnaðarerindið bæði í orði og verki. Guð- ræknistimdin, sem haldin var daglega á heimilinu, var orðin að lítilli samkomu, sem fólk utan heimilis sótti oft. Vaknaður var áhugi margra á heimili hans. Kona hans og stjúpa vom næstum tilbúnar að lýsa yfír því, að þær væru kristnar. Þá komu nýir erfiðleikar, hið einkennilegasta og óvæntasta, sem gat komið fyrir. Það var frú Hsi, sem átti hlut að máli og hitti þetta því viðkæmasta blettinn á manni hennar, jjví að hann hafði verið fylltur gleði og von um hana. Avallt fús að taka á móti og gáfuð, hafði hún skilið sannleikann greinilega. Ævi hennar varð bjartari og rýmra hjarta hennar uns það virtist svo, að hún yrði manni sínum starfsfélagi sannur og vinur. Skyndilega breyttist allt. Sjálft eðlisfar hennar virtist gerbreytt líka. Fyrst var hún vanstillt og eirðarlaus. Síðan greip hana þunglyndi mikið á víxl við sára æsingu. Brátt kom að því, að hún gat varla etið eða sofíð. Heimilisstörfín voru vanrækt. Andstætt sínu eðlisfari og alveg á móti vilja hennar, var hún kvalin af illum hugdettum, meðan hryllingur eins og hræðileg martröð virtist alveg ná valdi yfír henni. Hún var ekki líkamlega sjúk og vissulegaa ekki gengin af vitinu. En hvernig sem hún reyndi, gat hún ekki haft stjórn á hugsunum sínum og athöfnum. Hún virtist undir valdi einhvers ills máttar, þrátt fyrir gagnslausa mótspymu. Sérstaklega bar á því, er haldin skyldi daglega guðræknistundin, að hún fékk flogaköst óstjómlegrar reiði. Olli þetta henni jafnt sem manni hennar undrunar og leiðinda. Reyndi hún fyrst að hafa vald á óskaplegu andúðinni, sem hún vildi ekki fínna til. En smám saman missti vilji hennar allan kraft. Hún virtist komin úr sambandi við sjálfa sig. Er köstin komu og fjölgaði, notaði hún orðbragð, sem skelfílegra var en nokkuð það, sem hún gat hafa heyrt á ævinni. Stundum þaut hún inn í stofuna eins og brjáluð manneskja og gerði framhald samkomunnar ómögu- legt. Eða þá að hún féU meðvitundarlaus á gólfíð og engdist þar í flogaköstum sem væri hún sjúk af flogaveiki. Einkenni þessi og önnur þekktu æstir nágrannar allt of vel. Þeir söfnuðust saman þar í kring og hrópuðu: „Höfum við ekki aUtaf sagt þetta frá upphafí! Þetta er kenning djöfla og nú eru illu andamir komnir yfír hana. Vissulega uppsker hann laun sín nú!“ Almennings álitið snerist alveg við. í raunum hans var Hsi engin samúð sýnd. í þorpinu fannst ekki karl eða kona, sem trúði öðru en því, að konan hans væri haldin af iUum öndum. Væri sá dómur yfír hann fallinn, af því að hann hafði syndgað gegn guðunum. „Frægur ,Demóna-sigrari!‘ “ hrópuðu þeir. „Við skulum sjá, hvað trúin hans getur núna!“ Um tíma virtist sem trúin gæti ekkert. Þetta var allra beiskasta undmnarefnið. Læknar á staðnum gátu ekkert gert. Hver sú læknis-meðferð, sem honum gat dottið í hug, var gagnslaus. En bænin gat hjálpað vissulega? En hvernig sem hann bað, versnaði sjúklingnum. Örmagna orðin af æ tíðari flogum, sagði áreynslan alvarlega til sín. Kraftar hennar virtust vera að fjara út. Þá leitaði Hsi Guðs á ný af alhuga. Erfíðleikar þessir, hverjir sem þeir vom, komu frá hinum mikla óvini sálnanna og hlutu því að lúta valdi Jesú. Hann lét heimilisfólkið allt fasta í þrjá sólarhringa. Sjálfur gaf hann sig að bæninni. Líkamlega magnlítill, en sterkur í trú, greip hann fyrirheit Guðs trúartaki og krafðist algerrar lausnar. Hann gekk síðan hiklaust til konunnar sinnar hrjáðu, lagði hendur yfír hana, en bauð 'f Tesú nafni illum öndtmum að fara burt og kvelja hana aldrei framar. Þá kom breytingin. Öllum til undrunar, nema manni hennar, fékk frú Hsi lausn þegar í stað. Þótt hún væri máttvana, gerði hún sér ljóst, að sigraðir vom erfíðleikamir. Og úr skugga um það gengu grannamir skjótt. Hve algjör var lækningin, það sýndu síðari atburðir. Hún þjáðist aldrei framar á þennan hátt. Svo djúp voru áhrifín, að hún lýsti yfír þegar í stað að hún væri kristin og sameinuð manni sínum í ævistarfí hans. Ahrifin á þorpsbúa vom snörp. Þeim var kunnugt um fólk, sem talið var, að væri haldið illum öndum, þótt þeir léku það misjafnlega illa. En fólkið hafði aldrei heyrt né séð, að nokkur hafði hlotið lækningu og bjóst heldur ekki við því. Hvað var hægt að gjöra gagnvart illum öndum? En hér höfðu þeir séð með eigin augum sönnun þess, að sterkari máttur var til. Þetta virtist nærri því vera kraftaverk. „Hver getur þessi Jesús verið?" var spuming margra hjartna. Það var engin furða, að þau vildu, að við tryðum á hann líka og tilbæðum hann.“ Sumir fylgdu dæmi frú Hsi og sneru sér til Drott- ins. Haldnar vom guðsþjónustur stöðugt á sunnu- dögum. Skurðgoðadýrkunin, sem mótstöðulaust hafði haldið fólkinu föstu, tók nú að linast í tökunum á því.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.