Norðurljósið - 01.01.1980, Page 50
50
NORÐURLJÓSIÐ
3. KAFLI
Arangur og mistök t fyrstu.
í austurátt var slétta, umkringd hæðum. Á henni
var hópur þorpa. Fyrir þeim fékk Hsi áhuga um þetta
leyti. I smáþorpinu Yang-Ts‘uen áttu heima bræður
tveir að nafni Li. Þeir voru bændur. Þeir voru nú í
erfíðleikum. Elskaður faðir þeirra í trúnni David Hill,
hafði skírt þá við sama tækifæri, sem hann skírði Hsi.
Kristniboðamir, sem eftir vom, áttu of annríkt í borg-
inni, til þess að þeir gætu heimsótt þessa fjarlægu
staði. Bræðurnir voru að missa kjarkinn sakir lang-
vinnrar ofsóknar. Hvað var þá sjálfsagðara en það, að
fræðimaðurinn kristni kæmi úr nálægu þorpi til að
hjálpa þeim?
Því var það, að viku eftir viku gekk Hsi þessa 10-11
km. aðra leiðina, til að halda ofurlitla guðsþjónustu á
bóndabænum við Yang-Ts‘uen.
Þetta voru óformlegar samkomur. Margar voru
spurningarnar og upphrópanir, sem gripu fram í
samkomuhaldið, en bornar fram af heiðnum
nágrönnum til að vera með í litla hópnum.
„Er allt þetta satt, Hsi kennari? Læknaði Jesús
virkilega veika manninn, sem hafði illan anda og hélt
til í gröfunum? Eða er þetta einungis heiðarlegt
ævintýri? Opnaði hann virkilega augu hinna blindu,
lét hann halta menn ganga og gerði hann hreina
líkþráa menn?“
„Hvers vegna býður þú honum ekki, með allri
virðingu, að koma hingað í nágrennið? Hér er nóg af
sjúku fólki. Okkur þætti vænt um að sjá hann Jesús
þinn, ef hann getur gert þetta, sem þú segir?“
Þetta var í sannleika einkennileg, ný saga. Aldrei var
Hsi glaðari en þegar hann skýrði hana fyrir þeim, sem
ekki höfðu heyrt hana. Syndin og fæðing Krists í
mannlegum líkama, friðþægingin, trúin og kristilegt
lífemi, - allt þetta varð að skýra í því ljósi, sem
streymir frá Golgata. Og orðið var predikað með
krafti. Þegar áheyrendur hans spurðu hann:
„Getur Jesús gert þessa hluti nú? Þú segir, að hann
sé lifandi og nálægur okkur. Getur hann læknað sjúka
og rekið út illa anda nú á dögum?“
Svarið var gefíð eins blátt áfram og ákveðið:
„Auðvitað getur hann það. Hann læknaði mig eftir
löng sjúkdóms ár og tók líka í burtu löngun mína í
ópíum. Heyrðuð þið ekki, hvernig hann frelsaði
konuna mína undan valdi illra anda, nú fyrir stuttu?
Það er ekkert, sem Jesús getur ekki gert fyrir þá, er
algerlega snúa sér frá synd og treysta honum.“
Þetta var ágætt svo langt sem það náði. En þá var að
færa sér þetta í nyt.
„Viltu þá biðja fyrir mér, Hsi kennari? Móðir mín
er veik, konan mín og sonur minn. Ó, komdu heim til
mín og fáðu Drottin Jesúm til að gera þau heilbrigð
aftur.“
Þetta var prófraun. En Hsi tók henni vel. Er hann
sá, að fólk var í sannleika einlægt, og fann, að það vildi
hætta við skurðgoð sín og synd til að fylgja Kristi, þá
lagði hann glaður hendur yfír sjúka og bað um bata
þegar í stað.
Segja má að sumu leyti, að engri reglu væri fylgt.
Hsi hafði aldrei lært þessa þjónustu og var ekki vígður.
Ekki höfðu krisniboðarnir heldur kennt honum að
vænta kraftaverka. Staðreyndin var, að á þessum
dögum var naumst nokkur, sem hefði getað þjálfað
hann eða haft vald til að vígja hann. I héraðinu öllu,
þar sem bjuggu fímmtán milljónir manna, voru aðeins
tvær trúboðsstöðvar Mótmælenda. Sjálfur var Hsi
einn af hinum allra fyrstu, sem sneru sér. Leiðtoga
hafði hann engan nema biblíuna. Hann átti heima
langt frá borginni og hafði lengst af engan kennara
nema heilagan Anda. En það er dásamlegt, hvað
maðurinn getur lært í slíkum kringumstæðum, sé
hann námfús og hlýðinn.
Sú þekking, sem Hsi hafði á biblíunni, var mjög
takmörkuð og ekki rétt á margan hátt. Sumt hafði
hann þó lært, þar á meðal, að bókin meinar blátt áfram
það, er hún segir. . .
Þess vegna, á hinn einfaldasta og eðlilegasta hátt,
vænti hann þess, að Drottinu mundi gjöra það, sem
hann hafði sagt: „Þessi tákn skulu fylgja þeim, er trúa:
I mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum
tungum, taka upp höggorma; og þó að þeir drekki
eitthvað banvænt, þá mun það alls ekki saka þá; og þeir
munu leggja hendur yfír sjúka, og þeir munu verða
heilir.“ (Mark. 16. 17., 18.)
Hann vissi, að postulunum hafði reynst allt þetta
sannleikur. Þeir höfðu farið út og predikað, og „var
Drottinn í verki með þeim og staðfesti orðið með
táknunum, er samfara voru.“ Sjálfur sá hann ekki enn
nokkurt tilefni þess: að tala nýjum tungum. Enn höfðu
engir eitraðir höggormar orðið á vegi hans. En hér var
nóg af sjúku fólki. Viðvíkjandi því voru fyrirheitin
skýr.
Jæja, við getum ekki, ef til vill, skilið þetta né skýrt í
ljósi vísinda nútímans. En Hsi beið ekki eftir því.
Uppi í litla þorpinu Yang-ts‘uen vissi hann, að hann
gat beðið í nafni Jesú. Hann trúði því, að ennþá hefði
nafnið ekki misst neitt af fornum krafti sínum.
Dásamlegir atburðir voru það, sem fátæklegu
heimilin sáu. Þeir minntu á forna daga, er postularn-
ir sögðu: „Jesús Kristur læknar þig.“ Þegar svo
fólk sá þetta með eigin augum, var það engin furða,
þótt karlar og konur sneru sér til Drottins. Ekki var
það heldur nokkuð einkennilegt, að fjandskapur