Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 51
NORÐURLJÓSIÐ
51
skyldi vakna. Myrkravöldin þama í Upplanda-döl-
um, þau höfðu aldrei áður hlotið slíka hólmgöngu
áskorun. Það sýndist líka eins eðlilegt og í frum-
kristninni.
En ofsóknin hélt áfram og magnaðist, uns sann-
kristið fólk og hitt, sem var leitandi, átti erfítt með að
standast þær. Mandarínunum bárust upplognar sakir
á þá. Sumir voru rændir og barðir og öðmm ógnað
með lífláti. Loksins kom sá tími, er mikil hátíð nálgað-
ist, að heiðnir þorpsbúar tóku fasta ákvörðun: Sérhver
sá, er ekki vildi tilbiðja guðina eins og venja var, skyldi
færður til musterisins, hendur hans bundnar saman
fyrir aftan bak, og böndin síðan dregin yfir bjálkana
undir þaki hofsins, upp og niður, uns hann afneitaði
trúnni útlendu.
Þetta var of alvarlegt uppþot. Kristna fólkið í Yang-
Ts’uen ákvað að flýja, meðan það var hægt. Bar því svo
til, að Hsi í Vestur-Chang þorpinu vaknaði, er stöðugt
var barið á hliðið hjá honum. Hann reikaði út í myrkr-
ið. Hann þekkti rödd Li bónda, hleypti litla flótta-
manna hópnum inn og heyrði sögu hans.
Enginn vafi leikur á því, að haldin hefur verið
bænasamkoma árla morguns. En Hsi var maður at-
hafna eigi síður en trúar. Hann hafði ekki ennþá lært:
að leggja slík mál í hendur æðri visku en hans eigin.
„Enga mótspyrnu gegn hinu illa“ og „hefndin er mín,
ég mim endurgjalda,“ segir Drottinn. Þetta voru
kenningar, sem ennþá höfðu ekki snortið hann kröft-
uglega.
Þetta var alvarlegt mál, vissi Hsi vel, að vera flæktur
í slíkri þrætu. Ógerlegt er að segja í Kína, hvað orðið
getur úr þess konar deilum. An ótta við afleiðingar og
öruggur um réttlátan málstað, lagði hann málið þeg-
ar fyrir Mandaríninn á staðnum. Voru ekki samningar
við Evrópu og Bandaríkin, sem tryggðu vernd þeirra,
sem taka vildu kristna trú? Sagði ekki sjálfur Drott-
inn: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu, farið því
og gjörið allar þjóðir að lærisveinum?“ Efalaust voru
samningar þessir hluti af því valdi, sem lagt var í
hendur Krists? Hæfileiki hans: að vinna þetta mál
fyrir dómstólunum, var það sjálfsagt líka. Heyrði ekki
öll hans orka Drottni til, og einnig þessi hæfileiki,
efldur við notkun og sársauka liðinna ára? Vissulega
var hér komið tækifærið: að láta gáfur sínar koma að
gagni í þjónustu nýja Meistarans hans?
Þetta var nógu líkleg röksemd. Margur eldri krist-
inn maður hefur verið afvegaleiddur af slíkum rök-
semdum. Hinar dýpri kenningar Krists eru mörgum
torskildar enn, og mörgum augum eru þær huldar.
Hsi hélt því málinu fram á sama hátt sem á fyrri
dögum til þess að vekja yfirvöldin. Málið sótti hann
fast og með svo miklum bægslagangi, að allt var gert til
að losna við hann sem allra fyrst. Mandaríninn sendi
hermenn til þorpanna, sem áttu hlut að máli, og kom í
skyndi á lögum og reglu, og staðfesti réttindi hinna
kristnu.
Allt þetta tók svo sem mánaðartíma. Flóttafólkið
naut á meðan gestrisni Hsi á heimili hans. An þess að
finna ósamræmið áminnti hann fólkið um að treysta
Drottni og fræddi það kostgæfilega um kenningarnar
varðandi kristilegt líferni. Hann ól önn fyrir fólkinu,
uns ró var komin á, svo að það gat snúið aftur heim til
þorps síns í friði.
Þakklátt og hughreyst hélt kristna fólkið í Yang-
Ts’uen heimleiðis. Fann það þá, að grannar þess höfðu
verið hræddir til hlýðni. Ofsókninni var ekki haldið
áfram, heldur virtust allir bera heilnæman ótta fyrir
trúnni kristnu. Þetta varð til uppörvunar leitandi,
kjarklitlu fólki, þegar svo Li-bræðumir opnuðu hús
sitt, til þess að haldin yrði þar almenn samkoma á
sunnudögum, flykktist fólkið inn. Hsi kom þangað oft
sem áður. Hann sá, að heilar fjölskyldur voru fúsar til
að brenna skurðgoðin sín. Nágrannaþorpin fylltust
sama áhuga. Jafnvel úr talsverðri fjarlægð kom fólkog
flutti með sér sjúka vini, að þeir hlytu lækningu. Það
bað líka kristna menn að fara með sér og boða fagn-
aðarerindið. Smám saman hófust vikulegar samkom-
ur á þessum stöðum líka. Hsi komst að því, að hann
hafði nóg að gera við að gegna hirðisstörfum og
predika. Á einum stað sneru sér sex fjölskyldur, á öðr-
um stað voru þær átta eða níu, sem sneru sér til Drott-
ins. Um þrjátíu manns komu reglubundið saman til
guðsþjónustu.
Er tímar liðu fram, varð Hsi órótt út af því, að
einhvem veginn þroskaðist þetta fólk ekki á þann hátt,
sem hann vænti og þráði. Allt gekk vel, meðan ekkert
erfitt kom fyrir. En henti það, var sem trú þess yrði
reikul og hjörtun köld. Hvemig sem hann reyndi að
ala þá upp. og annast, þá blómguðust þessir litlu
söfnuðir aldrei. Er tímar liðu fram, kom fráfall og
hryggileg hnignun. Þetta varð heitum vini þeirra sár
sorg, er loksins varð að djúpstæðustu lexíunum, sem
hann lærði.
Hann skildi það ekki í fyrstu, en sannleikurinn varð
honum smám saman augljós. Er þetta hafði endur-
tekið sig margsinnis, sannfærðist hann um, að ofsókn
og erfiðleikar em leyfð sem nauðsynlegt próf þess,
hvort fólk sé fúst til að líða sakir Krists og ganga á
vegum hans, er það kostar fórn. Fór hann þá að meta,
hvaða raungildi hafði slík reynsla. Hún var sáldun og
styrking, verk, sem ekkert annað gat komið í staðinn
fyrir. Með fáum orðum sagt: Hann skildi, að Guð veit
best, hvernig á að annast þá, sem em hans. Við getum
ekki verið án þeirra þrenginga, sem hann leyfir að
mæti okkur.
Þetta var mikilvæg aukning þroska. Hún, eins og