Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 52
52
NORÐURLJÓSIÐ
mörg önnur atvik full sársauka, var undir st jóm Guðs.
Hsi þurfti svo margt að nema og afnema, að hann gerði
framan af glappaskot mörg. En hann var í fylgd með
Guði. Og aldrei hefur hjarta svarað né sýnt meiri
hollustu því, er gefur meiri þekking á guðlegum vilja.
4. KAFLI
Vöxtur t náð.
Þetta voru byrjunar tímar. Hsi var enn þá nýgræð-
ingur í andlegum efnum, þrátt fyrir kærleika sinn til
Krists og afdráttarlausa helgun. Á síðari árum varð
hann maður, er sjaldgæfa þekkingu hafði á Guði.
Hægt er að hrökkva við, þegar sést, hve langan tíma
það tók hann: að koma auga á hluti, sem augljósir
virðast.
Guð hefur sína uppeldis skóla, jafnvel meðal
heiðinna manna. Kristniboðar eru ekki kennaramir
einu. Oft ber það við, séu þeir nógu vitrir til að sjá það,
að sjálfír em þeir nemendur, þegar heilagur Ándi
starfar í námfúsum hjörtum. Vér gemm oft glappa-
skot, er vér leitumst við að uppfræða, verðum til
hindmnar einmitt af því, að við flýtum okkur að
hjálpa. Kennarinn mikli er svo vitur og þolinmóður,
missir aldrei kjarkinn, skortir aldrei eðlilegar og
einfaldar aðferðir til að láta námskaflann lærast.
Þannig þroskaðist Hsi. Hann lærði allt, sem hann
gat, þegar svo bar við, að hann hitti kristniboðana í
borginni. En Guð kenndi honum, oft á einkennilegan
og furðulegan hátt, er orð Guðs upplýsti hann og var
heimfært til reynslu daglega lífsins. Má nefna
forfeðra dýrkun sem dæmi, þessa , þar vom notaðar
aðferðir, sem engum af oss hefðu komið til hugar.
I nokkra mánuði eftir það, að Hsi varð kristinn,
geymdi hann í gestaherber^i sínu töflu, sem á var
letrað nafn fyrri konu hans. I henni átti að búa einn af
þremur öndum hennar. (Annar andi dvelur í gröfinni
og er tilbeðinn á viðeigandi tímum. Hinn þriðji er
þegar farinn til ósýnilega heimsins og verður að sjá
fyrir honum með því að fóma öðm hvom pappírspen-
ingum, húsum, fatnaði, o.s.frv.)
Svo er að sjá, að honum hafi aldrei komið til hugar,
að geymslan á töflunni, sem hann var hættur að
tilbiðja, væri eins konar bandalag við hið illa. Hann
viaðist alls ekki hafa hugsað um þetta. En hafi hann
gert það, ályktaði hann svo, að töfluna gæti hann
geymt, þó að hann tilbæði hana ekki lengur. Hún gæti
verið kyrr hjá hinum og sýnd virðing. Væri hún
fjarlægð, mundi það valda hneyksli og misskilningi.
Hvað var unnt að gera í þessum kringumstæðum?
þar sem enginn var til að sýna honum ósamræmið í
þessu, hvemig átti Hsi þá að öðlast þessa sannfæringu,
svo að hann yrði sterkur, vitur leiðtogi í söfnuðinum?
Tíminn leið, taflan var kyrr. Hsi þekkti alls ekki
skyldu sína gagnvart henni. Þá bar svo til einn
morgun, er hann kom inn í herbergið sem venjulega,
að hann varð alveg undrandi, er hann sá þennan nærri
heilaga hlut liggjandi á grúfu á gólfinu. Engin af
hinum töflunum hafði verið snert. Þessi hafði fallið,
sjáanlega án snertingar mannlegra handa. Hún lá á
grúfu framan við staðinn, sem hún hafði verið á.
Hsi flýtti sér að reisa hana við. Undmn hans óx, er
hann sá, hvað orsakað hafði fallið. Neðsti hluti
þessarar trétöflu hafði verið nagaður sundur af
rottum. Þetta hafði aldrei komið fyrir áður. Vandlega
gerði hann við skemmdimar og setti töfluna á sinn
stað. Ein lexía var ekki nægjanleg.
Einkennilegt er að segja frá því, en hið sama
endurtók sig fáum dögum síðar. Ráðist hafði verið á
sömu töfluna. Hún var dottin niður. Þetta var of
merkilegt til þess, að gengið yrði fram hjá því. Hsi gat
ekki annað en velt fyrir sér, hvers vegna þetta hafði
komið fyrir töfluna, sem hann átti aleinn?
Atvikið leiddi til umhugsunar og innilegrar bænar.
Tók þá sú sannfæring að ná valdi á honum, að forfeðra
dýrkunin öll væri hjáguðadýrkun og frá djöflinum.
Hann sem sannkristinn maður gæti ekki iðkáð hana
framar. Þetta skar úr málinu. Taflan var eyðilögð
þegar í stað, og vitnisburður hans í þessu efni varð
skýr og afdráttarlaus.
Hins vegar fann hann, að Drottinn hafði í þessu
máli látið Ijósið koma smám saman. Á þennan
einkennilega hán, til þess að hann yrði Ijúflyndur og
þolinmóður við aðra í sömu kringumstæðum.
„Við þurfum að vera mjög varfærin,“ var hann
vanur að segja, „er við vekjum athygli ungra
trúskiptinga og leitandi fólks. Auðvitað er forfeðra
dýrkvmin hjáguða dýrkun. Hún setur dáið fólk, karla
og konur, í sess Guðs. Samt er margt, viðkvæmt og
fagurt, í sambandi við hana; minningar úr fortíð,
þakklæti, virðing og náttúrulegur kærleikur. Við verð-
um að sýna dómgreind. Mikinn skaða getur það gert,
sé það fordæmt, sem maðurinn áður þekkti sem hið
besta. Þú verður fyrst að vera viss um, að hann hafi
hlotið eitthvað betra. Líkt og dauð laufblöð á tré detta
rangar og vafasamar venjur af manninum, þegar hann
eignast eitthvað betra.“
Þannig var það svo um hann, og ekki einungis, er
forfeðradýrkun átti hlut að máli.
Það vekur undrun, að fyrsta sumarið eftir aftur-
hvarf sitt hélt hann áfram með góðri samvisku að
rækta og selja ópíum þrátt fyrir það, að hann þekkti
svo vel banvænar afleiðingar efnisins. Enginn hafði
bent honum á, að hann sem kristinn maður ætti ekki