Norðurljósið - 01.01.1980, Page 57
NORÐURLJÓSIÐ
57
ennþá hafist handa um eitthvað, sem var alveg nýtt.
Lækninga-kristniboðsstöð, rekin alveg af innlendu
starfsfólki og án eftirlitis útlendra manna, var alveg
nýtt fyrirbæri á þessum dögum. Kristniboðarnir, sem
dvöldu í borginni, höfðu samúðarkennd og áhuga. En
viturlegast þótti þeim: að veita enga beina aðstoð.
Aleinn og bænrækinn tók Hsi til starfa. Lyfjabúðin
nýja var tilbúin bráðlega og lyíjaverslun hafin.
Stofan bak við búðina var gjörð að gestasal. Stólar
með háum bökum stóðu þar sem heiðurssæti.
Gljáfægður látúnspottur og postulínsbollar stóðu á
borðinu sem byðu þeir gesti velkomna. Kristileg
einkunnarorð skreyttu veggina. Gnægð bóka og
bekkir bentu til, að haldnar væru hér kvöldsamkomur
og guðsþjónustur á sunnudögum. Sjálf var búðin
snotur og aðlaðandi. í opnum gluggum sáust birgðir
lyfja. En innifyrir var hefðbundna sætið, er læknirinn
skipaði, er hann ræddi við sjúklinga sína. Yfir
dyrunum voru orðin: Salur sælla hljóma eða Góðra
frétta.
Hsi átti mjög annríkt á þessum dögum, því að hann
var læknirinn, predikarinn og forstjórinn. í vissum
skilningi vann hann starf lækninga-kristniboða. En
hafði það framyfir, að hann var innlendur sjálfboða-
liði. Það var gott sambland.
Abyrgðastörf hans jukust í heimaþorpi hans.
Heimili hans, rúmgott eins og hjarta hans, var fullt af
fólki, sem þarfnaðist hjálpar. Jafnvel sumarið 1881,
tæpum tveim árum eftir afturhvarf hans, ritaði sá
kristniboði, sem ábyrgð bar á starfínu í því héraði, á
þessa leið:
„Maður úr þorpinu, þar sem Hsi á heima, var hér á
samkomum í gær. Velbúinn var hann og heilbrigður
að sjá. Hann bað á fagurri kínversku, að við mættum
öll læra, hvað það er: að deyja með Kristi, vera með
honum greftruð og jafnvel nú að rísa upp og lifa
upprisulífínu með honum. Fáir mánuðir eru liðnir,
síðan þessi maður var í tötrum, óhreinn og aumlega á
sig kominn. Hann neytti mikils ópíums, nálega 30
grömmum af þessu eitri á dag. Hsi tók hann að sér,
hafði hann heima hjá sér, fór með hann sem bróður
sinn, keypti lyf gegn ópíumsnautn, annaðist hann og
leiddi hann til Krists. Ópíums-neysla er alveg horfín.
Hann aðstoðar Hsi við allar samkomur. Hvort hann
hefur öðlast fullkomið afturhvarf, veit ég ekki. En
hann er gott sýnishom af því starfi, sem bróðir okkar
Hsi rekur, og er til mikillar uppörvunar." ....
Ekki gekk allt eins og í sögu, þó að lyfjabúðin væri
opnuð. I Kína líkt og heima er til fólk, sem játast vill
undir nærri því hvað, sem er, fyrir sakir ávinnings. A
meðal þeirra, er komu sem leitandi menn, voru án efa
einhverjir, sem héldu, að tækju þeir kristni, tryggði
það kröfur um fjárhagslega hjálp. Fjarlægt var það Hsi
að líta þannig á málið. Sjálfstæður og úrræðagóður var
hann sjálfur. Háleitar voru hugsjónir hans um
kínverska kristna kirkju.
Hins vegar var hann gæddur sönnu hirðishjarta, bar
umönnun mikla fyrir þjáðum og sjúkum. Aldrei gat
hann sagt: „Vermið ykkur og mettið,“ en látið
trúbróður frá sér fara hungraðan og aumstaddan. Það
gerði hann aldrei. Hins vegar var ekki hægt að svíkjast
að honum. Enginn komst fyrr að uppgerð eða
óeinlægni en hann, ef hún var til staðar. Þannig var
hann glöggskyggn á eðlisfar manna. Það bjargaði
honum frá mörgum mistökum, hélt hjartgróinni
samúð hans í jafnvægi.
Hann var líka meðal eigin þjóðar, sem hann skildi
svo vel, að ekki var líklegt, að hann yrði leiddur langt
út af réttum vegi. Frá upphafi var hann of vitur til
þess, að honum kæmi í hug, að kristniboðar frá öðrum
löndum skyldu reyna að fást við þess konar
góðgerðarstarf. Eðlilega þekktu þeir ekki, hvernig er
kínverskt skapferli, eðlisfar og siðvenjur. Voru þeir
svikurum auðveldari bráð, og afstaða þeirra önnur
gagnvart kirkju landsmanna. Sjálfur sá hann aldrei
nokkra ástæðu þess, að minnka nokkuð örláta gestrisni
sína. Meðan hann lifði, var heimili hans opið öllum,
sem hann gat þjónað vegna Jesú.
Stöku sinnum varð hann fyrir vonbrigðum.
Mennirnir, sem hann setti fyrst í lyfjabúðina,
brugðust honum og vildu ekki vera, því að þeir
högnuðust ekki nógu mikið á því. Hsi fékk áhyggjur út
af þessu, aðallega þeirra vegna, því að hann óttaðist, að
þeir yrðu aldrei að fullu gagni í framtíðinni. Og það
varð svo. Með óbuguðum kjarki setti hann aðra í
þeirra stað, og starfið hélt áfram í meir en tuttugu ár.
7. KAFLI
Vandamálið skilið.
Komið var upphaf ársins 1883, fjórða árið frá
afturhvarfí hans Hsi. Orlagastund var að nálgast.
Hann vissi það ekki. Nýjar framkvæmdir voru í
vændum, er leiða mundu til ævistarfs hans.
Þrjátíu og tveimur km. norðar en þorp hans var, fast
við þjóðveginn, er lá til höfuðborgar héraðsins, vzr
borgin Hung-Tung, höfuðborg fylkisins. Hún stóð
sem vörður við þéttbýla sléttu. Fjöldi borga og þorpaa
var þar á sléttunni og teygðu sig upp á lægri rana
fjallanna. Mikilvægustu borgirnar voru meðfram
straumharðri ánni. Er kristniboðar ferðuðust yfír
þetta fagra hérað, hafði þeim orðið ljóst, hve mikil-
vægt það væri, að þarna risi kristniboðsstöð. En fram
að þessu hafði ekki fagnaðarerindið borist þangað.
Þar sem kristin kirkja hafði látið fólkið sitja svo lengi