Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 58

Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 58
58 NORÐURLJÓSIÐ í myrkri, reyndi fólkið sem best það gat að seðja hungur sálarinnar. Fáfrótt var það, en fjarri því að láta hina andlegu hluti afskiptalausa. Svo sem fímmtíu ár- um áður hafði komið fram siðbótarmaður þar, sem varði ævinni til að gefa samlöndum sínum hið besta, sem það þekkti, og náð þar markverðum árangri. Hirðulaust um eigin þægindi fór hann þarna fram og aftur. Hann lagði á sig erfíðleika, lifði fátækur og einmana, reiðubúinn að gefa þeim sinn síðasta pening, sem í meiri seyð voru en hann. Hann predikaði alstað- ar skyldu sjálfsafneitunar og að þjóna guðunum trúlega. Með brennandi áhuga kallaði hann bæði karla og konur til iðrunar, að snúa sér frá eigingirni og illri breytni. Leggja skyldi stund á dyggðina, sjá fyrir þörf- um annarra, leggja stund á velgerðir, nota tíma og fjár- muni til að létta þjáningar annarraa, auka verðleika sína - með þessu eina móti gæti maðurinn vænst þess, að reikningar sálar hans yrðu sléttir, jafnir, er ógnar- dagamir kæmu. Aminningar, slíkar sem þessar, áttu vel við stranga skyldu-tilfinning Kínverjans og ennþá sterkari ótta við dauðann og endurgjaldið - dóm himinsins, er enginn getur umflúið, - skelfingarnar, sem samviskan seka klæðir hið mikla, Ókunna í. Ekki var mikið ljósið, er hann gat gefíð né hjálpin stór! Samt flykktist fólkið til hans. Það hafði ekkert betra. Margir gerðust fylgjendur hans háir sem lágir, ríkir sem fátækir. Fylgjendur Konfúsíusar, Búddha og Taóistar, karlar bæði og konur, mynduðu félög, vel skipulögð, og gerðu mikið til að endurvekja dýrkun skurðgoða og reglubunda framkvæmd helgisiða. Jafn- vel í augum þessa fólks voru Búddhatrúin og Taóism- inn hræðilega spillt í Shansi. Einkum var það á Hung-tung sléttunni og í héruð- um þar um kring, sem þessara áhrifa gætti. Héraðið allt varð vígi skurðgoðadýrkunarfélaga. Leiðtogi hreyfingarinnar dó skömmu áður en komu fyrstu kristniboðarnir til Shan-si. Fylgjendur hans héldu starfínu áfram. Sumir þeirra urðu mjög vandlátir, neyttu aðeins jurtafæðu, kvæntust ekki og iðkuðu ströng meinlæti. Höfðu þeir yfír daglega söngva og bænir. Á meðan krupu þeir á kné niður á oddhvassa nagla, sem reknir höfðu verið gegnum fjöl í þessum tilgangi. Krupu þeir þannig, meðan brann tiltekin lengd af reykelsisstöng. Aðrir, sem ekki lögðu þetta á sig, fóru langar pílagrímsferðir sem kostuðu mikið erfíði, til fjarlægra helgiskrína. Þeir eyddu líka miklu fé til „góðra verka“, svo sem að leggja til líkkistur handa fátækum, bæta vegi, styrkja prestaog musterin, og til að kaupa fugla, físka og dýr, sem eta skyldi, og gera þau frjáls. Leiðtoga áttu þessir litlu hópar, sem hét Fan. Gáfaður var hann og áhugasamur. Hann átti heima í þorpi, sem var nokkra km. fyrir austan Hung-tung. Þótt hann væri helgaður „ræktun dyggða“, eins og þeir skildu þær, var hann þreyttur og óánægður í hjarta. Hann þráði eitthvað meira, eitthvað betra, en vissi ekki, hvað það var. Vinur hans í borginni hitti hann dag nokkurn og færði honum einkennilegar fréttir. Utlendingar höfðu komið þar í nágrennið og verið að selja bækur trúar- legs efnis. Þeir töluðu um Guð, sem þeir kölluðu sannan og lifandi Guð og einhverja aðferð, svo að hægt var að fá syndir fyrirgefnar. Áhugi vinarins fyrir þessu var ekki mikill. En honum datt í hug, að Fan gæti þótt vænt um að heyra þetta. Hann gaf honum líka smárit: „Þarfírnar þrjár.“ Fan var skjótur að taka ákvörðun. Trúarbrögðin nýju áttu skilið athugun að minnsta kosti. Utlending- arnir höfðu farið frá Hung-tung. En þeir áttu heima í næstu stórborg þarna fyrir sunnan, og var aðeins dag- letð þangað. Hann ákvað að fara þangað, sjá þá og komast sjálfur eftir því, hvemig þessar kenningar væru, sem vöktu svo mjög áhuga hans. Fyrst af öllu varð hann að búa sig út með gjöf. Af eigin reynslu skildi hann, hver var innri hlið þessa mála. Það átti alls ekki við, að hann kæmi tómhentur. Þetta bakaði nokkra töf. Hún var talsverð upphæðin, sem hann fann, að hann yrði að hafa meðferðis. Sigra varð mótspyrnu fjölskyldu hans og vina, einnig að sjá fyrir verkunum, sem vinna þurfti á jörðinni. En Fan varð loksins frjáls sinna ferða, kvaddi konu og börn og hélt af stað til P’ing-yang borgar. Létt var að fínna húsið, þar sem bjuggu útlending- amir. Sog bauð Fan innilega velkominn og aðrir líka. Farið var með hann í gestasalinn, og brátt vakti saga hans áhuga þeirra, sem heyrðu hana. Þennan dag vildi svo til að kristniboðarnir vom alveg önnum kafnir. Fan hafði því tækifæri að læra talsvert hjá þessum nýju vinum sínum. Þeir áttu heima í héraðinu eins og hann. Er Kristniboðamir komu, veittu þeir svör við mörg- um spurningum hans. Þeir virtust alveg skilja, hvernig honum leið. Þeir sögðu honum frá því, að það væru alls ekki fáir menn, bæði í borginni og umhverfis hana, sem tekið höfðu þessa nýju trú. Sérstaklega sögðu þeir honum frá einum lærðum manni, Hsi að nafni, sem fylgt hafði kenningum Konfúsíusar. Undr- aðist Fan þetta, því að harm hafði ekki búist við, að lærðir menn fylgdu þeim. Vakti þetta áhuga hans að heyra meira. Áhugi hans varð ennþá meiri, er kristniboðarnir komu inn. Hann hafði heyrt, að þeir klæddu sig og töluðu eins og Kínverjar. En undrandi varð hann, er hann sá, að þeir voru alveg eins og hann að ytra útliti.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.