Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 59

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 59
NORÐURLJÓSIÐ 59 Vingjarnlegir voru þeir og kurteisir og virtust meta stöðu hans sem trúarlegs leiðtoga. Þeir töluðu frjáls- lega um eilíft líf, hættuna, sem ófrelsaðir væru í, og gleðina yfír fyrirgefningu syndanna. En mikið af því, sem þeir sögðu, var leyndardómur áheyrandanum, sem var ekki slíku tali vanur. Og kristniboðarnir urðu að fara áður en þeir höfðu getað gert honum allt skilj- anlegt. Vonbrigða tilfinning greip Fan. Hann tók undir hjartanlegar kveðjur þeirra. Þó að Song og aðrir leggðu honum: að vera kyrr og heyra meira, bað hann þá að afsaka sig, en hann yrði að hverfa heim. Verið gæti, að hann kæmi aftur einhvern tíma seinna. Þetta ofbauð hermanninum hjarthlýja, honum Cang. „Ó, láttu þér ekki detta í hug að fara!“ hrópaði hann upp yfír sig. „þú ert varla farinn að skilja enn þessa dásamlegu kenningu. Komdu með mér til Vestur Cang þorpsins. Það eru aðeins fáeinir km. yfír slétt- una, og það gleður Hsi svo að sjá þig.“ Fan samþykkti þessa óvæntu uppástungu. Þeir lögðu af stað í áttina til fjallanna. Með vaxandi ánægju hlustaði Fan á allt, er Chang sagði honum af mannin- um, sem þeir mundu bráðum hitta. Hér yrði hann þó í kunnuglegum kringumstæðum að minnsta kosti. Var ekki Hsi fræðimaður á Konfúsíusar vísu, sem kenndi velgerða starfsemi eins og hann sjálfur? Brátt mundu þeir verða sem bræður. Sjálfur átti hann besta töfra- gripinn, sem þörf var á til að fá að komast að leyndar- dómum sérhvers trúflokks. Er hann var sestur í gestasalinn hjá Hsi, fannst hon- um sem væri hann heima hjá sér. Satt var það, hér voru engin einkunnarorð eða myndir guðunum til heiðurs, eins og hann hafði vanist, ekki heldur for- feðra-töflurnar. í stað þessa voru bókfell með áletrun- um, sennilega kaflar úr sígildum, kristnum bók- menntum. En allt var þetta þáttur í því, einfaldar voru trúarskoðanir þeirra. Dóminn um þetta lét hann bíða, en beið eftir komu húsbóndans. Chang hafði frætt Hsi á því, hver væri tilgangur þessarar heimsóknar. Hann flýtti sér og heilsaði gest- inum vinsamlega og lagði að honum að gista svo að þeir hefðu tíma til að ræða saman mikilvæg mál. Þetta geðjaðist Fan. Við þessu hafði hann búist. Hins vegar var honum óhagræði að því, að Hsi hafði ekki gefíð honum tækifæri til að gefa honum ávísun- ina, sem hann hafði komið með. Auðsætt var, að hann var ekki eini maðurinn, sem kominn var til að læra þarna. Margir komu og fóru, sem virtust vera heim- ilisfólk. Ólíklegt væri, að nokkur hinna nemendanna hefði borgað eins ríflega fræðsluna eins og hann ætlaði að gera. Svo beið hann síns tíma. Hsi lagði loksins önnur skyldustörf til hliðar og bauð gesti sínum inn í hljóðlátt herbergi. Með kurteis- legum afsökum, hvað gjöf hans væri lítil rétti hann fram þessa stóru ávísun. Hsi skildi undir eins kringumstæðurnar og andmælti: „Hvað! Lítur þú á náð Guðs sem eitthvað, er verði keypt með peningum? Herra, þú verður óðar að iðrast, að syndir þínar geti orðið fyrirgefnar og hjarta þitt endumýjað, eingöngu vegna trúar á verðleika frelsar- ans.“ Undrandi mjög og ráðþrota tók Fan peningana. Hann bað þennan nýja vin sinn: að skýra þetta fyrir sér, hvernig, á hvaða grundvelli hann gæti komist inn í kristnu trúna. Þetta var ekki unnt að gera á andartaki, svo að Hsi hélt honum hjá sér sem gesti sínum í þó nokkra daga. Samtöl þeirra voru löng og einlæg. Fan hlustaði á með áhuga. Hsi fann að lokum, að frekari fræðslu væri ekki þörf. Hann reis á fætur, gekk þangað, er Fan sat, og lagði hendur á höfuð honum, bað fyrir honum í hljóði. Hsi minntist á þetta löngu síðar: Þá varð Fan af hjarta hrærður. Hann grét upphátt samtímis því, að hann fagnaði og lofaði Guð. Allir, sem sáu þetta, urðu hræddir. En ég hughreysti þá og sagði: ,Astæðulaust er að óttast. Það er kraftur heilags Anda, sem komið hefur yfir hann.“ Þetta reyndist svo í raun og veru. Næsta morgun, jafnskjótt og hann vaknaði, var Fan fylltur dásamlegri gleði. Hann lýsti yfír, að hann væri trúaður maður. „Eg skil þetta allt nú!“ hrópaði hann. „Skurðgoðin em fölsk og gagnslaus. Himneski Faðirinn okkar er hinn sanni, lifandi Guð og Jesús frelsarinn eini.“ Hsi taldi hann á að dveljast þar dálítið lengur, svo að hann gæti numið meira um bæn og kristilegt líferni. Hann lét hann síðan fara leiðar sinnar, glaðan og ákafan að segja góðu fréttimar heimahjá sér. Þakklæt- is fullur sneri Fan til borgarinnar og dvaldi einn eða tvo daga hjá kristniboðunum sem gáfu honum nýja testamentið og hvöttu hann til að koma aftur, er byðist fyrsta tækifæri. Hann lofaði þessu fúslega og vonaði, að hann gæti komið með nokkra af fylgjendum sínum með sér. An vafa yrði fyrst misskilningur og tor- tryggni, ef til vill. En hann var fullviss um, að þeir mundu læra að meta gleðiboðskapinn áður en langt um liði. Æ-i, hann vissi ekki hve bitur yrði mótstaðan né hryggileg orsök hennar. Hann kom undir kvöldið til Fan-ts’uen og kom auga á heimkynni sitt, þar sem hann hafði skilið eftir konu og börn fáum dögum áður. En lítil böm komu ekki hlaupandi til að fagna honum. Ekki var hann vingjarnlega boðinn velkominn heim aftur, er hann gekk strætið í þorpinu. Sjáanlega var eitthvað að. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.