Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 61

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 61
NORÐURLJÓSIÐ 61 halda reglubundnar samkomur á sunnudögum í þorp- inu, sem voru vel sóttar. Kristniboðamir komu oft úr borginni og styrktu hendur hans. Er starfíð óx og nágrannar hans fengu meiri áhuga fyrir því, mætti hann nýjum og alvarlegum erfíðleika. Hann komst að því, að margir, sem voru leitandi, og mestar vonir tengdar við, voru allt of margir stöðugir ópíumsreykjendur. Meðal þeirra fannst ekki maður, sem reyndi að verja þennan ávana. Allir voru þeir sannfærðir um, að hann væri óskaplegur og vansæm- andi. Þeim datt aldrei í hug, að þeir gætu gerst kristnir og haldið þessum ávana áfram. En þeir þekktu engin ráð til að losna. Niðurstaðan hryggilega virtist sú, að vonlaust væri um þá. Aldrei gætu þeir talist meðal fylgjenda Jesú. Þessu vildi Fan ekki trúa. Erfíðleikann þekkti hann fullvel. En það hlaut að vera einhver leið til þess, að ópíums-reykjendur gætu frelsast. Hafði ekki sonur Guðs komið til að „leita hins týnda og frelsa það?“ Vegartálmar voru margir. Hann gat ekki farið með alla þessa leitendur heim til Hsi eða til kristniboðanna í borginni. Þar var ekkert húsrúm handa þeim. Sjálfur var hann ekki læknir og gat því ekki haldið áfram með lækningu þeirra, jafnvel þótt hann hefði lyfin, sem þörf var á. En hvemig gat hann farið til þessara manna, er hann vissi nú, að til voru lyf handa þeim, og sagt, að þeir yrðu nú einir að heyja hræðilegu barátt- una? Flestir mundu þeir gefast upp samstundis. Nei, hann fann, að Guð hafði gefíð honum verk að vinna, en hvemig? Er hann bað um þetta, rann sú hugsun loks upp hjá honum, að kannski gæti læknirinn komið til þeirra, þótt þeir gætu ekki komið til læknisins. Herra Drake átti lyfín til og vissi, hvemig átti að nota þau. Hann var líka góðhjartaður. Heimili Fans sjálfs, er var íbúðar- hellir, var nógu stórt til að hýsa tólf til tuttugu manns í einu. Sjálfur gæti hann bæði hýst lækni og sjúklinga eins lengi og talið væri nauðsynlegt. Þannig gætu allir sem óskuðu þess, fengið tækifæri til að verða frjálsir. Mr. Drake leist vel á þessa nýju hugmynd. Áhugi hans fyrir Fan og þorpinu var mikill. Hann samþykkti að dvelja þar í mánuð og lækna til fulls alla þá, sem fælu sig umsjá hans. Þetta var góð byrjun. í fyrstu voru aðeins tveir menn, sem höfðu kjark til að láta meðhöndla sig. Hinir troðfylltu gestaherbergið og garðinn framan við húsið. Þar biðu þeir frá morgni til kvölds til að fylgjast með framvindu lækninganna. Húsið var einfalt að byggingarstíl, var með þremur löngum herbergjum hlið við hlið, er líktust jarðgöng- um, eftirmyndir hella-bústaða, sem algengir voru í fjöllunum. Framhliðarveggur var gerður úr leðju- múrsteinum. Hann var með glugga á hliðarherbergj- unum tveimur. Dyrnar voru á miðherberginu, sem var gestasalurinn. Svefnherbergi voru til hægri og vinstri. Annað þeirra fékk kristniboðinn og sjúklingar hans. En ekki var hann mikið út af fyrir sig, því að þangað sást inn bæði að utan frá og innan. Fan var nú í essinu sínu. Hann horfði á meðferð sjúklinganna, bjó til mat og te handa gestunum og predikaði allan daginn fyrir mannfjöldanum í garðin- um og gesta-herberginu. Eftir því sem lækningin hélt áfram, hélt áhugi þeirra, er horfðu á, áfram að vaxa. Þá langaði svo til að vera með í þessu. En var unnt að standast þjáningamar? Annar þessara manna var einlægur leitandi sann- leikans. Kvalir hans urðu að lokum svo miklar, bæði á huga og líkama, að hann gat ekki afborið þær lengur. Komið var miðnætti, en hann vakti Fan og bað hann að hrópa til Guðs og biðja um létti handa sér. Eftir andartak var Fan kropinn á kné við rúm hans, öruggur um, að bænin mundi veita þá hjálp sem lyfin ein gátu ekki veitt. Allt hafði verið gert, sem unnt var. Nú fólu þeir sig krafti og miskunn frelsarans, sem þeir trúðu, að væri svo nálægur. Ennþá færði snerting handar hans lækningu. Þjáða manninum létti og gat varla beðið til morguns með að segja öðrum frá, hve skjótlega þrautir hans höfðu horfíð. Allur hans ótti var horfínn líka. „Vissulega eru lyfin góð,“ hugsuðu áhorfendur, „og það virðist, að bænin hjálpi alls ekki lítið.“ Arangurinn varð, að hinir og aðrir báðu nú um læknismeðferð, ims Drake og áhyggjufullur lautinant hans höfðu nítján manns undir höndum það sem eftir var mánaðarins. Til að dreifa hugsunum þeirra og nota tækifærið, kenndi kristniboðinn þeim sálma og greinar úr ritningunni, hafði samkomur kvölds og morgna, lét syngja mikið og læra vers utanað eftir réttri kínverskri tísku. Hver maður endurtekur námskafla sinn stundum saman með háum, sönglandi tónum og rær fram og aftur með líkamanum. Hávaðann er auðveld- ara að ímynda sér en lýsa honum. En árangurinn nægði öllum, sem áttu hlut að máli. Dagarnir skreiddust áfram, uns viðleitnin krýndist góðum árangri. Sjúklingarnir læknuðust og fóru heim sem nýjir menn á sál og líkama. Mr. Drake sneri aftur heim til borgarinnar þreyttur, en fagnandi. Fan varð eftir, fullur þakklætis, en með vaxandi starf, sem varð að sinna. Við þá hreyfingu, sem nú var komin, var ekki unnt að hætta. Öpímusreykjendur alstaðar umhverfís heyrðu þessa sögu og báðu Fan um hjálp. Mr. Drake sendi til strandar eftir lyfjum, og hælið var starfrækt allt árið. Sterk, andleg áhrif jukust líka, því að Hsi frá Vestur Chang þorpinu, kom þama oft í heimsókn. Fannst honum lítið til um ferðalagið yfir sléttuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.