Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 66

Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 66
66 NORÐURLJÓSIÐ „Hann gerði það, þegar hann var á jörðunni,“ sögðu þeir. „Og nú er ekkert sem heitir nær eða fjær, því að hann er alstaðar.“ Frú Liu hafði verið að velta fyrir sér, þar sem hún var í fjaUaþorpinu hvað af manni hennar væri orðið. Hún elskaði hann, þrátt fyrir vonda breytni hans. Var hún einmana í fjarveru hans, sömuleiðis bæði sjúk og hrygg. Henni barst til eyrna sá orðrómur, að vel gengi með hann. Hvort sem það var nú þetta eða blátt áfram löngun hennar, að hún yrði svo hraust, að hún gæti gert heimilið eitthvað skemmtilegra fyrir hann, er hann kæmi aftur, en henni batnaði heilsan mikið, sjálfri henni til undrunar. Er tækifærið fyrsta gafst, fóru þeir Liu og Fan til So-pu til að sjá, hvernig bænum þeirra hafði verið svarað. Ekki bjóst Liu við mikilli breytingu og gekk á undan ixm í litla forgarðinn framan við hellinn. „Eg skammst mín fyrir að bjóða þér inn, bróðir Fan. Vertu svo vænn að hlæja ekki að óvirðulegum bústað okkar.“ En er hann leit auglit konu sinnar, gleymdist allt annað vegna gleði og undrunar. Jafnskjótt og hann leit hana, sá hann, að hún var betri. Þegar hann sá hana flýta sér að kveikja eld og búa sjálf til te, sem hún hafði ekki gert, svo að hann vissi til, árum saman, varð undrun hans algjör. Þetta sýndist nálega vera kraftaverk í raun og veru. Liu gat ekki sagt, hvemig hann ætti að líta á þetta. Hann sneri aftur með Fan til Hælisins og heyrði hina kristnu enn lofa Guð, sem og sárbiðja hann um bless- un yfír Liu og konu hans. Ennþá gat hann samt ekki beðið. Sálm nokkum sungu þeir oft. Hann byrjaði þannig: „Æ, mitt hjarta er allt í myrkri.“ Þetta virtist lýsa því, hvemig var ástatt fyrir honum. En þar sem hann komst aldrei lengra með hann, þá hjálpaði þetta ekki mikið. Skömmu seinna, er hann hafði læknast til fulls, fór hann og þó nokkrir aðrir leitandi menn í Hælinu niður til P’ing-yang. Hitti hann þar Hsi í fyrsta sinn. Þar sem Hsi hafði heyrt sagt af Liu, að hann hafði verið fjárhættuspilari, frægur fyrir óráðvendni og dirfsku, var honum unun að hitta Liu lausan við reykingar ópíums og sjáanlega áhyggjufullan um velferð sálar sinnar. Með þolinmæði reyndi hann að leysa úr erfið- leikum hans og leiða hann til friðar. Arangurinn varð, að Liu hélt aftur til Hælisins, er trúaðramótið var liðið hjá, fagnandi yfír fullkomnu hjálpræði. Tíminn var nú kominn, að hann skyldi yfírgefa þessa nýju vini sína. A einni af síðustu samkomunum ræddi Fan um hreinsun tíu líkþráu mannanna. Aðeins Samverjinn einn sneri aftur til að þakka fyrir sig. Þetta hafði mikil áhrif á Liu. Hann fann, að hann hafði verið frelsaður frá ástandi, sem var að minnsta kosti eins vont og þeirra. „Níu menn af tíu,“ hugsaði hann, „gleymdu hon- um, sem hafði hreinsað þá. Ég skal verða sá, er sneri aftur og þakkaði Guði fyrir náð hans.“ Hann flýtti sér heim og sagði konu sinni allt, sem honum bjó í hjarta. Hann lofaði og vegsamaði Guð fyrir þá dásamlegu gæsku, sem hann hafði auðsýnt þeim. Frú Liu fann bráðlega frelsarann. Svo mikill varð þróttur líkama hennar, að maður hennar lýsti yfír, að þau „vteru eins og tvær manneskjur, reistar upp frá dauðum.“ Frá heimilinu gjörbreytta í So-pu skein ljós svo bjart og uppörvandi, að það færði von mörgum myrkvuðum hjörtum, sem voru meðal fjall- anna. „Eldri bróðir, hvað hefur umbreytt þér svo mikið?“ Er nokkur von um mig“? Þetta var algeng spuming. Heimsókn þeirra Hsi og Fans, er komu þangað eins fljótt og þeir gátu komið því við, til þess að líta eftir þessum manneskjum svo ungum í trúnni, hafði áhrif á Liu, sem aldrei gleymdust. Þetta var í fyrsta sinn, sem Hsi hafði komið heim til þeirra. Ritningarnar las hann og bað með þeim, gjörði allt, sem í hans valdi stóð, til að styrkja trú þeirra á Krist. Er bæn hans lauk, bað Liu á eftir honum. En þá, öllum til undrunar, bað kona hans líka. Hjarta hennar var yfírfullt af gleði í Drottni. Hsi varð undrandi yfír þeim framförum, sem hún hafði tekið í andlegum efnum, og kallaði aftur og aftur: „Sannarlega er þetta náð Guðs!“ Erfítt var að ljúka þessari heimsókn. En loksins lagði Liu af stað með gestum sínum og fylgdi þeim nokkum spöl. Áður en þeir skildu krupu þeir niður, og ennþá einu sinni fól Hsi þessi nýju trúarsystkini náð Guðs. En meðan hann var að biðja, fór hann að gráta. Þetta var Liu mikil ráðgáta, því að hann var fullur af gleði. En seinna meir sagði Hsi honum, að hann hafði grátið hans vegna sökum yfirþyrmandi kvíða fyrir því, að djöfullinn mundi með vélabrögðum sínum ná hon- um í snöru sína og leiða hann á brott frá Kristi. Fáum dögum síðar hélt Hsi ræðu í Hælinu. Hún var minnisverð og var um: að ávinna sálir. Liu var við- staddur, sú sannfæring greip hann, að við erum ekki frelsuð til þess eins, að við séum sæl, heldur til þess að bjarga öðrum. Með þennan nýja innblástur fór hann heim til konu sinnar. Sameinuð fóru þau að hugsa og biðja fyrir fólkinu, sem var umhverfís þau. Þar sem þau fundu þörf á því, að einhver í þorpinu yrði þeirra samstarfsmaður í So-pu, báðu þau Drottin ákveðið, að hann leiddi einhvern til sín í þorpinu, sem gæti starfað með þeim. Ekki hafði beiðni þessi lengi hvílt á hjörtum þeirra, er þau urðu forviða yfír því, að nágranni þeirra einn kom til þeirra. Hann hafði verið í opinberri óvináttu við Liu.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.