Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 69
NORÐURLJÓSIÐ
69
ar um tíma áður en þær gátu ákveðið sig, að þær skyldu
stíga þetta spor: að taka þannig opinbera afstöðu með
Meistara sínum. Huggun mikil var þeim að því, að frú
Fan frá Hælinu ætlaði að láta skírast við sama tæki-
færi. Einkennileg mundi virðast löng dagleið yfir
sléttuna, sem lyki á strætum borgarinnar. Þær mundu
sjá kristniboðshúsið, verða boðnar velkomnar af þess-
um erlendu vinum sínum og verða kynntar svo mörg-
um, er voru sömu trúar, en höfðu aldrei séð. Jú, frú
Fan var þar og frú Liu frá So-pu og alls ekki fáar aðrar
að auki, sem hlýna mundi um hjartarætur, því að
nafnið Hsi var orðið öllum kunnugt.
„Ég er einungis þróttlítil, gömul kona yfír sjötugt,“
svaraði frú Hsi kveðjunum, sem alstaðar dundu yfír
hana. „Erfítt hefur verið að takast þetta á hendur, en
ég gat ekki haldið mér frá því. Á mínum aldri er lífið
ekki tryggt. Hvemig gat ég verið fús til að hverfa
héðan án þess að hafa játað Drottin minn Jesúm fyrir
mönnunum?“
Önnur ástæða til að gleðjast var í sambandi við
skapraunir, sem Hsi hafði orðið fyrir. Voru þær vegna
tilrauna bókmenntamanna í fylkinu að knýja hann til
að yfirgefa trú sína á Krist. Eða þá að láta bera minna á
henni. Ofsókninni lauk með því, að kanslari háskólans
svipti hann B.A. titli hans, þessum heiðurstitli lista-
manns eða fræðimanns. Óvirðing sú var óttaleg öllum,
sem tilheyrðu fjölskyldunni. Hsi fann sárt til hennar
þrátt fyrir augljóst ranglætið í þessu. Þegar hann
ræddi við kanslarann, fékk hann það svar, að titilinn
gæti hann fengið aftur, ef hann óskaði þess. Tiltók
hann einhverja fjárhæð. Hún var hærri en svo, að Hsi
hefði efni á þessu, þótt hann hefði viljað það.
Ekkert var unnt að gera, því að mútur komu ekki til
greina. Lögsókn vildi Hsi ekki beita sér til hagsmuna.
En langt var frá því, að létt væri fyrir mann í svo hárri
stöðu og ráðríkan að eðlisfari: að beygja sig með
þolinmæði undir slíkt opinbert ranglæti og gys. Stöð-
ugt var beðið fyrir honum og honum var hjálpað til að
bera þessa raun með kristilegum anda.
Kristniboðunum fannst ekki rétt að bera þetta mál
fram á grundvelli samningsbundinna réttinda. En
Mr. Drake taldi sér frjálst: að bera þessar staðreyndir
undir landsstjóra fylkisins, að hann endurkallaði
ákvörðun sína. Landsstjórinn gaf þessu engan gaum.
Leit út fyrir, að ólöglegu athöfninni fengist ekki
hnekkt. Loksins hugsaði landsstjórinn málið betur, og
Hsi fékk aftur titil sinn með heiðri. Svo farsæl mála-
lok leiddu af sér mikla þakkargjörð. Allir þeir, sem
skildu meðferð slíkra mála, töldu þetta baaiheyrslu
mikla.
Það var um þetta leyti, áður en dr. Schofield dó
(hann sýktist af taugaveiki af sjúklingi í sjúkrahúsinu),
að Hsi heimsótti höfuðborgina til að sjá einhverja af
kristniboðunum. Fréttir af starfí þeirra höfðu borist
til hans, þótt hann ætti heima langt frá þeim. Heim-
sókn hans var stutt, en minnisverð. Hún var fyrsta
kynning hans af nokkru því, er líktist erlendu þjóðfé-
lagi. Framkvæmdir hjá kristniboðum, jafnvel á þess-
um dögum, höfðu þróast í þá átt, er gat að einhverju
leyti líkst erlendu þjóðfélagi. Tvö kristniboðsfélög
höfðu þar talsvert starfsíið, erlent (sex eða átta fjöl-
skyldur), sem vann að fræðslu og framleiðslu bók-
mennta, sömuleiðis lækningastarf og kristniboð. Allt
var þetta opinberun honum, sem var kristinn fræði-
maður úr suðurhluta fylkisins. Hjálpaði það til að
víkka sjóndeildarhring hans.
En safnaðarfólk var fátt í höfuðborg fylkisins og var
ekki vant því andlega lífi og krafti, sem Hsi var kunn-
ugur. Þau atvik, er hann sagði frá, voru fólkinu hvatn-
ing og engin smáræðis uppörvun kristniboðunum
heldur.
Á meðal hinna kristnu, sem voru þama, var öldruð
kona, sem hann gat rætt við mjög kunnuglega. Það var
hið sama með hana og konu hans og móður, að skím
hennar hafði dregist lengi. Ástæða þess mun hafa
snortið hami.
Hún hafði snúið sér til Krists einu eða tveimur
árum áður. Kærleikur hennar, trú og staðfesta í kristi-
legu líferni, - þetta efaðist enginn um. Aldrei hafði
hún samt beðið um inntöku í söfnuðinn. Henni virtist
líða illa, ef minnst var á skírnina við hana. Kristni-
boðakonunum var þetta ráðgáta. Þeim gat ekki hug-
kvæmst neitt, er haldið gæti aftur af frú Han.
Er þau ræddu í rólegheitum saman, sagði hún frá
því, hvað henni lá á hjarta.
„Æ,“ sagði hún og var þrá í málrómnum, „ef ég
gæti aðeins verið sannur fylgjari Jesú oglátið skírast.“
„Hvers vegna ekki,“ sagði krismiboðinn með mikl-
um áhuga. „Er nokkuð, sem hindrar þig?“
„Mig?“ mælti gesturinn hryggum rómi, „auðvitað.
Hvemig gæti ég verið sannur lærisveinn hans? Ég gæti
aldrei framkvæmt verkið.“
„En hvaða verk?“ spurði vinur hennar góðgjarn-
lega. „Gerði Jesús það ekki alveg til fulls?"
„Ó, jú, og ég elska hann og treysti á hann einan mér
til hjálpræðis. En ég veit, að Drottinn Jesús sagði, að
lærisveinar hans ættu að fara út um allan heiminn og
boða gleðiboðskapinn allri skepnu. Æ, þetta get ég
ekki gert.“
„Ég elska það að segja frá honum,“ hélt hún áfram,
því að kristniboðinn vinur hennar virtist snöggvast
ekki geta svarað. „Ég hef sagt það syni mínum og kon-
unni hans og öllum mínum nágrönnum. Á sumrin get
ég farið til þó nokkurra þorpa hér í grennd. Ó, ég er
ekki hrædd við að segja frá Jesú! Ekki er það þetta.“
„En ég er að verða gömul og mjög þróttlítil. Dimma