Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 71
NORÐURLJÓSIÐ
71
um hennar. Hún virtist nú haldin af hræðilegri illum
krafti en áður.
„Hann er farinn! Hann er farinn! “ hrópaði hún.
„Nú hræðist ég engan. Látum þá koma með Jesús
sinn. Eg býð honum byrginn. Þeir skulu aldrei reka
okkur alla út aftur, aldrei!“
Þetta hélt áfram í fáeina hræðilega daga, uns hún
dó, úttauguð af áreynslunni.
10. KAFLI
Hvernig starfið breiddist út
Er Hsi var kominn heim frá höfuðborginni, varpaði
hann sér með ennþá meiri ákafa út í starfíð, sem hann
unni svo mjög. Allt, sem hann hafði séð, meðan hann
var fjarverandi, sannfærði hann enn meir um þörfína
og tækifærin, sem voru allt í kringum hann, sömu-
leiðis nothæfi aðferðanna í sambandi við ópíums-
neytenda hælín og það ástand, sem þá ríkti í Suður-
Shan-si.
Fan logaði enn af kærleika til sálna fólksins. Hælið
var fullt af sjúklingum og gat því meir en mætt út-
gjöldum. Áhugi fólksins breiddist út frá einu þorpi til
annars, er menn komu aftur heim til sín og höfðu
læknast af hræðilega ávananum. Fjöldi hins frelsaða
fólks jókst einnig, eins og í So-pu. Litlir ljósdeplar
voru farnir að ljóma í myrkrinu, fólkið, sem gjör-
breytst hafði fyrir kraft Jesú.
Vaxa hlaut starf sem þetta. Það var of gott til þess,
að engan skyldi ekki langa til að njóta þess. Grund-
vallar-reglan: að heimilin væru fjárhagslega sjálfstæð,
gerði kleift, að þeim fjölgaði. Meðal þeirra, sem höfðu
frelsast, voru menn, sem alveg voru færir um að reka
lítil Hæli í sveitum, með hjálp og eftirliti. Úr ná-
grannaborgum og þorpum hljómaði kallið á slíka
menn og starf. Hið eina, sem þurfti, var maður, er
skipulagt gæti Hælin og borið ábyrgð á þeim. Sömu-
leiðs menn, fleiri menn, gæddir réttum anda og með
þjálfun, svo að þau heppnuðust vel. Tækifærið sá Hsi.
Hvfldi á honum þrá til að hagnýta þau sem best.
„Starfíð, sem Drottinn hefur gefíð mér að vinna,“
sagði hann, „er ekki svo mjög starf sáðmannsins, er
dreifír út sáðkornum. Það er starf fiskimannsins, er
dregur upp netið sitt. Fagnaðarerindið boðað fjær og
nær er sáning. Hjálp veitt mönnum, einum og einum,
til að losna við ópíumsnaum og trúa á Jesúm, það er
líkt fískiveiðum.“ Hann gaf sig að því hlutverki með
hagsýni og framtakssemi.
Sáðkornin falla ekki öll í góða jörð. Þótt fískar komi
í netið, nást þeir ekki allir á land. Hsi fór að reka sig á,
að oft fór svo, að leitandi menn, er mestar vonir voru
tengdar við, sem barist hafði mest verið fyrir, að
þeir frelsuðust, urðu valdir að vonbrigðum síðar.
Eðli starfsins var þannig, að þaðgerði hann sérstak-
lega berskjaldaðan. Það virtist bjóða fjárhagslega hjálp
ekki síður en andlegt aðdráttarafl. Hælin voru rekin
þannig, að þau borguðu sig og jafnvel veittu ofurlítinn
fjárhagslegan stuðning. Aðeins með nákvæmri um-
hyggju og góðri stjóm var unnt að ná þessu marki, sér-
staklega í sveitunum. En er fólk sá, hve vel gekk með
eldri Hælin, kom því til hugar, að þetta gæti reynst
gróðavegur auðveldur. Það sá, að starfíð var gott og
hræðilega mikil þörf á því. Fór það þá að líta þannig á,
að sjálft gæti það auðgast samtímis því að gera öðrum
gott. En það, sem það sá ekki, var öll bænin og sjálfs-
fórnin, erfiðið, þolgæðið og hagnýtt skipulag
Fan’ts’uen starfsins. Aðeins þetta með blessun Guðs
gat veitt árangur.
Þess vegna var það mjög snemma, að menn með
blönduðum hvötum fóru að skapa erfiðleika. Gerðu
þeir ráð fyrir, að þeir gætu grætt á guðrækninni.
Ahyggjan, er þetta bakaði Hsi, var þó minni en sorg-
in yfir fráfalli og flokkadrætti á meðal kristinna
manna. Undir þetta var Hsi varla búinn. Hann vænti
alls konar erfíðleika utan að frá. Það væri þáttur í eðli-
legri andstöðu djöfulsins. Hræðilegar hrasanir og
flokkadráttur krömdu hjarta hans. Að einhverju leyti
var hann farinn að læra: að bera byrðina postullegu:
„Ahyggjuna fyrir öllum söfnuðunum.“
Meðan þessu fór fram, óx starfíð hratt. Oreyndum
mönnum hefði getað virst, að guðsríki væri að mynd-
ast í Suður-Shan’si. í raun og veru var það svo. Þó
ekki án flóðs og fjöru, sem ávallt fylgir hreyfingum,
sem eru andlegs eðlis. Fimmtíu til sextíu menn komu
saman reglubundið í þorpi Fans og tilbáðu Drottin.
Hundruð manna, meir eða minna leitandi, voru á
öðrum stöðum. Gaf þetta nokkuð góða ástæðu til
bjartsýni um framtíðina. Er tímar liðu, reyndist það
svo, að fjöldi af þessu fólki, karlar og konur, voru í
raun og veru frelsuð og frædd af Andanum.
Aftur á móti voru aðrir, sem orðið höfðu fyrir ein-
göngu náttúrlegum áhrifum, bomir um tíma uppi af
grunnfærnum tilfinningum. Reyndist ekki unnt að
greina á milli hveitis og illgresis. Þetta tvennt varð að
vaxa saman, uns prófraunin kæmi fyrr eða síðar, sem
leiddi þá í ljós, hvemig eðlisfarið var.
Hefur það ekki alltaf gengið svona til, jafnvel í lífs-
reynslu Drottins vors sjálfs? „Upp frá þessu fóru
margir af lærisveinum hans burt frá honum og voru
ekki framar með honum.“ En alltaf hafa dýrmætar
leifar orðið eftir, gullið, er skærar skín vegna eldanna:
„Þér eruð þeir, sem stöðugir hafíð verið með mér í
freistingum mínum.“
Þessi grundvallar-regla, sem Drottinn kennir svo
skýrt í dæmisögum sínum, sé hún skilin rétt, mun hafa
raungildi mikið í kristniboðsstarfi. Hún styrkir sálina,