Norðurljósið - 01.01.1980, Page 74

Norðurljósið - 01.01.1980, Page 74
74 NORÐURLJÓSIÐ bræðrunum. Vinir hins særða efldu, af ásettu ráði, þrætuna. Þá var það, að sumir hinna kristnu, alvarlega hræddir, létu sendimann fara til Vestur Chang þorps- ins. Er Hsi kom á ófriðarstaðinn, sá hann, að útlitið var ennþá verra en hann hafði gert sér í hugarlund. Ógerningur var að sætta Chang-bræðurna. Flokkur Koh’s er sá, að hann gat grætt á þessu, gerði alveg geysiháar skaðabótakröfur. Verst af öilu var það, að málefni Krists hafði mætt opinberum vanheiðri í aug- um heiðingja. Satan hafði hrósað sigri. Ógemingur var að vita: hvað úr þessu gæti orðið. Allra augu horfðu á Hsi. Hvað mundi hann segja? Hvemig mundi hann meðhöndla málið? Allt virtist komið undir leikni hans og þrótti. Óviðeigandi orð yrði sem neisti í púðurtunnu. Sæist á honum nokkur einkenni ótta eða veikleika, mundi það gera málin verri. Hsi þekkti nógu vel hættuna í kringumstæðun- um. Gamall fjandskapur og þorpsdeilur voru að vakna á ný. Málaferli yfirvofandi, ef til vill mörg, með öllum mútugjöfum og kúgun. Hvað leiðir af öðru í Kína, og keðjan virðist endalaus. Meira var í þessu en þetta. Hann vissi, hvað lá á bak við þetta allt. Slík reiði gefur djöflinum færi, eins og segir í Efesusbréfínu: „Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar: og gefið djöflin- um ekkert færi.“ (Það er eftirtektarvert, að megin- þorri þeirra tilfella í Kína, þegar talið er að fólk sé haldið illum öndum, má rekja til slíkrar byrjunar, ofsareiði eða hryggðar, sem ef til vill varaði dögum saman. Og gegn vélabrögðum djöfulsins vissi Hsi, að hann hafði engan mátt. Talsverður tími leið, þangað til Hsi lét sjá sig aftur. Þegar hann loksins kom, varð forvitnin að sjá, hvað hann mundi gera, næstum því að spenningi. Því að í stað þess að ávarpa hina reiðu þrætuparta eða að reyna að friða ættingja Kohs, gekk hann hljóðlega út í homið, þar sem særði maðurinn sat, vanræktur vegna þessarar almennu æsingar. Bað hann leyfis að mega gera eitthvað fyrir þennan þjáða lim. Þetta verkaði þannig, að hugsanir og tilfinningar tóku nýja stefnu. Þegar svo Hsi bjó um sárið með lyfj- um, sem hann hafði meðferðis, talaði hann vingjarn- lega við sjúklinginn á meðan. Jafnvel þeim, sem horfðu á, gat ekki annað en fundist, að þeir hefðu að meira eða minna leyti rangt fyrir sér. Meðan hann var enn önnum kafinn að sýsla við Koh, fór Hsi að láta í ljós djúpa sorg yfir öllu því, sem hafði gerst. Skömmmin af því hvíldi á honum sjálfum og þeim, sem kölluðu sig kristna. Er hér var komið, hafði hann hlotið samúð mannfjöldans og gat sagt nálega hvað, sem hann vildi. Hægt hélt hann áfram, en taldi sig alltaf sem einn af þeim, er hneykslun höfðu valdið, er viðstaddir voru og kölluðu sjálfa sig kristna. Flutti hann nú málið yfir á annað svið. Þessi synd var ekki einungis gagnvart þeim hvorum öðrum eða sam- félagi í þorpinu, heldur gagnvart Honum, sem elskaði þá mest, Honum, sem þeir innst í hjörtum sínum elskuðu í sannleika. Þá sneri hann sér beint að Chang- bræðrunum og ávarpaði þá með auðmýkt og blíðu, sem erfitt hefði verið að standa gegn. Hann talaði um sigurhrós óvinarins mikla, um sorgina í hjarta Krists, sem þeir höfðu krossfest á ný, og leitt hann fram til opinberrar háðungar. Af heilum huga bað hann þá að viðurkenna, að breytni þeirra hafði verið röng, því að báðum væri þetta að kenna. Hann minnti þá á, hversu miklu ver hefði getað farið, hefði Guð ekki af miskunn sinni gripið fram í. „Chang, yngri bróðir,“ mælti hann hátt, „farðu og þakkaðu Drottni krjúpandi niður, að hann frelsaði þig frá takmarkalausri eymd og eftirsjá. Hefði hann ekki snúið högginu til hliðar, gæti dauði bróður þíns nú hvflt á þér.“ „Og hvað Koh viðvíkur,“ mælti hann og sneri sér að mannfjöldanum, „þá á hann þakkir sannarlega skilið. Því að með því að taka á sig sárið, sem öðrum var ætlað, hefur hann afstýrt ennþá meiri skaða, og sennilega afstýrt dauða vinar síns.“ Þetta var nýtt sjónarmið. Farið var að líta til Koh með viðurkenningar augnaráði, hann var farinn að gegna hlutverki velgerðarmanns. Gegn vilja sínum voru hans ættingjar afvopnaðir. A meðan höfðu Chang-bræðurnir haft tíma til að jafna sig. Viður- kenningar athugasemdir fylgdu uppörvandi orðum hans, sem féllu vel í geð bæði kristnum mönnum og heiðnum. Gat hann að lokum skýrt frá því, hver væru grundvallaratriði þeirrar trúar, er hafði fengið svo sorglega ranga kynningu. En Hsi gekk feti lengra en þetta. Hann vissi, aðorð, hve sannfærandi sem þau eru, geta aldrei gert hið klofna heilt eða grætt særðan lim. Þörf var á að sýna þetta í verki. Gagnslaust var að segja Chang-bræðrun- um, að bæta fyrir þetta eða fólki Kohs að sýna fyrir- gefningar anda. Aðilar voru ekki tilbúnir að gera þetta. Fyrirmynd er auk þess sterkari predikun en orðin ein. „Komið . . . fylgið mér,“ er sterkara en ræða flutt af mestu orðsnilld. Halda varð uppi bótum, því að Koh var ófær til vinnu og þjáður þar að auki. Ættingjana varð að gera ánægða og áhorfendur sannfærða um, að kristin trúer rétt og virðuleg. Allra mestu máli skipti þó, að Chang- bræður sættust til fulls. Kristna fólkið varð að finna, að ekki verður gengið fram hjá synd með léttúð. Þó að hún sé fyrirgefin, leiðir hún af sér þjáningar og skaða. Hsi hafði ekki komið búinn undir peningaútlát. En

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.