Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 77

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 77
NORÐURLJÓSIÐ 77 um menn, sem trúðu á Drottin Jesúm, en voru sumir vinalausir og fátækir. Aðrir þörfnuðust fræðslu eða voru líkamlega sjúkir, en höfðu ekkert til að lifa af. Þeir komu allir heim til mín til að læra kenninguna og fá að borða. Stöðugt voru tuttugu til þrjátíu menn að koma o£ fara. Ég treysti Drottni og tók fúslega á móti þeim. Ég vonaði, að þeir mundu frelsast til fulls og verða til gagns í verki Guðs. „Ennfremur, hvem sunnudag komu fímmtíu eða sextíu menn úr þorpunum í kring til að tilbiðja (Drottin). I trausti til Drottins tók ég á móti þeim líka, ekki hryggur yfír því, að efni mín voru ekki næg til að mæta þörfínni. Von mín var, að ég gæti veitt sálir fjöldamargar eins og menn veiða físk. „Útlendi Hirðirinn kom að lokum, áminnti mig vinsamlega. Hann kvaðst hafa heimsótt marga söfnuði, en aldrei séð þessa aðferð viðhafða áður. „Ég er fáfróður um starfíð á öðmm stöðum,“ svar- aði ég, „en er vinir koma langa leið til guðsþjónustu undir þaki mínu, þá get ég ekki þolað, að þeir fari hungraðir á brott.“ „Síðar meir kom Hirðirinn aftur. „ ,Ég skil,‘ sagði hann, ,að þú ert að fylgja dæmi Drottins, er hann mettaði 5000 manns. En gleymdu því ekki, að Drottinn gerði þetta aðeins tvisvar, ekki stöðugt.1 “ „ ,Já,‘ svaraði ég með glöðu hjarta. ,Drottinn mett- aði mannfjöldann til að gefa lærisveinum sínum fyrir- mjmd. Það hefði verið nóg, að hann gerði það einu sinni. Hve miklu meir er það bindandi, fyrst hann gerði það tvisvar.1 “ Augljóst er, að ekki var auðvelt að láta hann skilja hlutina á þessum dögum, ef það braut í bág við sann- færing hans sjálfs. Hætt er við, að kristniboðunum hafí reynst hann þrályndur og einþykkur stundum, og allt of óþolinmóður, ef halda átti aftur af honum. En þeim var augljós guðrækni hans og kærleikur hans til sálnanna og mátu það mikils, þótt þeir gætu ekki sam- sinnt öllu. En Hsi var einlægur og gerði hið besta, sem hann vissi. Og Drottinn sá um hann dásamlega þrátt fyrir mistök hans. Eitt var merkilegt við hann, og þegar frá upphafí, hvað hann var laus við að elska peninga eða að þrá fjárhagslegt endurgjald sér til hagnaðar. Auðvitað varð hann að láta Hælin bera sig að svo miklu leyti, sem þau gátu það. Ef hagnaður varð af einu þeirra, þá var hann látinn ganga til annarra Hæla. En peningamálin máttu aldrei skipa æðsta sessinn. Varð greinilega ljóst, er tímar liðu, að hann var ekki að leita persónulegs hagnaðar. Til merkis um þetta: hann krafðist aldrei borgunar. Gjöldin fyrir lyfín voru tveir til sex skillingar (shillings). Fór það eftir því hve erfítt var úrlausnar vandamál sjúklingsins. Sjúklingar flestir höfðu með sér mat. En gæti sjúklingur ekki greitt svo mikið, þá endurgreiddi hann hluta fjárins eða fór með hann heim til sín til ókeypis dvalar. Og væru þeir óráð- vandir svo að þeir neituðu að borga, þótt talað væri um fyrir þeim, þá gerði hann málið blátt áfram að bænar- efni og lét Guði eftir að sjá um afleiðingamar. Ekki var það fátítt, að alvarlegar yrðu þær fyrir prakkarann. Annað var það við hegðun hans, sem var óvenju- legt. Væru honum gefnir peningar til starfsins, hikaði hann ekki við að endursenda þá, ef hann fann, að blessun Guðs fylgdi þeim ekki. Gjöf, sem gefin var af röngum hvötum eða með tregðu, fann hann, að engin hjálp væri með henni. „Hún verður að koma frá hreinu hjarta,“ var hann vanur að segja, „og af fúsum huga til þess að Drottinn blessi hana og veiti henni viðtöku. Vantaði þetta, gat hún annað en valdið tjóni? Voru þeir að sækjast eftir peningum eða blessun Guðs? Fátæktin gjörði þá Guði ennþá háðari. En pen- ingar án blessunar Guðs mundu brátt hafa erfiðleika í för með sér. Þetta átti sér stað í sambandi við mann, sem nefnd- ur var Ts’ui. Hann var játandi kristinnar trúar. Stein- smiður var hann að iðn og hafði hagnast vel. Átti hann meira en 15 pvrnd sterling (um 15-16 þús. kr., þegar þetta er þýtt í júní 1980). Þetta var mikill auður í þeim heimshluta á þessum dögum. En ekkert vildi hann gefa af þessu til starfs Drottins. Engar beiðnir um hjálp hrærðu hjarta hans. Varð þetta hneykslunar- hella fátækari kristnum mönnum, sem urðu að gefa meira vegna nísku hans. Ts’ui varð að lokum alvarlega veikur. Virtist hann vera í dauðans hættu. Sendi hann þegar eftir Hsi og sárbændi hann að biðja fyrir sér, að hann yrði heil- brigður. „Ég er fús til þess,“ mælti hann stynjandi, „að gefa fjörutíu þúsund (um 6000 kr.) ef þú einungis getur komið mér út úr þessum erfíðleikum.“ „Hvað hefur þú verið að hafast að,“ hrópaði Hsi, „að þú skulir hafa fallið í slíkt ástand? Gerir þú ráð fyrir, að þú getir mútað Drottni og keypt líf þitt með peningum? Játaðu syndir þínar með einlægni, og ég skal biðja fyrir þér. Þetta er ekki tíminn til að ræða um gjafír.“ Það virðist svo, að maðurinn hafí hrópað til Guðs um miskunn. Hsi bað og fyrir honum, enda varð hann skjótlega betri. En, eins og búast mátti við, hann minntist ekki meir á peningana. Gjöfin, sem hann hafði verið svo ákafur að vilja gefa, gleymdist alveg. Ekki löngu síðar tók sjúkdómurinn sig upp. Skelfdur sendi hann í skyndi boð eftir Hsi, lagði stóra banka-ávísun í hönd honum og bað hann að biðja undir eins um, að sér mætti batna. En Hsi fékk honum peningana aftur og sagði hryggur: „Æ, ég er hræddur um, að þetta sé orðið um seinan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.