Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 78

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 78
78 NORÐURLJÓSIÐ Samt getur verið, að Guð vilji miskunna sál þinni. Hrópaðu til hans í Jesú nafni og bið um fyrirgefningu. Ég get ekki tekið á móti peningunum.“ Einum degi eða tveimur síðar dó Ts’ui. Innan fárra mánaða giftist ekkjan hans aftur. - Það var hræðileg smán fyrir minningu hins dauða manns, - og allur hans samansafnaði auður dreifðist. Hsi var sjálfstæður í breytni sinni vegna heiðurs nafns Meistarans. Hann stjórnaði búgarði sínum og Hælunum með hagsýni, gætti hvers eyris eins vel og honum var unnt. Samt var erfítt að láta tekjur og gjöld standast á. Það var annað að tala um að fylgja fyrir- mynd Drottins og veita mannfjölda mat. En fram- kvæmdin kostaði annaðhvort gjaldþrot eða guðlega hjálp. Er nálgast fóru lok ársins, er kristniboðinn, vinur hans, hafði gefíð það ráð: að harm drægi saman seglin, tók Hsi að huga að reikningum sínum. Sá hann sér til skapraunar, að gjöldin fóru langt fram úr tekjum. Vantaði um átta tugi þúsunda cash-s. Þetta var einmitt, sem útlendi Hirðirinn hafði óttast. Þessu voru heiðnir menn umhverfis hann alltaf að spá. Hann sá leið til að greiða um þriðjung þessarar upphæðar. En hann skorti fimmtíu þúsund í viðbót. Peninga gat hann ekki tekið að láni. Það braut í bág við fyrirmælin: „Skuldið ekki neinum neitt.“ Hvernig sem hann braut heilann um þetta, sá hann enga leið til að fá svo mikið fé. Ættingjar hans, þeir, sem heiðnir voru, sögðu reiðilega, að hann mundi leiða þá alla út í ógæfu. Kona hans og samverkamenn voru þögul og kvíðafull. En Hsi tók að bíða eftir Guði. Óvæntur atburður gerðist þá. Úr höfuðborg fylkis- ins kom merkilegt blað í nágrenni hans Hsi og svo í hendur honum. I því var skrá yfír ýmiss konar efni tilheyrandi kristinni trú. Var lærðum mönnum boðið upp á: að skrifa ritgerðir og keppa um verðlaun. Máttu þær vera hvort sem vildi í bundnu eða óbundnu máli. En hæstu verðlaunin voru veitt fyrir skáldleg ljóð. Voru þau rúmlega þrettán og hálft kg. af silfri. Tilboð þetta kom frá kristniboðunum í T’ai-yuan og náði til allra bókmenntamanna í fylkinu. „Þetta,“ hrópaði Hsi með áhuga, „er svar Drottins við bænum okkar. Fyrstu verðlaunin skulu hlotnast mér.“ Með trú og kjarki tók hann til starfa. Tíundi mán- uður ársins var þegar kominn, og enginn tími afgangs. Fyrstu verðlaun voru aðeins veitt fyrir ljóð. Hann batt sig því við það form. Þótt hann gerði sér það ekki ljóst þá, var dýpri til- gangur bak við það: að orkt væru ljóð. Vaxandi söfn- uður umhverfis hann, á hæðum og í dölum, þarfnað- ist nýrra sálma, eitthvað sem væri þeirra eigið, á máli þeirra og túlkaði reynslu hjartans. Hsi vissi óljóst af þörfínni. Hann vissi, að sálmarnir sem notaðir voru, áttu ekki vel við fólkið. En aldrei hafði honum hug- kvæmst, að honum gæti gefíst að rita sálma, sem næðu til þess. Er hann velti þessu fyrir sér, með pennann í hendinni, vöknuðu hjá honum hugsanir, og versin streymdu fram. Hvert ljóðið tók við af öðru, og þau leiddu í ljós gáfu, sem aldrei var misst sjónar af. Skömmu síðar kom kristniboðinn aftur í heimsókn til Vestur Chang þorpsins. Nú var það ekki til að ráð- leggja varfærni heldur til að færa þeim, er sigrað hafði í samkeppninni, skó úr silfri. Verðgildi hans var sjötíu þúsund cash. Varð tekjuhliðin þannig þyngri á met- unum en hin. Þetta varð Hsi minnisverð reynsla, nokkurs konar áfangi á ævibraut hans. Upp frá þessu hélt hann áfram, svipað og Davíð konungur, að klæða allan breytileik lífsins í lofgerðar- söngva og bænarljóð. Þeir námskaflar lífsins, er hann lærði, er að höndum bar gleði eða sorg, ósigur eða lausn úr erfíðleikum, streymdu nú frá penna hans, í einföldum og oft fögrum versum. Kristna fólkið í Shan-si lærði þessa sálma með unun. Sextíu eða fleiri sálmar urðu samofnir lífí fólksins og lifa því áfram, þó að elskuð rödd hans sé þögnuð. Þegar komu tímar örðugs fjárhags, voru þeir ekki einu tækifærin, sem gáfust til að reyna mátt og trú- festi Guðs. Aðrir, sem ollu meiri sársauka, komu frá eðlisfari mannanna, sem Hsi varð að skipta við. Sumir voru ágætir þegar frá byrjun og urðu gagnlegir heima- menn á önnum köfnu heimili. Aðra varð að umgangast með þolinmæði og viturleik. Það tók langan tíma, uns þeir losnuðu úr fjötrum hins liðna. Sambúðin við þá var örðug, meðan á þessu stóð. En fáeinir voru svo spilltir og ómóttækilegir, að tilraunir að bjarga þeim virtust alveg vonlausar. Að vera undir sama þaki og þeir, mánuð eftir mánuð og bera ábyrgð á þeim, var alvarleg raun. En ekki varð hún umflúin. Er tímar liðu, varð Hsi stöðugt varkárari með, hverja hann tók á heimili sitt. En tæki hann mann að sér, gat ekkert komið honum til að yfirgefa manninn. „Nei,“ sagði hann, „ég þori ekki að byrja á verki og hætta svo skjótt við það aftur, vegna erfiðleika, sem eru á veginum. Sé verkið ekki frá Guði, ætti alls ekki að byrja það. Sé það frá Guði, er synd að hætta við það. Gerði ég það, gæti hann hætt með mig líka, að því er víkur að gagnlegri þjónustu.“ Vegna þessa var það regla hans: að senda mann aldrei á brott. Hann trúði því, að kraftur Guðs gæti jafnvel frelsað þann mann, sem ólíklegastur væri til þess. En væri einhver, sem ekki væri unnt að bjarga, mundi hann fara burt af sjálfsdáðum til síns eigin staðar. Það gæti valdið langri og viðvarandi þjáningu þeim, sem reyndu að frelsa hann. En er það ekki sjálf- ur Guð, sem líður mest? Hann bað því fyrir þessum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.