Norðurljósið - 01.01.1980, Page 79
NORÐURLJÓSIÐ
79
mönnum, og þolinmæði sýndi hann þeim, þó að aðrir
höfðu gefið upp alla von. Stundum, jafnvel með þá
erfíðustu, vann trúin sigur. Stundum virtist allt hafa
verið til ónýtis. En þannig fór oft með þá, sem vildu
ekki beygja sig, að þeim var kippt burt án þess, að Hsi
ætti þar nokkurn hlut að máli, og stundum á mjög
alvarlegan hátt. Einn leyndardómur þess kraftar, sem
hann óefað hafði, var kærleikurinn, sem gerði honum
kleift: að gefast ekki upp, en sýna þessum mönnum
svo dásamlega þolinmæði. Hið góða í þeim sá hann
alltaf og vænti hins besta. En þegar þeir syndguðu,
þjáðist hann þannig, sem kærleikurinn einn þjáist.
Þar sem þeir dvöldu hjá honum dag og nótt á heimili
hans, bakaði þetta honum oft hjartakvöl. Var það
einna sárast af því, sem hann varð að bera.
Athugasemd ritstjórans.
Maður nokkur lét þá ósk í ljós við mig, að ég sneri ein-
hverri góðri bók á íslensku. Datt mér þá þessi helst
í hug.
Aðallífsstarf þessa merka manns, hirðisins Hsi, er
varla byrjað enn. Starf hans: lausn sem flestra landa
sinna, er reýktu ópíum, er meginefni bókar þessarar.
Hvað er vandamál ofdrykkjumannsins? Léttbært í
samanburði við böl ópíumneytandans. En voldugur
kraftur Krists stendur báðum til boða og öllum eitur-
lyfja neytendum. En farvegur þessa kraftar er trúin á
Drottin Jesúm Krist. Komi öll bókin út, er ólíklegt, að
það geti orðið á þessu ári. Sennilega yrði hún í tveimur
bindum. - S. G. J.
Gömul bæn - og svar
Þú, Frelsarinn góði, mér gefðu þá náð:
að geti ég sigrandi stríðið mitt háð,
svo freisting mig fái ei unnið.
Hið illa, það freistar mín dag eftir dag.
Ó, Drottinn minn! Gættu að barnsins þíns hag,
uns skapaða skeiðið er runnið.
Hve mannsviljinn slappur og magnlítill er
gegn mögnuðum, harðskeyttum ástríðu her!
Hve vonlaust, að vinnist þau stríðin.
Sem úlfur, er fylgir í ferðamanns slóð
og frá eigi víkur, uns smakkar hans blóð,
svo fylgdi mér freistinga hríðin.
Hve oftsinnis varð ég þeim úlfi að bráð!
en almáttug, bjargandi Frelsarans náð
mig yfirgaf aldrei í nauðum.
Hann brotin mín fyrirgaf, stund eftir stund.
Hann stíflaði rennslið úr blæðandi und.
- Eg samt var þó einn af hans sauðum.
Ég helgaðist Drottni. Mitt hreinsaðist líf,
því Hann varð minn skjöldur, hin máttuga hlíf
og stoð mín og styrkur að berjast.
Ég horfí ei lengur á mig eða mann,
en mænandi stara mín augu á Hann.
Ég veit það eitt ráð til að verjast.
Ég vitnisburð flyt þann: Ég veit, það er Hann
sem vemdar og frelsar hinn óstyrka mann,
ef hjarta hans heilt er við Drottin.
Ef Kristur er sjálfur hans kraftur og líf,
af kærleikans brynju og Guðs-trúar hlíf
öll skyti’ eru skjótlega dottin.
S.GJ.
„Guð dýrðarinnar“
Öll dýrð og tign, þér Drottinn, veitist,
þú dýrðar-faðir hár.
Þú lifir einn og aldrei breytist
um alda þúsund ár.
Þú öllu líf og anda gefur,
og eins og blæju himna saman vefur.
Þótt eilífð hverfí í alda sjá,
þú enn ert morgni tímans á.
Þú, Faðir, upphaf alls, er lifír,
og alls, er skapað er,
þitt ríki tekur alheim yfir,
og allir lúta þér.
Þú lítur allt, sem er og hrærist
og innstu kennd, í hjarta manns er bærist.
Þín hönd á ótal hjálparráð,
þitt hjarta er fullt af elsku og náð.
Þitt auglit maður enginn skoðar,
samt augljós dýrð þín er,
sem verk og máttarvald þitt boðar,
og vitni um þig ber.
Þú birtist, er þú son þinn sendir,
að sjá þig í hans dýrð þú mönnum kenndir.
Hann veru þinnar ímynd er,
í öllu ljóma þinn hann ber.