Alþýðublaðið - 24.12.1962, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Qupperneq 13
Út úr Hiyndagátunni getið þið lesið eina stórpólitíska setningu, lausn myndagátunnar er að finna á bls. 53 eins og allar aðrar lausnir á dægradvölinni. JÚLALEIKIR Hér er einn ágætur samkvæm- isleikur, sem hægt er að nota meðan fólk silur við kaffiborð eða hvenær, sem vera skal. Einhver skrifar upphaf sögu á blað, nokkrar línur. Ilann brýt- ur síðan blaðið um þannig, að aðeins sjáist hvað hann hefur skrifað í síðustu línuna, og sú lína þarf helzt að vera hálf og ekki enda á punkti. Blaðið er síðan fengið næsta manni, sem bætir tveim til þrem línum við söguna, og þannig koll af kolli, unz allir við borðið hafa lengt söguna með nokkrum setn- ingum. Síðan er einhver til þess valinn að lesa söguna upp. Og mun þá koma í Ijós, að sagan er orðin sprenghlægileg og sjálf- sagt í litlu samræmi við það, sem byrjað var á. Hér er annar leikur, sem get- ur verið mjög skemmtilegur. — Hver þátttakandi fær tvo pappírs miða. Á annan miðann skrifar þátttakandinn einhverja setningu, þar sem hann lýsir ánægju sinni eða óánægju með eitthvað, eða þá að hann kemur með einhverja fullyrðingu. Á hinn miðann skrifar hann svo ástæðu ánægju sinnar, óá- nægju eða rök fyrir fullyrðingu sinni í stuttu máli (einni setningu) . Setningin á (fyrri miðanum ætti alltaf að byrja á ÉG, en setn- ingin á hinum miðanum að byrja á VEGVA ÞESS. T. d. Eg sé | ekki veginn. Og á hinum miðan- i um — vegna þess, að það er svoi dimmt. Þegar miðunum er síðan bland-j að í tvennu lagi, og einhver val- i inn til að lesa upp miðana meði því að taka einn af handahófi úr: hvorum hóp, fer ekki hjá því, aðj margt spaugilegt kemur fram. : Hér er einn leikur enn, skemmti ; Iegur og „fróðlegur", en ekki fyr-: ir þá, sem ekki þola meinlaust; grín: Allir viðstaddir fá miða í hend-íi ur. Efst á miðann eiga þeir aðj skrifa nafn sitt. Einn stjórnar þessum leik. Hann sér nú um, aðj þátttakendur láti miðann gangá; áfram til næsta manns og síðant; áfram hringinn, eftir að stjórniíj andinn hefur hverju sinni spurij eiunar spurningar og fengið skrif-j legt svar á hvern miða. Ætluniii er að fá fram lýsingu á hverjumj manni, sem gefin er sameigin*: lega: Hvernig er hárið? Hvemiffj eru tennurnar o. s. frv. Eftir að hverri spurningu hef«; ur verið svarað, er blaðið brotif| um, áður en næsti maður fær það í hendur, svo ekki sjáist hvatf kemur á undan. Með líflegum skriftum og hug-f myndaflugi er hægt að fá stórf kostlegar mannlýsingar f þessuni leik. JÓLABÓK ALÞÝÐUBLABSINS 1982 j'j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.