Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 17

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 17
321 LÖGRJETTA 322 verður fyrst á æðri stigum kommúnismans, þegar hann er lengra kominn, að hverjum manni, sem starfar samkvæmt hæfileikum sínum, verður launað samkvæmt þörfum hans. Þá vinnur hver það sem hann getur og fær það, sem hann þarf. Það er alveg augljóst, að einnig í skipu- lagi jafnaðarstefnunnar hafa mismunandi menn mismunandi þarfir, og hlýtur það svo að vera. Jafnaðarstefnan hefur aldrei farið í felur með muninn á smekk, gáfum og af- köstum. Lesið þjer Max Stirner, lesið þjer gagnrýni Marx á Gotha-stefnuskránni frá árinu 1875, lesið þjer þau rit, sem þar fóru á eftir frá Marx, Engels, Lenin og þá mun- uð þjer sjá hversu harðlega þeir ráðast á jafnaðarhjegómann. Slíkur jöfnuður er sprottinn úr bóndalegum hugsunarhætti, hugsuninni um það, að skifta öllum gæðum í jafna parta, hann er vottur um frumstæð- an (primitivan) sveitamannlegan „kommún- isma“. Svona einfeldnislega geta þeir einir, sem ekki eru handgengnir Marxismanum, hugsað sjer málin, rjett eins og rússnesku bolsjevíkarnir ætli sjer að henda öllum verð- mætum í einn haug og skifta svo haugnum jafnt á milli allra. Svona hugsa þeir einir, sem ekkert eiga skyltviðkommúnisma.Svona gerðu þeir sjer grein fyrir hlutunum frum- stæðir „kommúnistar“ á dögum Cromwells og í frönsku byltingunni. En Marxisminn og rússneskir bolsjevíkar eiga ekkert saman við slíkan jafnaðarhjegóma að sælda. Þannig mælti Stalin við Ludwig og fer nú hjer á eftir samtal hans við Mussolini. TAussolíní og TA.achíavellí Lud wig: Þegar Friðrik mikli var ríkis- erfingi, skrifaði hann vandlætingarrit sitt gegn Machiavelli, en seinna varð hann hreinskilnari og starfaði þvert á móti því, sem hann skrifaði. Þjer byrjuðuð undir eins á Machiavelli, er ekki svo? M u s s o 1 i n i: Faðir minn, sem var járn- smiður, las hann upphátt fyrir mig á kvöld- in, þegar við sátum og vermdum okkur við síðustu glæðurnar og drukkum sveitavín. Þetta hafði mikil áhrif á mig. Jeg las bók- ina aftur þegar jeg var fertugur og hún hafði þá eins mikil áhrif á mig og áður. L u d w i g: Það er einkennilegt hvernig blóma og hnignunarskeið koma fram fyrir slíka anda. Það er rjett eins og að þeim sjeu árstíðaskifti. M u s s o 1 i n i: Þetta sama á sjer ennþá meira stað um þjóðirnar. í lífi þeirra skift- ast stöðugt á vetur og vor, þangað til þær deyja einn góðan veðurdag. L u d w i g: Þessvegna heí'ur sá þýski vetur, sem við lifum nú, aldrei valdið mjer ótta. Fyrir hundrað árum, þegar Þjóðverj- ar áttu öldungis eins erfitt uppdráttar og nú, lagðist Goethe með gremju og háðí gegn vígorðinu „hrun“. Hafið þjer athugað þýska n.enn ? Mu s s o 1 i n i: Bismarck. Hann var mesti r.iaður sinnar aldar frá sjónarmiði raun- veruleikans stjórnmála. Jeg hef einlægt haft það á tilfinningunni, að hann hafi ekki einungis verið járnkall. í bók yðar fann jeg staðfestingu þess, hversu fjölbreytt og fínt var eðli hans. Þekkja menn Cavour í Þýskalandi ? Ludwig: Mjög lítið. Við þekkjum Mazzini betur. Munduð þjer hafa varpað Mazzini í fangelsi ef hann hefði lifað nú? M u s s o 1 i n i: Nei, alls ekki. Ef einhver hefur einhverja hugsjón, er honum vel- komið að koma til mín, svo að við getum spjallað um málið. Ludwig: En Mazzini lenti í fangelsi. Skömmu seinna var Garibaldi dæmdur til dauða. Tveimur mannsöldrum seinna voruð þjer hneptur í varðhald. Er ekki niðurstaða þessk sú, að stjórnandi verður að vera mjög varkár með það, að hegna stjórnmálaand- stæðingum sínum. M u s s o 1 i n i: Alítið þjer máske, að við höfum ekki gætt slíkrar varúðar? Ludwig: Þjer hafið lögfest aftur dauðarefsingu. M u s s o 1 i n i: Hún er til í öllum menn- ingarlöndum, Þýskalandi, Frakklandi, Eng- landi ... L u d w i g: En afnám dauðarefsingarinn- ar kom einmitt frá Ítalíu, frá Beccaria. Hversvegna hafið þjer tekið hana upp aftur? M u s s o 1 i n i: Af því að jeg hef lesið rit Beccaria. (Mussolini ljet ekki sjást á sjer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.